Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 3
Karen Vensko. „Eins og ég hafi alltaf átt heima á íslandi" -segir Karen Vensko, skiptinemi frá Kaliforníu „Stundum þykir mér mjög kalt, enda er mikill munur á veöri hér á íslandi og heima í Kali- forníu. Ég hef t.d. aldrei verið í snjó en núna um daginn fór ég meö fjölskyldunni í ferðalag og þá lentum við í snjókomu. Það var mjög skrítið.“ Það er hún Karen Vensko, 17 ára skiptinemi frá Bandaríkjun- um, sem er að segja frá þessum hversdagslegu hlutum, eins og veðrinu á íslandi, sem er nú ekki í frásögur færandi fyrir okkur sem hér búum. En fyrir unga stúlku frá Kaliforníu sem er alls óvön slíku veðri hlýtur þetta að vera nokkuð ævintýri. Karen er skiptinemi eins og áður sagði. Hún kom til íslands ásamt fleiri ungmennum frá Bandaríkjunum til dvalar hér. Dvalartíminn er tveir mánuðir. Karen fékk úthlutað dvöl í Eyja- firði og er nú ein úr stórri fjöl- skyldu í Víðigerði. „Þetta er allt mjög spennandi. Hér er ég eins og ein úr fjölskyld- unni og geng í hvaða vinnu sem er, eins og aðrir. Sumt er ansi erf- itt því ég er ekki vön svona vinnu. Ég vann í bókabúð heima áður en ég fór og fer síðan beint í skóla þegar ég kem heim. Ég ætla að læra hjúkrun. En þetta er svo skemmtilegt að þreytan er bara góð,“ sagði Karen. Það bar ekki á öðru en Karen kynni við sig í sveitasælunni þar sem hún hamaðist við að koma inn heyinu með öðru heimilisfólki í Víðigerði. - Saknarþú ekki fólksinsþíns? „Jú, vissulega geri ég það, en ég fæ mikinn póst frá vinum og ætt- ingjum, svo ég er í stöðugu sam- bandi heim. En stundum þegar ég fer að hugsa um það sem er hér í kringum mig þá er eins og ég hafi alltaf átt heima hér. Það finnst mér dálítið skrítið." sagði Karen Vensko, um leið og hún snaraði einum heybagganum inn í hlöð- una. Hitalögn í flug- völlinn á Króknum? Stöðugt unnið að leit að f jármögnungarleiðum Bæjarstjórn Sauðárkróks vinnur markvisst að því, að finna nýjar leiðir til að fjár- magna fyrirhugaðar fram- kvæmdir á Sauðárkróks- flugvelli. Um er að ræða hita- lögn í völlinn og slitlag á yfir- borð hans. Mál þetta strandaði á sínum tíma, þegar fjármálaráðherra afturkallaði lántökuheimild Sauðárkrókskaupstaðar erlendis. Ólíklegt er því að úr framkvæmd- um geti orðið í sumar. Athugun á málinu fór í gang á ný, eftir að flugmálastjóri kom heim af fundi erlendis, þar sem hann kynnti þessa hugmynd. Hlaut hún mikla athygli og um- ræðu meðal starfsbræðra flug- málastjóra ytra. Þótti fundar- mönnum gulls ígildi að hafa slíka umframorku í heitu vatni, að dygði til að hita upp heilan flugvöll. I fyrstu mun verða lögð áhersla á að hafa samband við hagsmuna- aðila, svo sem Flugleiðir, um möguleika á að koma verkinu í framkvæmd. Einnig hefur komið til greina að hafa samband við er- lenda aðila sem hugsanlega væru tilbúnir að leggja fé í framkvæmd- ina sem tilraunaverkefni. Ef úr verður mun Sauðárkróksflugvöll- ur verða eini flugvöllurinn í heimi búinn slíku afísingarkerfi. SAMSÝNING norðlenskra listamanna í næsta mánuði Á fundi sem haldinn var á vegum Menningarsamtaka Norðlend- inga 28. júlí síðastliðinn og mynd- listarmenn á Norðurlandi voru boðaðir til var ákveðið að efna til samsýningar í tengslum við aðal- fund Menningarsamtaka Norð- lendinga sem haldinn verður 10. og 11. september í haust. Fundurinn samþykkti að bjóða því fólki sem fæst við myndlist á Norðurlandi að senda inn verk til sýningarnefndar. Það er von sýn- ingarnefndar að sem fjölbreyttust verk berist, æskilegt er að hver höfundur sendi inn tvö til fimm verk sem sýningarnefnd velur úr. Aðsetur sýningarnefndar er í Listsýningarsalnum Glerárgötu 34 4.h. Akureyri og ber að skila verkum þangað dagana 1. og 2. september. Þeir sem þurfa að telur nauðsynlegt, auk þátttöku- senda myndverk hafi í huga að gjalds, kr. 500. þau berist sýningarnefnd í tíma. Allar nánari úpplýsingar veita Nauðsynlegteraðverkunumfylgi sýningarnefndarmenn, þeir Guð- allar nauðsynlegar upplýsingar, mundur Ármann, í síma 25757 nafn höfundar, heimilisfang og milli kl. 9 og 17, Guðmundur sími, fæðingardagur og ár, heiti Oddur, í síma 24329 og Helgi Vil- verkanna og annað sem höfundur berg í síma 24137. Frá strætisvögnum Akureyrar Vegna þrengsla í strætisvögnum Akureyrar af völdum barnavagna eru forráöamenn barna beön- ir aö koma í veg fyrir óþarfa ferðir barna sinna sem eru meö barnavagna og kerrur. Forstöðumaður. Erum farin að versla með Leyft verð kr. 865. Kynningarverð kr. 795.- Litir: Hvítt, blátt og Ijósgrátt. Herradeild sími23599 8. ágúst 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.