Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 4
Heimsókn í Sorpeyðingarstöðina á Húsavík ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Náttúruvernd „Hreint loft og vatn og ómengað viðkunnanlegt umhverfi sem almenningur á aðgang að, eru nátt- úrugæði, hliðstæð búskaparlandi, fiskimiðum og orkulindum. Verndun umhverfis er nýting náttúru- gæða og stuðlar að góðum lífskjörum." Þannig kemst Eysteinn Jónsson, fyrrum ráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, að orði í viðtali sem birtist í öðru tölublaði Þjóðmálaritsins SÝNAR sem Samband ungra framsóknarmanna gefur út. Eysteinn kom víða við í spjalli sínu við blaða- manninn og hann benti m.a. á að Framsóknarflokk- urinn hefur sýnt umhverfismálum mikinn og vax- andi áhuga — nú síðast mætti minnast stjórnmála- ályktunar síðasta flokksþings Framsóknarflokks- ins en þar segir: „Flokkurinn telur mikilvægt að saman fari farsælar framfarir, öflugar mengunar- varnir og verndun þess sem mest á veltur að óspillt haldist í náttúru landsins. Flokkurinn telur það verulegan þátt í lífskjörum manns að eiga kost á því að búa í ómenguðu umhverfi og hafa aðgang að óspilltu landi. “ Það er kostnaðarsamt að halda uppi öflugri nátt- úruvernd og það kemur fram í vðtalinu við Eystein að bráðnauðsynlegt sé að auka fjárveitingar til Náttúruverndarráðs sem nú fær alltof litlu áorkað vegna fjárskorts. Búa þarf t.d. þjóðgarðinn í Jökuls- árgljúfrum hliðstætt og Skaftafell og stofna þjóð- garð undir Jökli. Þá þarf að setja löggjöf um um- hverfi Þingvallavatns hliðstæða þeirri sem gildir um umhverfi Mývatns og Laxár. Má með sanni segja að þessi verkefni og fleiri á sama sviði séu brýnni en byggingar skrifstofuhalla fyrir opinber fyrirtæki. Eysteinn ræddi einnig um skógrækt sem hann taldi að ætti að vera gildur þáttur í að fegra landið og græða sár þess. Orðrétt sagði Eysteinn: „Enn fremur er komið í ljós, svo ekki verður um deilt, að þar sem skilyrði eru best hér má rækta skóg til nytja. Það þarf að velja til þess bestu svæðin sem menn vita nú hvar er að finna. Upplýst er að á þess- um svæðum sumum nær trjávöxtur því sem gerist í skógræktarhéruðum Skandinavíu. Skógrækt á hér mikla framtíð og með áratuga tilraunastarfsemi hafa menn öðlast þá þekkingu sem þarf til að hefj- ast myndarlega handa. “ En það má ekki skilja svo við Þjóðmálaritið SÝN og viðtal þess við Eystein Jónsson að ekki verði drepið á viðhorf hans til stóriðju. Eysteinn sagði að hún ætti vafalaust að aukast hóflega í landinu þótt æskilegra væri að hans dómi að eiga sem flest með- alstór og smærri fyrirtæki. Síðan sagði Eysteinn: „ Við uppbyggingu iðnaðar í smærri og stærri stíl er það grundvallaratriði að koma ekki upp öðrum fyrirtækjum en þeim sem geta við komið fullkomn- um mengunarvörnum frá byrjun. Ef rétt er á haldið eigum við ekki að verða í neinni þeirri neyð stödd með bjargræðisvegi að við þurfum að sætta okkur við atvinnutæki sem stórspilla umhverfinu eða valda mengun til stórlýta eða stórtjóns." Samband ungra framsóknarmanna hefur í hyggju að halda ráðstefnu í haust þar sem einvörð- ungu verður fjallað um náttúruvernd hér á landi. Það er vel við hæfi að ungir framsóknarmenn beiti sér fyrir umræðu um náttúruvernd. Af hugsjónar- grundvelli Framsóknarflokksins leiðir sjálfkrafa að engum er það skyldara en framsóknarmönnum að láta þessi mál til sín taka. áþ. 4 - DAGUR - 8. ágúst 1983 Mývetningar eru menningarlegir - þar er sorpinu saf nað saman og því ekið til Húsavíkur Það var óvenju svartur reykur sem liðaðist upp úr sorpeyðingar- stöðinni á Höfða í sumarblíðunni sl. mánudag. Reykur þessi stakk svo í stúf við hreinleika loftsins og sólskinið, að ég greip myndavél- ina og flýtti mér úteftir til að kanna málið. í ljós kom að verið var að brenna áburðarpokum þeim er landgræðslan hefur verið að tæma undanfarna daga, vítt og breitt um Þingeyjarsýslur. Það var Eysteinn Sigurðsson, bóndi á Arnarvatni í Mývatnssveit, sem var að losa varning þennan í brennsluna. „Þetta var nú gert bara í framhjáhlaupi. Ég hef verið í sorpflutningum úr Mývatns- sveit,“ sagði Eysteinn. - Já, þið Mývetningar eruð svo menningarlega sinnaðir, að þið brennið öllu ykkar sorpi hér. Þarftu heim á hvern bæ? „Nei, hver bær sér um að koma ruslinu út á þjóðveginn, en þar er því svo safnað saman. Venjulega er farin ein ferð í viku, en stundum hrekkur það ekki til. Ég þurfti að skilja töluvert eftir í morgun þegar ég kom með rusl, aðallega frá tjaldsvæðunum, þar sem mikið rusl var. Annars gæti svo farið að þetta verði síðasta ferðin með rusl úr svéitinni. Við ætlum nefnilega að fara að brenna því sjálfir." Að svo mæltu snaraðist Ey- steinn upp í bílinn og ók út í sólskinið enda brakandi þerrir í Mývatnssveit og trúlega eitthvað annað að gera hjá bændum þar. Inni í sorpeyðingarstöðinni var fjallhár hraukur áburðarpoka, sem biðu þess að Stefán Sigtryggs- son varpaði þeim á bálið. Stefán sagði að brennsla færi fram í stöðinni á hverjum degi. Hann sagði að þeir sorphreinsikallar Eysteinn Sigurðsson, Mývetningur. tæmdu tunnur bæjarbúa alla þriðjudaga og miðvikudaga. Stundum væri það líka gert á fimmtudögum, þegar sorpmagnið væri í „algleymingi". - Er mikið um það að fólk hendi verðmætum? „Nei, ég held að það sé ekki mikið um það nú orðið. Hins vegar er hugtakið verðmæti trú- lega mjög afstætt." - Ber mikið á því að fólk hendi hlutum sem mega ekki fara í ofninn og geta ekki brunnið? „Ekki í stórum stíl. Þó kemur það fyrir að allskyns járnarusl og gler kemur hér, sem er að sjálfsögðu afar bagalegt. Glerið sest á ristarnar og það er mjög erfitt að verka þær aftur.“ Þegar ég kvaddi Stefán og hélt á braut varð mér hugsað til pokahrúgunnar á gólfinu, sem hann átti eftir að brenna. Hvað skyldu þeir nú hafa verið margir? Eysteinn sagði mér að Landgræðsl- an hefði dreift 240 tonnum af áburði og í hverjum poka eru 50 kíló. Tiltölulega auðvelt reikn- ingsdæmi. Pokarnir voru 4800. Skyldi einhver hafa brennt fleiri pokum þann dag?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.