Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 5
Fjölskyldan á Hranastöðum við gamla franskan Ferguson sem fær hvfldina í haust. Pétur, Þórdís Ólafsdóttir og þrjár dætur af fjórum. Sú yngsta svaf inni í bæ. Mynd: KGA „Það er bax að vera bóndi“ - segir Pétur Helgason, bóndi á Hranastöðum „Það hefur aldrei verið annað eins bax að vera bóndi eins og í dag“ sagði Pétur Helgason, bóndi á Hranastöðum í Eyja- fírði er blaðamaður kom við hjá honum og hans fólki í heyönn- unum í byrjun ágúst. - Hvernig gengur heyskapur- inn? „Það spratt að vísu seint, en náðist á réttu sprettustigi, svo þetta lítur allt vel út hér hjá okkur fyrir norðan. Það er verra með þá fyrir sunnan, þar sem eru eilífar rigningar.“ - Geta bændur farið í sumar- frí? „Það er nú misjafnt. Við hjónin erum að fara í sumarfrí eftir nokkra daga og ætlum að vera 3 daga í burtu. Það er nú það lengsta sem við höfum tekið í frí frá því við byrjuðum að búa.“ - Hafa bændur og búalið eitt- hvað sérstakt fyrir stafni ef frí skapast frá sumarverkum? „Það er nú þetta með útvarpið, það er orðið svo ansi gott, sérstak- lega eftir að Akureyrarútvarpið byrjaði. Það má segja að það steli frá manni tíma, og er þá mikið sagt, því ekki lét maður útvarpið taka frá sér tíma hér áður.“ - Hvernig heldurðu að hey- skapur hafi gengið hjá Eyfirðing- um í sumar? „Það sem ég hef heyrt og séð þá held ég þetta hafi gengið vel, enda eru flestir að verða búnir í heyskapnum. Það er líka annað hvort, að menn geti heyjað í einu besta landbúnaðarhéraði lands- ins.“ - Hvernig líst svo mönnum í einu besta landbúnaðarhéraði landsins á þá hugmynd, að fá stór- iðju í héraðið? „Er það ekki í tísku að vera á móti allri stóriðju? En ansi þarf stóriðja að bjarga miklu til að vera réttlætanleg á slíkum stað.“ En ekki meira út í þá sálma, því Pétur þarf að fara til að hirða og blaðamaður kveður með það og þakkar fyrir kaffið. Sýraur rjómi Créme Fraiche Mjólkursamlag KEA Akureyri Sími 96-21400 Holtakex flutt til Færeyja og Svíþjóðar Útflutningur á Holtakexi er haf- inn til Færeyja og Svíþjóðar, samkvæmt Sambandsfréttum. Þar segir Snorri Egilsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri verksmiðj- unnar, að útflutningurinn til Fær- eyja hafi byrjað á sl. ári. Þar kaupa tveir aðilar kexið og fá þeir mánaðarlegar sendingar. Það sem af er árinu hafa Færey- ingar fengið sex þúsund kassa af kexi og horfur eru á áframhald- andi útflutningi á Holtakexi ti! Færeyja, þrátt fyrir harða sam- keppni við kex frá öðrum þjóðum. Til Svíþjóðar fór reynslusend- ing í júní og í framhaldi af því voru pantaðir 1.500 kassar sem fóru út um miðján síðasta mánuð. „Ekki allur vindur úr okkur enn“ Vindvirkjunin í Grímsey gekk illa „Það rak hvert óhappið annað, sumt fyrirsjáanlegt að mínu mati en annað ekki, þannig að engin reynsla er fengin á þennan orkugjafa enn,“ sagði Alfreð Jónsson í Grímsey, aðspurður um til- raunina til að nýta orkuna úr vindinum með vindrellu sem gerð var í Grímsey í vetur. „Þetta gekk hörmulega í vetur að undanskildum einum eða tveim mánuðum, en þá gaf stöðin góðan hita. Síðan bilaði ofn og eftir það eftir það gekk allt á afturfótunum. Þeir eru með skrúfublaðið fyrir sunnan núna, en ég vona að ekki verði langt í að þeir komi með það aftur. Þá verður tilraunum haldið áfram því við höfum ekki gefist upp við að ná orku úr vindinum, allavega er ekki allur vindur úr okkur enn,“ sagði Alfreð Jónsson. Garðhellur litaðar og ólitaðar í gangstíginn ic í blómabeð og kassa í sólpallinn ★ í gróðurhúsið o.m.fl. margar gerðir og stærðir. Uni-steinn í bílaplön og heimkeyrslur. Hagstætt verð og greiðslukjör. Hellusteypan sf. Frostagötu 6b sími 25939 opið 8-18 laugardaga 10-16. Sumarútsala á bamafatnaði stendur yfir í Sunnuhlíð. Bolir • peysur • buxur • pils • stakkar o.m.fl. > Mikill afslattur. < 8. águst - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.