Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 12
MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER * i HOGGDEYFAR í FLESTA BÍLA , Ingólfur Armannsson settur fræðslustjóri Vestfjarða - Nei, ég hef ekki hugsað mér að sækja um þessa stöðu, enda hef ég ráðið mig sem kennara við Gagnfræða- skólann á Akureyri í haust, sagði Ingólfur Ármannsson, sem settur hefur verið fræðslustjóri á Vestfjörðum næstu vikurnar, í samtali við Dag. Saksóknari hefur ákært fyrrver- andi fræðslustjóra Vestfjarða , Sigurð K. Sigurðsson fyrir fjár- málamisferli í starfi. A meðan það mál er útkljáð hefur Sigurður verið leystur frá störfum. Ingólfur Ármannsson hefur verið fræðslu- stjóri í Norðurlandsumdæmi eystra undanfarin tvö ár, í orlofi Sturlu Kristjánssonar, sem nú hefur tekið aftur við því starfi. Menntamálaráðherra hefur sett Ingólf fræðslustjóra fyrir vestan, þar til ráðið hefur verið í starfið. Staðan verður auglýst næstu daga og má reikna með að umsóknarfrestur verði til 25. ágúst. Ef allt fer samkvæmt áætl- un á Ingólfur því að vera laus frá þessu „skammtímastarfi“ áður en kennsla hefst í Gagnfræðaskólan- um 15. september. „Þið vitið hvernig veðrið er fyrir norðan núna og er litlu við það að bæta“, sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur er við töluðum við hann í morgun. «„Rg geri ráð fyrir að það verði sunnan og vestanátt um allt land næstu daga með vætu á Suður- og Vesturlandi en það verður þurrt og hlýtt fyrir norðan. Ég tel ekki fráleitt að þetta veður haldist langt fram í vikuna, en á fimmtudag eða föstudag gæti hann hallað sér í norðanátt í einhvern tíma þótt snemmt sé að fullyrða nokkuð um það strax“. í vöxt á ný - Sambandið hefur flutt út 131 hross á árinu Mynd: KGA. Búvörudeild Sambandsins hef- ur flutt út 131 hross það sem af er þessu ári, samkvæmt upp- lýsingum Birnu Baldursdóttur í Sambandsfréttum. Þetta er veruleg aukning frá fyrra ári því þá voru aðeins flutt út 64 hross fyrstu 7 mánuði ársins. Flest hafa hrossin farið til Noregs, en einnig til Svíþjóðar, Danmerkur, Vestur-Þýskalands, Austurríkis, Sviss, Frakklands og Belgíu. Af þeim hrossum sem flutt hafa verið út í ár eru 6 stóð- hestar. í þessum mánuði fara fimm hestar til Bandaríkjanna á vegum Búvörudeildarinnar og verða þeir sendir sjóleiðina en sá flutningsmáti fer í vöxt við út- flutning hrossa. Útflutningur hrossa fer 30 bókatitlar útgefnir hjá Skjaldborg í ár - Enginn uppgjafartónn í okkur, segir Svavar Ottesen „Það er enginn uppgjafartónn í okkur, við gefum út heldur fleiri bækur í ár en í fyrra, lík- lega hátt í 30 titla,“ sagði Svav- ar Ottesen hjá bókaútgáfunni Skjaldborg, í samtali við Dag. Meðal bóka hjá útgáfunni í ár má nefna afmælisútgáfu á verkum Guðmundar Frímanns, sem ný- lega kom út. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, ritar inn- gang að bókinni, sem öll er hin vandaðasta. Þá verður bóka- flokkur Árna Bjarnarsonar, „Áð vestan", endurprentaður, en hann telur fimm bindi. Einnig kemur út tólfta bindið af „Aldnir hafa orðið“ í skrásetningu Erlings Davíðssonar og hann skrifar einn- ig 3. bókina í bókaflokknum „Með reistan makka. „Göngurog réttir“, fyrsta bindi, verður meðal bóka frá Skjaldborg. Þar er um endurútgáfu að ræða, en höfund- ur bókarinnar, Bragi Sigurjóns- son, hefur bætt við ritið og endur- bætt það með ýmsu móti. # Raunir íslendings Raunir íslendings hafa verið miklar á undanförnum árum. Velunnarar blaðsins glöddust því þegar þau boð voru látin út ganga frá æðstaráðinu, að nú ætti að gera átak til að skapa nýjan og betri íslend- ing. Nýir starfsmenn voru ráðnir til blaðsins og æðsti prestur ritstjórnarinnar talaði digurbarkalega, í íslendingi og ýmsum öðrum fjölmiðlum, um væntanlega dýrð. # Gatekkiorðið verri „Hann gat ekki orðið verri“, sagði einn af velunnurum ís- lendings í samtali við tíðinda- mann Dags. Vissulega hafa orðið ýmsar jákvæðar breyt- ingar á blaðinu, en mest ber þó á breyttu útliti, sem fært hefur verið til samræmis við útlit íslendings fyrir 30-40 árum eða svo. Því miður virð- ist ritstjórn blaðsins ætla að taka upp svipuð vinnubrögð og tíðkuðust í þá daga, þegar skítkast og tilhæfulausar dylgjureinkenndu bæjarblöð- in. Þess vegna hafa margir velunnarar islendings orðið fyrir vonbrigðum. Þeir bíða enn eftir dýrðinni. Meðal annarra bóka má nefna 2. bindið af endurminningum Eiðs á Þúfnavölum, 5. bindið af endurminningum Einars Krist- jánssonar, Æviminningar Hall- gríms frá Dynjanda og margar barnabækur. Þar á meðal tvær eftir Indriða Úlfsson. Einnig gefur Skjaldborg út þýddar skáldsögur, t.d. „The Verdict“ eftir Barry Reed, en kvikmynd var gerð á sínum tíma eftir þessari sögu með Paul New- man og Charlotte Rampling í aðalhlutverkum. Þá kemur hinn vinsæli ET í bókarformi frá Skjaldborg. Hann hefur hlotið nafnið „Geimvitringurinn“ í ís- lenskri þýðingu. Vaxtarrækt á vaxandi vinsæld- um að fagna og fræðslubók um slíkt verður ein af jólabókum Skjaldborgar. Nokkrir Akureyr- ingar hafa tekið bókina saman og eru í henni mikill fjöldi af myndum. # Hartádal frétta- stofunnar í síðustu viku fjallaði íslend- ingur um fé Laxárvirkjunar, sem að einhverju leyti hverfur „suður“ með sameiningu Laxárvirkjunarog Landsvirkj- unar. Um þetta mál var fjallað í Degi fyrir um það bil mánuði, þegar sameiningin gekk ( gildi. íslendingsfréttinni var síðan slegið upp í útvarpinu á sunnudag. Það er orðið hart á dal fréttastofunnar, þegar ágætir fréttamenn hennar þurfa að skrifa fréttir beint upp úr blöðum. Eða voru fyrr- verandf samstarfsmenn Hall- dórs ritstjóra að útvega hon- um ódýra auglýsingu fyrir ís- lending? En það er svo sem gott, að fréttist af fréttum f ís- lendingi. # Aðmálaístiga - Hvers vegna grafa Hafn- firðingar alltaf djúpa holu við kjallaragluggann þegar þeir þurfa að mála karminn? - Þaðertil þessað þeirgeti komið stiganum fyrir)!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.