Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lífæðar byggðanna Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um þjóðvegi landsins, um þann mikla aðstöðumun sem landsmenn búa við í sam- göngumálum. Þó mikið átak hafi verið gert síð- ustu árin t.d. í vegamálum þá er þessi að- stöðumunur engu að síður fyrir hendi og er alvarlegasta byggðavandamálið. Það er almennt viðurkennt að vegirnir eru lífæðar byggðanna, að það sem úrslitum ráði um þróun byggðar sé hvernig til tekst að tryggja góðar og öruggar samgöngur. Þess vegna ætti það ekki að vera neinum undrunar- efni þó mikil umræða fari fram um þessi mál á meðan aðstöðumunurinn er jafn mikill og raun ber vitni t.d. í sambandi við snjómokstur. Sumir vegir eru mokaðir eftir þörfum af Vegagerð ríkisins, en aðrir þar sem snjó- þyngslin eru mest eru örsjaldan mokaðir. Þegnar þjóðfélagsins búa við mikla mismunun að þessu leyti sem nauðsynlegt er að minnka eftir því sem við verður komið. Þrír vegakaflar, almennt kallaðir „ Ó-vegirn- ir“ eru taldir varhugaverðir vegna grjóthruns, skriðu- og snjóflóðahættu. Hafa þeir langtímum saman reynst miklir vegatálmar. Ég hygg að það hafi verið og sé samdóma álit þeirra sem best þekkja til þessara vega að brýn nauðsyn sé á skjótum framkvæmdum af öryggis- og samgönguástæðum. Við afgreiðslu vegaáætlunar 1981 ritaði Steingrímur Hermannsson þáverandi sam- gönguráðherra fjárveitinganefnd Alþingis svohljóðandi bréf: „ Að gefnu tilefni skal tekið fram að ráðuneytið hefur óskað eftir því við Vegagerð ríkisins að hún láti gera áætlun um framkvæmdir til þess að draga sem mest úr hættu fyrir vegfarendur af snjóflóðum, skriðu- föllum og grjóthruni á vegum um Ólafsfjarðar- múla, Óshlíð og Ólafsvíkurenni þar sem hætta er talin mest á þjóðvegum landsins. “ Þingsályktun var samþykkt á Alþingi 3. maí 1982 um fyrstu framlög til þessara vega og fram tekið að frekari fjárveitingar skyldu ákveðnar við næstu endurskoðun vegaáætl- unar. í langtímaáætlun í vegagerð er lagt til að veginum við Ólafsvíkurenni skuli lokið 1986 en auðvelt væri að ljúka honum á næsta ári þar sem endurbyggingu hans er að mestu lokið. Veginum um Öshlíð verði lokið 1990. Fram- kvæmdir hófust 1982 og unnið hefur verið samkvæmt áætlun. Ólafsfjarðarmúla verðilok- ið 1994 og framkvæmdir hefjist 1988 eða 1989. Ólafsfjarðarmúli er án efa mestur farartálmi þessara þriggja vega og vegurinn um hann er einnig dýrasta framkvæmdin. Hann hefur ver- ið lokaður á vetrum langtímum saman vegna snjóa og seinni hluta júnímánaðar sl. var hann lokaður í 8 sólarhringa vegna skriðufalla og grjóthruns. Þetta er eini vegurinn fyrir 1200 manna byggð því Lágheiði er aðeins opin yfir hásumarið. Samgöngumál Ólafsfjarðarkaupstaðar hindra eðlilegan vöxt byggðarlagsins og valda margvíslegum erfiðleikum. Þess vegna ber að endurskoða áætlunina um vegalögn um Ólafs- fjarðarmúla með það í huga að hraða henni eins og kostur er. Það verður að tryggja eðli- legt rennsli um allar lífæðar landsins. S.V. lngvar Jonsson . .finnast ekki færari menn á þessu sviði. . .“ Sú var tíðin að alla knáa drengi dreymdi um að þjóta um hol- ótta vegi landsins á Scania Vab- is vörubílum. Það var svo upp og ofan hvort sá draumur rætt- ist eða honum hafi nokkurn tíma verið ætlað að rætast. Ekkert veit ég um það, hvort þá ívar, Magnús og Sigurbjörn hafi dreymt slíka drauma, er þeir voru að alast upp, alltént aka þeir nú um á stórum og miklum bifreiðum, sem kallað- ir eru dráttarbflar. Það er Norðurverk hf. sem á bflana. Ég hitti þá pilta að máli á vappi mínu niður á Óseyri, en þar eru bækistöðvar þeirra á milli ferða vítt og breitt um landið, sem og innanbæjar. Voru þeir hinir hressustu eins og vera ber á góð- viðrisdegi. Allir hafa þeir langa reynslu að baki í akstri dráttarbíla og finnast ekki færari menn á þessu sviði. Eða það sögðu þeir og hafa ábyggilega ekki verið að grínast. Oft eru þeir með gífurlega þungt hlass og hafa þá lent í kröppum dansi, á hálum og brött- um fjallvegum landsins. Er þá ekki um annað að ræða en bregða sér í ullarpeysuna og drífa á keðj- ur undir bílinn, setja svo allt á fullt og aka af leikni mikilli áfram. Þetta hefur allt saman blessast þokkalega hjá þeim sómapiltum. í miðri sögu um háskalegan aksur uppi á einhverri heiðinni og úti í grenjandi stórhríð, er kallað á Sigurbjörn og honum skipað að keyra austur í Aðaldal (í síðasta lagi strax!). Hann festist því ekki á filmu, því er ég dró myndavélina á loft stóð ég í reykmekki miklum og Bjössi var horfinn. Ákvað ég að tefja þessa vígreifu bílstjóra ekki lengur og ók á brott á lögleg- um hraða. Magnús Tryggvason. 4 - DAGUR - 31. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.