Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 7
anarnir \ bíða r við l dyrnar“ Haukur sagði að aðsókn að iauginni væri heldur meiri en í fyrra en sólin hefði þó skinið heldur meira þá. „Hér fyllist allt- af um leið og sólin kemur.“ Svo eru það morgunhanarnir. „Þetta er alltaf sama fólkið. Já, já, það bíður við dyrnar þegar við komum á morgnana. Sumir komast sennilega ekki í gang fyrr en þeir eru búnir að fá sér sundsprett,“ sagði Haukur. Nú er verið að setja upp sólar- lampa í sundlaugarbyggingunni og sagði Haukur menn bíða spennta eftir því að hann kæmist í gagnið. „Menn vilja vera sem „Það er ákaflega erilsamt að vinna við Sundlaug Akureyr- ar,“ sagði Haukur Berg, sund- laugarstjóri, er Dagur ræddi við hann. Hann sprangaði um í sólskin- inu, ber að ofan, brúnn og sæl- legur og ég spurði hann hvort það teldist ekki til forréttinda að vinna á stað eins og sundlauginni. „Jú, kannski má segja það. Á sumrin a.m.k. - það gerir sólin. Annars er þetta erfitt starf. Mað- ur þreytist á þessu því hér er há- vaði og læti frá morgni til kvölds.“ mest í sól.“ Einnig er von á trimmtækjum í húsið og bjóst Haukur við að þau yrðu vinsæl. Fljótlega taka skólarnir til starfa eftir sumarleyfi og þá byrj- ar skyldusundið enn einn ganginn. Haukur sagði að þá þrengdist mikið um í lauginni - og vildi hann meina að nauðsyn- legt væri að fá eina barnalaug við hliðina á „fullorðnu“ lauginni. „Fullorðna fólkið verður að fá pláss í lauginni til að synda - en því miður er það allt of algengt að það hefur varla pláss til þess.“ í)rn Arnarsson og Halldór Kristjáns- Mynd: -ska afla- 9 ans náð rúmlega 100 silungum. „Við étum þá. Það er gott að láta reykja laxinn,“ sagði hann, þegar ég spurði hvað hann gerði við all- an þennan fisk. Þeir stærstu sem hann hefur fengið úr Pollinum hafa verið eitt pund. Þessir yngri ofi ótrúlega lengi... „Bílbeltanotkunin hefur aukist alveg gífurlega að undanförnu," sagði Þorsteinn Pétursson, lög- regluþjónn, er Dagur réðst á hann og Eirík Eiríksson, kollega hans, á Glerárgötunni. Þar stöðvuðu þeir bíla og dreifðu happdrættismiðum frá Umferðarráði, í svokölluðu bíl- beltahappdrætti. Dags-menn geta montað sig af því að hafa fengið miða, enda reyrðir niður í sætin með beltunum. Þeir sem ekki höfðu munað eftir beltunum, áður en þeir fóru af stað í þetta skipti, settu þau undantekningar- laust á sig er lögreglan bað þá um það, meðan við stöldruðum við þarna. „Við erum búnir að dreifa þrjú hundruð miðum í dag. Þetta hefur gengið ljómandi vel,“ sögðu lögg- urnar tvær. - Er ekki hræðilegt að klæðast svörtum fötum í þessum mikla hita á sumrin? „Jú, en nú orðið megum við vera í skyrtum á sumrin. Þurfum ekki að vera í svörtu jökkunum,“ sagði Steini. „Hér áður fyrr var þetta mjög slæmt í miklum hita. Maður varð oft illa sveittur.“ Þor- steinn laumaði einu að blaða- manni, en það mun vera ævagöm- ul regla á lögreglustöðinni hér á Akureyri: Lögreglumenn labba mikið um SPENNUML BELTIN/ sjáltra okkar vegna! í bænum, en þegar þeir hætta að hafa gaman að því að mæta falleg- um stelpum eiga þeir að koma afturuppá„Stöð.“Sumirþessara tíma,“ sagði Þorsteinn og hló yngri eru oft ótrúlega lengi í bæn- dátt. Þar er komin skýringin á um í einu. Allt upp í þrjá til fjóra því.... Lögreglumennirnir Þorsteinn Pétursson og Eiríkur Eiríksson. Mynd: -ska. 31. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.