Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 9
„Þeir verða jarðaðir“ - segir Guðjón Guðjónsson fyrirliði KA um leikinn gegn Einherja Akureyrarmot Þetta er hið sigursæla lið Þórs sem lék í 2. deild kvennaknattspymunnar í sumar. Stelpurnar unnu sinn riðil og tryggðu sér þannig sæti í 1. deild að ári og um helgina unnu þær Hött frá Egilsstöðum I úrslitaleik deildarinnar og urðu því sigurvegarar í deildinni. Við skýrðum frá því sl. mánu- dag að í blaðinu í dag yrði get- ið um úrslit í hinum ýmsu flokkum í Akureyrarmótinu í knattspyrnu. Þegar til átti að taka reyndist ekki unnt að komast yfir úrslitin. Marinó Viborg formaður knatt- spyrnuráðs Akureyrar sagði í samtali við Dag að illa hefði gengið að innheimta leikskýrslur, en vonandi stendur það til bóta þannig að við getum sagt frá úrslitum í blaðinu nk. mánudag. Verðlaunahafar á Norðurlandsmótinu í golfi sem háð var um helgina. Meistarinn í karlaflokki, Héðinn Gunnarsson, er þriðji frá vinstri í aftari röð, Jónína Pálsdóttir sem sigraði í kvennaflokki er við hlið hans og Ólafur Gylfason sem sigraði í unglingaflokki er fyrir miðju í fremri röð. „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir núna. Við eigum aðeins eftir tvo leiki og það er geysilegur hugur í mannskapnum að vinna sigur í þeim báðum og tryggja þannig endanlega sæti okkar í 1. deildinni með glæsibrag. Við eigum að geta rúllað Einherjun- um upp, en menn skulu þó vara sig á því að vanmeta Austfirðing- ana. Þeir hafa sýnt það að þeir geta bitið frá sér, tóku t.d. stig af Fram fyrir sunnan. En á góðum degi þá erum við með miklu betra lið.“ Geysileg keppni er nú á milli KA, Fram og FH um sætin tvö í 1. deild. Framarar hafa tapað fæst- um stigum þessara liða, KA einu stigi meira og FH einu stigi meira en KA. KA á eftir leiki gegn Ein- herja og UMFN á útivelli, Fram á eftir Njarðvík heima og Reyni á útivelli. FH-ingar eiga eftir að mæta Reyni heima og Fylki úti. Og ekki má gleyma því að Fram og FH eiga eftir frestaðan inn- byrðisleik og þar tapar annað lið- ið stigum eða bæði liðin einu stigi. „Leggst vel i - segir Nói Björnsson mig nsson unTteú 66 ikinn gegn ÍBV „Þú mátt alveg hafa það eftir mér að Einherjarnir verða jarðaðir hér á Akureyri á föstudagskvöldið,“ sagði Guðjón Guðjónsson, hinn eit- ilharði fyrirliði KA í knatt- spyrnu er við spurðum hann hvernig leikurinn gegn Ein- herja sem fram fer á Akureyr- arvelli kl. 10 á föstudag legðist í hann. Guðjón Guðjónsson. „Þessi leikur leggst bara vel í mig, ég sé ekki hvers vegna við eigum ekki að vera bjart- sýnir,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs, en Þórsarar leika í kvöld þýðingarmikinn leik gegn ÍBV í Eyjum í 1. deild. „Ég á alveg eins von á því að við sigrum í Eyjum. Þeir eru þó harðir heim að sækja Eyjamenn, en við gerum okkur það ljóst og einnig það hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir okkur. Við eigum mjög góða möguleika á 2. sæti í deildini ef við vinnum Eyja- mennina.“ - Nói sagði að eitthvað væri um meiðsli í liði Þórs. Þannig er Þórarinn Jóhannsson meiddur og óvíst hvort hann verður með. Þá Þá hefur Grindvíkingurinn Ingvar Jónsson gengið til liðs við Þór en hann er fluttur til Dalvík- ur. Ingvar hefur leikið í unglinga- landsliði eins og Stefán og er Þór góður styrkur að þessum leik- mönnum. Fyrstu leikir Þórs í 1. deildinni verða um miðjan næsta mánuð er liðið leikur útileiki gegn UMFG í reglugerö fyrir „Nafnlausa bikarinn“ sem keppt er um hjá Golfklúbbi Akureyrar ár hvert segir að keppnin skuli hefjast kl. 9 fyrir hádegi á sunnudagsmorgni og fái þeir ekki að taka þátt sem ekki eru mættir 15 mínútum fyrir þann tíma. Þessi keppni verður háð nk. sunnudag og er því vissara fyrir kylfinga að taka daginn snemma. Ekki skulu þeir treysta á það að mæta á síðustu stundu, því það er klukka keppnisstjóra sem farið er eftir. Þessi keppni er 18 holu höggleikur með % forgjöf. Annað mót verður hjá Golf- klúbbi Akureyrar um helgina en það er „four ball - best ball“ keppni og hefst hún kl. 10 á laug- ardagsmorgun. Hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar er keppni á laugardag, „Radiostytt- an“ og eru leiknar 18 holur. Kylf- ingar á Húsavík verða með „Frico-Scandia“ keppni og hefst hún kl. 13 á laugardag. er Sigurbjörn Viðarsson með einn fingur í gifsi og hann má ekki spila þannig. „Það er verið að athuga hvort það er ekki hægt að kippa gifsinu af honum á með- an leikurinn fer fram,“ sagði Nói. Körfuboltinn: Tveir nýir leik- menn til Þórs — sem leikur í 1. deildinni í vetur Leikmenn Þórs í körfuknatt- leik hafa nú byrjað æfíngar af fulium krafti, en þeir hafa æft í sumar einu sinni í viku. Liðið leikur sem kunnugt er í 1. deild og verður 1. deildin full- skipuð í vetur. Liðin sem þar leika auk Þórs eru Fram, ÍS, UMFG, UMFL og UMFS. Liði Þórs hefur bæst liðsauki frá síðasta keppnistímabili. Há- stökkvarinn góðkunni, Stefán Friðleifsson sem leikið hefur með ÚÍA að undanförnu er fluttur til Akureyrar og mun æfa og leika með liðinu í vetur. Stefán hefur leikið í unglingalandsliði. og ÍS og næstu helgi þar á eftir verða svo UMFL og Fram mót- herjar Þórs og fara þeir leikir fram syðra. Fyrstu heimaleikir Þórs verða 4. og 5. nóvember er leikmenn UMFS koma í heim- sókn. Allir leikmenn Þórs á síðasta keppnistímabili eru áfram með í baráttunni og þjálfari er Gylfi Kristjánsson. Golf: Ekki mæta of seint! 31. ágúst 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.