Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI f BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Akureyrar- bær kaupir listaverk „Kristján Steingrímur sótti um styrk frá menningarmálanefnd og við veittum honum hann með því að kaupa af honum þetta verk,“ sagði Kristinn G. Jóhannsson sem sæti á í menn- ingarmálanefnd Akureyrarbæjar. Akureyrar- bær hefur fest kaup á málverki eftir Kristján Steingrím, sem nú heldur sýningu ásamt fjór- um öðrum listamönnum í íþróttahöllinni. „Það hefur áður gerst að við höfum styrkt unga myndlista- menn til náms,“ sagði Kristinn G., „má þar nefna Harald Inga Haraldsson sem fékk styrk á síð- asta ári.“ Verkið sem keypt var ber nafn- ið „Sundstúlkurnar" og er kaup- verðið 45.000 krónur. Sýning þeirra félaga, Kristjáns Stein- gríms, Guðmundar Odds, Ómars Stefánssonar og bræðranna Tuma og Péturs Magnússona, stendur til sunnudagsins 4. sept- ember og er opin daglega milli kl. 16. - 22. Kristján Steingrímur við málverk sitt, Sundstúlkumar, sem Akureyrarbær hefur fest kaup á. Mynd: KGA. Hitaveita Akureyrar: Borg- ara- fundur „Það hefur verið lengi í undir- búningi hjá okkur að gera grein fyrir málefnum hitaveit- unnar út á meðal fólks,“ sagði Hákon Hákonarson formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar. „Það kom fram tillaga í bæjar- stjórn sem var samþykkt að óska eftir því við okkur að halda borg- arafundi um málefni hitaveitunnar og hún féll alveg heim og saman við okkar áætlanir um slikt. Það er meiningin að halda þessa fundi um miðjan október og okkur hefur dottið í hug að skipta þessum fundum eftir hverfum en sú skipting hefur ekki verið endanlega ákveðin ennþá. Við gætum haldið langa fyrir- lestra um málefni hitaveitunnar. Hins vegar hygg ég að formið verði það að haldin verði stutt framsöguræða og fundarmönnum verði síðan gefinn kostur á því að taka til máls og leggja fyrir stjórnina og hitaveitustjóra fyrir- spurnir," sagði Hákon. Togarar norðanlands: Afli þokkalegur að undanförnu Afli hjá norðlenskum togurum hefur verið þokkalegur að undanförnu eða rétt í meðallagi þar sem best hefur látið. Dagur hafði samband við nokkur út- gerðarfélög á Norðurlandi í „Það verður kalt hjá ykkur fyrir norðan í dag og á morgun, jafnvel föstudaginn líka. Norðanátt og má búast við rigningu Iíka“, sagði Trausti Jónsson veðurfræðing- ur í spjalli við Dag í morgun. Og hann bætti því við að rign- ingin yrði því meiri eftir því sem austar kæmi. vikunni og urðu Sauðkræking- ar fyrstir fyrir svörum. - Þetta hefur verið mjög mis- jafnt allt síðan í júní og hreint skrapfiskerí að undanförnu, sagði Ólafur Jóhannsson hjá Útgerðar- félagi Sauðárkróks í samtali við Dag. - Hegranesið landaði hér um 170 tonnum í síðustu viku, Drangey um 115 tonnum og Skafti um 100 tonnum. Skafti er svo væntanlegur aftur nú á morg- un með um 110 tonn en eins og ég gat um þá er þetta skrapfiskur, sagði Ólafur Jóhannsson. Afli Húsavíkurtogara hefur verið í meðallagi að undanförnu og samkvæmt upplýsingum Borg- hildar Kjartansdóttur hjá Fisk- iðjusamlaginu á Húsavík þá hefur afli togaranna að meginhluta til verið þorskur. - Kolbeinsey landaði hér á föstudag rúmlega 117 tonnum af blönduðum afla en ætli þorskur hafi ekki verið um 90%, sagði Borghildur og gat þess jafnframt að aðrar landanir hefðu verið í svipuðum dúr. Júlíus Havsteen landaði t.d. rúmum 73 tonnum 22. ágúst og í veiðiferðinni þar á undan var aflinn tæp 94 tonn. Kol- beinsey landaði einnig 15. ágúst, þá 105 tonnum og 3. ágúst en þá var aflinn 165 tonn. Á Ólafsfirði hefur afli togar- anna verið mun lakari en í fyrra en þrír togarar eru gerðir út á staðnum. Togarinn Ólafur Bekk- ur var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð eftir tveggja mánaða hlé vegna bilana er Dagur hafði samband við útgerðarfélagið og var aflinn 100 tonn af þorski. Hin- ir togararnir á staðnum þ.e. Sól- berg sem er í eigu Sæbergs hf. og Sigurbjörg í eigu Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar, hafa einnig landað nýlega og hefur aflinn verið um og yfir 100 tonn. - Þetta hefur verið sæmilegt að undanförnu, sagði Einar Óskars- son hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga er Dagur hafði samband við hann. Einar sagði að afli togaranna væri mjög blandaður en þó væri uppistaðan karfi. Síðustu veiði- ferðir Akureyrartogaranna eru sem hér segir: Kaldbakur landaði 24. ágúst um 200 tonnum og var skiptaverð 1.250.000 krónur. Svalbakur kom mið 123 tonn um miðjan mánuð- inn, mest þorsk og var skiptaverð 1.174.000 kr. Svalbakur kom svo aftur til hafnar sl. mánudag með 185 tonn en skiptaverð lá ekki fyrir. Harðbakur landaði 195 tonnum um miðjan mánuðinn, skiptaverð 1.085.000 kr. og Slétt- bakur kom til hafnar 22. ágúst með 218 tonn, skiptaverð var 1.236.000 kr. # Arftakar Ingimars Baraflokkurinn hefur borið hróður Akureyrar víða og erum vér akureyrskir montnir af því að eiga þessa hljóm- sveit. Þeirfélagar í Baragerðu góða ferð suður á dögunum og DV hrósar þeim í hástert á laugardaginn. Og það er ekki lítið sem þeir Baraflokks- menn sitja uppi með, nefni- lega: „Ingimar Eydal hlýtur að vera ánægður með þessa arf- taka sína sem kyndilbera ak- ureyrskrar tónlistar." Það er því Ijóst, aö allnokkur breyt- ing hef ur orðið á f orystuliðinu í tónlistarheimi Akureyrar. # Grófu sína eigin gröf Það uppátæki stuðnings- manna IBV fyrir bikarúrslita- leikinn gegn Skagamönnum um síðustu helgi að auglýsa jarðarför Skagamanna á dreifimiðum kom þeim sjálf- um í koll. Leikmenn Akranes- liðsins nánast froðufelldu af reiði er þeir sáu þessa ómerkilegu miða og sögðu að þetta skyldi koma Eyja- i mönnum í koll. Svo fór og ekki er laust við aö það hvarfli að manni að þegar fyrirliði Skagamanna var rekinn af velli hafi hinir munað eftir dreifimíðanum og tvíeflst. Má því segja að stuðnings- menn liðs ÍBV hafi grafið sína eigin gröf - og liðsins. # Hraöakstur við Dalvík Lögreglan hefur haft nóg að gera að undanförnu við að stöðva ökumenn á of miklum hraða á veginum sunnan Dalvíkur. Margir hafa ekið þar á yfir 100 km hraða og eiga þeir sennilega yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Það er víst vissara fyrír ökumenn að flýta sér hægt á þessum vegi sem annars staðar, því sennilega mun lögreglan fylgj- ast vel með ökulagi manna þarna áfram. # Alveg furðulegt Sjónvarpið sýndi okkur f fyrrakvöld fréttamyndir sem teknar voru ( miðbæ Reykja- víkur. Fréttin með myndun- um hófst eitthvað á þessa leið: „í dag gerðust þau undur að ekki rigndi í Reykja- vík... “ - Síðan komu mynd- irnar úr göngugötunni í Aust- urstræti og var bara létt yfir mannskapnum. Sáust sumir þó gjóa augum til himins, enda vissara af fenginni reynslu að fylgjast vel með hvort ekki væri rigning á leið- inni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.