Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samvinna bænda - og annarra Fyrir fáum árum var mikil offramleiðsla á landbúnaðarvörum í landinu. Bændur sáu að við svo búið mátti ekki standa og tóku sjálfir á þessum vanda. Þeir höfðu sjálfir forgöngu um samdrátt í framleiðslu sauðfjár- og naut- gripaafurða og skertu þar með tekjur sínar verulega frá því sem verið hefði, ef þeir hefðu getað nýtt framleiðslumöguleika búa sinna og fengið verðlagsgrundvallarverð fyrir fram- leiðsluna. Með samvinnu bændanna sjálfra tókst að leiða þessi mál inn á rétta braut og að sjálfsögðu gekk það ekki átakalaust fyrir sig. Mörg ágreiningsmálin þurfti að leysa og voru leyst. Ekki er þar með sagt að öllum vanda hafi verið bægt frá landbúnaðinum, fjarri því. Samdráttur í mjólkurframleiðslunni veldur því nú til dæmis að flytja þarf mjólkurafurðir milli landshluta. Töluvert fjaðrafok hefur ver- ið út af þessum fyrirhuguðu flutningum og misspakir menn reikna og reikna. Vonandi reikna þessir menn sig ekki inn í offram- leiðsluvandamálið á nýjan leik. Það hlýtur að vera betra í algjörum undantekningartilfell- um að flytja mjólkurvörur milli landshluta en að miða framleiðsluna við það að til slíks þurfi aldrei að koma. Þar með er komin offram- leiðsla. Spurningin er nú fyrst og fremst sú hvernig hagkvæmast sé að flytja mjólkurvörurnar frá Norðurlandi á suðvesturhornið. Hagkvæmast hlýtur að vera að hafa þessa flutninga í lág- marki og það verður best gert með því að vinna mjólkina fyrir norðan eftir því sem tækjabúnaður leyfir og flytja fullunnar vörur, léttari og umfangsminni heldur en hráefnið sem þær eru unnar úr. Sölusvæðarígur má ekki verða til þess að framkvæmdin verði dýr- ari en hún þarf að verða. Mikið er rætt um offjárfestingu í sjávar- útvegi. Slíkt á sér líka stað í landbúnaði og því miður helst með þeim hætti að fjárfest er á röngum stöðum. Það er til dæmis ekkert skrýtið þó menn líti niður fyrir sig eða fórni höndum þegar minnst er á nýja mjólkurstöð samsölunnar í Reykjavík. Eðlilegast væri að sjálfsögðu að hafa úrvinnslu mjólkurafurð- anna í framleiðsluhéruðunum. Hafa menn ekki verið að tala um skort á atvinnuupp- byggingu á Suðurlandi? Vonandi tekst bændum að leysa sín mál með jafnfarsælum hætti í framtíðinni og þeim hefur tekist á síðustu árum. Þá væri einnig vonandi að aðrar atvinnugreinar tækju sér bændastéttina til fyrirmyndar í þessum efnum. Ef samvinna tíðkaðist meira en nú er í sjávarútvegi væri nú vafalaust meira sam- ræmi milli veiða og vinnslu og afkastageta flotans í meira samræmi við afrakstur fiski- miðanna. ,,Það er bara verst hvað ég er ómannglögg“ - segir Halla Sigurðardóttir veitingastjóri í Sjallanum Halla Sigurðardóttir. Kann- astu við nafnið? Ekki? Kon- una? Hefurðu komið í Sjallann? Mannstu eftir huggulegri, dökkhærðri konu í rauðu vesti og svörtu pilsi? Já , einmitt það er hún. Veitingastjóri í gamla góða Sjallanum og alltaf á þönum. - Er veitingastjórinn Akureyr- ingur? „Ég er Eyfirðingur, var algjör sveitapía, þar til ég gifti mig, þá flutti ég til Akureyrar og hef ver- ið hér síðan. - í hugum margra eru þú og Sjallinn eitt. „Við erum tengd órjúfanlegum böndum, ef svo má segja, það er oft eins og maður eigi heima þar. Ég er búin að vinna í Sjallanum síðan 1969, frekar en 68. Ég byrj- aði fyrsta vetrardag. Vinkona mín vann þarna og hún sagði mér af því, að húsið væri troðfullt af matargestum og það vantaði fólk í vinnu. Ég sló til og fór. Upphaf- lega átti það bara að vera þetta eina kvöld, en það hefur heldur betur teygst úr því. Ég hef ekki tekið frí að neinu ráði síðan. Ég hætti nú að vísu þegar Sjallinn brann, en sjálfsagt hafa margir búist við að ég væri að vinna þarna í brunarústunum. Ég er svo gróin við staðinn.“ - Þú hefur drifið þig suður í Hótel og veitingaskólann að læra allt um þjónustustörf? „Ég lærði hérna í Sjallanum, hjá Finni Marinósyni, en fór suður að taka sveinsprófið. Óneitanlega fylgdi því svolítill taugatitringur að taka prófið. Ég var sú eina sem ekki var með meistarann minn með mér, það er svo mikill kostnaður því sam- fara, að fara til Reykjavíkur. Ég fór því ein og kom þarna eins og álfur frá Akureyri að taka sveinspróf. Auk mín voru þrír strákar að klára og þeir voru mjög tillitsamir sem og reyndar allir, þannig að þetta gekk ágæt- lega.“ - Hvernig er vinnutíminn hjá ykkur í Sjallanum? „Pað er opið 4 kvöld í viku og ég vinn yfirleitt flest kvöldin. Hérna áður fyrr í gamla Sjallan- um var opið öll kvöld og þá skipt- um við kvöldunum niður á okkur. Pað fer eftir því hvað mikið er um að vera, hvenær maður mætir á daginn. Mjög gjarnan um 2 leytið, jafnvel 1 ef um stórar veislur er að ræða. f>að er ótrúleg undirbúningsvinna fyrir hverja veislu. Alls kyns skreytingar og ýmislegt sem þarf að athuga að sé í lagi. Ég kem heim svona 4-5 um nóttina. Það þarf að ganga frá eftir að ballið er búið. Oft er maður ansi þreyttur, þetta er svo óskaplega mikill þeytingur. Petta er stanslaus sprettur frá kl. 1 á daginn til 4 á nóttinni, oft á tíðum. Annars byggist þetta starf upp á geysileg- um vinnuhraða í 3-4 tíma. Þetta er mjög lifandi starf, en krefj- andi. Maður kynnist svo mörgum. Það er bara verst hvað ég er ómannglögg. Ég finn að ég hef séð fólkið einhversstaðar, en kem því ekki fyrir mig. Ég hef brugðið á það ráð að heilsa öllum. Annars kenndi Ingimar Eydal mér gott ráð um daginn: Heilsa fókinu, spyrja hvort það geri ennþá það sama, hvort það sé eitt, eða er konan þín með þér og svo framvegis. Þá rennur fljót- lega upp ljós.“ - Urðu miklar breytingar þeg- ar nýi Sjallinn var tekinn í notkun? „Það verða alltaf einhverjar breytingar. Þetta var öðruvísi hjá mér í gamla Sjallanum, þá var ég með lítinn bar og þá var meira hugsað um að fólk fengi þjónustu á borðin, núna vill fólkið, að því er virðist heldur koma sjálft á barinn. Það var mikið sama fólkið sem maður sá um, það urðu góðkunningjar. Það er voðalega ánægjulegt þeg- ar gestir eru að koma núna mörg- um árum síðar og þakka fyrir skemmtileg, lönguliðin kvöld, jafnvel biður það um að fá að sitja á sama stað, en það er ekki peningum og notar þá til að fara út og skemmta sér. Ég vona bara að sem flestir verði ánægðir. Þá er til einhvers unnið. Það kemur svo margt uppá í þessu starfi, við fáum kannski að vita með klukkutíma fyrirvara að von sé á fullt af fólki í mat, það hefur oft gerst í sambandi við skemmtiferðaskipin. Þá er allt á fullu. Það er mjög gaman að sinna erlendu gestunum. Þeir eru í sumarfríi og eru ekkert að flýta sér, eru afslappaðir. íslensku gestirnir eru frekar að flýta sér, skófla í sig matnum og rjúka af stað. Þeir hafa minni tíma. - Á veturna er það svo árshá- tíðabransinn? „Já, ef við erum með stórar árshátíðir, þá verður að skipu- leggja allt mjög vel. Við verðum að áætla klukkan hvað við förum með súpuna inn og hvað fólkið Verðum að áætla hvenær við förum með súpuna inn. Halla Sigurðardóttir. hægt eins og gefur að skilja. Ég varð dálítið vör við það fyrst að fólk saknaði gamla Sjallans, en ég held að það sé liðið hjá. Ann- ars er fólk ennþá að skoða staðinn. Það er líka mikið um það að skíðaferðir hingað til Ak- ureyrar byggist uppá því að kom- ast í Sjallann, Það er ákveðin stemmning hér, sem ekki virðist vera annarsstaðar. Það hlakka allir til að koma í Sjallann. Mér finnst nýji Sjallinn skemmtilegri. Það er góð tónlist og fólkið er í góðu skapi. Ég hef mesta ánægju af að sinna matargestum og þeir eru miklu fleiri núna. Það er mjög góður matur hérna og húsið er svolítið sérstakt. Nú fólk kem- ur líka í Sjallann af því að þetta er Sjallinn. Það er alveg nóg. Það er líka þannig, að fólk virðist hafa minni peninga til stórra fjár- festinga, en á samt eitthvað af hefur hana lengi, hvenær á að halda ræður o.s.frv. Þetta er allt vísindalega útreiknað, þa' erður ekkert vesen.“ - Þú átt varla nokkrar frí- stundir, eða hvað? „Jú, jú, ég er mikið í íþróttum, er með íþróttadellu. Eg spila blak og er í frjálsum íþróttum. Síðan fer ég upp á fjöll á skíði. Eiginlega allt sem viðkemur íþróttum er mér hugleikið." Nú hringdi síminn. Enginn? Hringdi aftur. „Ætli þetta séu ekki dætur mínar, þær eru í Reykjavík, sennilega í tíkallasíma.“ Þá er hringt í þriðja sinn. Halla hleypur í símann. „Já, já, allt í lagi. Ég kem strax.“ „Svona er þetta starf, allt- af eitthvað óvænt að koma uppá, nú á ég að fara niður í Sjalla, það er erfidrykkja þar.“ 4 - DAGUR - 12. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.