Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 9
íslands- metin eru alls 146 „íslandsmetin mín eru orðin alls 146 talsins og ég er alveg ákveðinn í að slá met Guð- mundar Gíslasonar sund- kappa,“ sagði kraftlyftinga- maðurinn Kári Elíson er við ræddum við hann í fyrradag. Kári bætti enn einu íslands- meti í safn sitt um síðustu helgi og hann hefur nú sett stefnuna á að setja fleiri ís- landsmet en Guðmundur Gíslason sem setti 150 íslands- met í sundi á sínum tíma og hefur enginn íslendingur sett svo mörg íslandsmet. „Ég setti mitt fyrsta met í mars 1970 á íslandsmótinu í lyftingum. Þá var ég búinn að æfa lyftingar í einn mánuð og þetta var mitt fyrsta mót. Flosi Jónsson hér á Akureyri átti reyndar metið sem ég sló en þetta var í 50 kg flokki og ég var 49 kg sjálfur. Metið sem ég setti var í jafnhöttun og var 62 kg.“ - Minnisstæðustu metin? „Af þeim metum sem ég hef sett í kraftlyftingum þá hlýtur það að vera metið sem ég setti á Norðurlandamótinu um daginn. Af metunum í Olympiulyftingum er minnisstæðast met sem ég setti í jafnhöttun þegar ég var 60 kg en þá jafnhattaði ég 120. Pað var í fyrsta skiptið sem ég náði að lyfta tvöfaldri líkamsþyngd og reyndar höfðu ekki nema einn eða tveir gert það áður hér á landi. Þetta met setti ég 1975 og það stóð al- veg þangað til í vor.“ - Og nú er Heimsmeistara- keppnin í kraftlyftingum fram- undan. Ert þú byrjaður að búa þig undir þá keppni? „Ég er um það bil að byrja má Eitt metanna í uppsiglingu. Á myndinni sem tekin var í maí sl. setur Kárí íslandsmet í bekkpressu sem hann hefur margbætt síðan. Mynd: ESE. segja og kem til með að æfa fimm daga í viku. Þeim æfingum mun ég skipta þannig niður að tvær verða þungar, 2 aðeins léttari og ein létt æfing verður. Það er um að gera að skipta þessu til þess að maður sé ekki alltaf þreyttur.“ - Hvaða möguleika hefur þú til þess að komast á verðlauna- pall í þessu móti? „Enga held ég. Ef ég lít raun- hæft á málið þá tel ég að ég geti orðið í 5. - 8. sæti. Kraftlyfting- arnar eru að þróast núna hröðum skrefum og sem dæmi um fram- farirnar þá hefði árangur minn á Norðurlandamótinu á dögunum nægt til verðlauna á öllum stór- mótum í heiminum fyrir einu eða tveimur árum.“ - Kári er þrítugur að aldri og ætti því að eiga sín bestu ár fram- undan í kraftlyftingum, eða hvað segir hann? „Jú mér finnst að ég sé núna fyrst að komast á skrið og tel full- víst að bestu árin séu eftir. Menn hafa verið að setja heimsmet í kraftlyftingum alveg fram á 45 ára aldurinn.“ Magnús Gauti lokar markinu í einum leikja sinna með KA. Magnús Gauti með 300. leikinn — þegar KA mætir Val í íþróttahöllinni á föstudagskvöldið „Mér er sagt það já að þetta verði minn 300. leikur með meistaraflokki KA, en annars hef ég ekki fylgst með þessu eða talið Ieikina,“ sagði Magn- ús Gauti Gautason markvörð- ur KA í handknattleik er við ræddum við hann. Þessi merkilegi leikur Magnús- ar Gauta verður háður í íþrótta- höllinni á Akureyri á föstudags- kvöldið kl. 20 og verða það Vals- menn sem verða mótherjar KA- manna. Við spurðum Magnús Gauta hvernig sá teikur leggist í hann. „Þessi leikur leggst svona sæmilega í mig þótt ég geri mér grein fyrir því að hann verður erfiður eins og allir leikir okkar í vetur. Ég veit þó satt að segja ekki hvar ég ætti að setja Vals- menn í styrkleikaröð liðanna í deildinni. Ég held að það sé á hreinu að FH og Víkingur verða í efri hlutanum en um hin liðin er ógerningur að segja nokkuð.“ Æfingar Skíða- ráðs Akureyrar Æfingar hjá Skíðaráði Akur- eyrar eru nú hafnar, og verða þær á eftirtöldum tímum: 13 ára og eldri: Mánudaga kl. 19 - íþróttavöll ur. Fimmtudaga kl. 19 - íþrótta- völlur. Sunnudaga kl. 12 - íþrótta- höll. 12 ára og yngri: Miðvikudaga kl. 17 - íþrótta- völlur. Sunnudaga kl. 12 - íþrótta- höll. Donni með KR eða Þrótti „Það er alveg ákveðið að ég fari suður, en það er ekki kom- ið á hreint með hvaða liði ég spila, það verður Þróttur eða KR,“ sagði Jóhann „Donni“ Jakobsson leikmaður KA er við ræddum við hann í gær. Jóhann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í haust. Síðan tóku hann og kona hans þá ákvörðun að flytja til Reykjavík- ur þar sem konan fer í nám. Og þegar þetta fréttist suður höfðu bæði KR og Þróttur samband við Jóhann og buðu honum að spila með. „Þetta gerðist allt mjög snöggt og það verður ákveðið áður en langt um líður hvor röndótti bún- ingurinn það verður sem ég fer í. Það verður gaman að breyta til, ég hef alltaf verið með KA en hlakka nú til að koma norður næsta sumar og leika gegn mín- um gömlu félögum. Gunnar búinn að skrifa undir Gunnar Gíslason knattspyrnu- maður úr KA skrifaði í gær undir atvinnusaming við þýska liðið Osnabruck sem leikur í 2. deild. N i Samningur Gunnars og Osna- bruck er einungis bráðabirgða- samningur til 3. mánaða með það fyrir augum að hægt verði að framlengja hann ef báðum líkar framhaldið. Leyfi KSÍ til Gunn- ars mun liggja fyrir og tekur það gildi þann 1. október. Gunnar Gíslason. 28. september 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.