Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 2
„Mér líkar vel ef nóg e r að gera“ — Birgir Marinósson i Viðtaii-Dags-ins Starfsmenn Sambandsins á Akureyri eru um 750 talsins. Birgir Marinósson er starfs- mannastjóri og hefur því í mörg horn að líta. Á meðan tíðindamaður Dags átti við hann Viðtal Dagsins, tók Birg- ir tólið af símanum og lagði það á borðið - „annars er eng- inn friður,“ útskýrði hann. Og á þeim stutta tíma sem við röbbuðum saman var oftar en einu sinni bankað uppá. Það var komin biðröð þegar ég fór. Birgir er 43 ára, fæddur að Engihlíð á Árskógsströnd sonur Marinós Þorsteinssonar bónda og oddvita og Ingibjargar Einars- dóttur ljósmóður. „Maður var í almennum störfum til sjávar og sveita fram til tvítugs. Síðan var það burtfararpróf frá Héraðs- skólanum á Laugum ’59 og þaðan fór ég í Bifröst og lauk þaðan prófi ’61segir Birgir. „Ég er frá miklu samvinnuheimili, pabbi var lengi fulltrúi á aðalfundi Kaupfélagsins og í þess háttar störfum. Nú, eftir próf úr Bifröst fór ég hingað norður á Akureyri og vann til ’65 á skrifstofu Gefj- unar. Svo fór ég að búa, var í Engihlíð í tvö ár og var kennari á Arskógi um leið. Síðan fór svo að kennslan vatt upp á sig og ég var á endanum farinn að sinna henni eingöngu og var við það í 7 ár á Árskógi og hélt svo til Akur- eyrar þar sem ég var við kennslu í Glerárskóla og síðan Oddeyrar- skóla á árunum ’73 til '11, þegar ég réðst í starf starfsmannastjóra hér. Og er í leiðinni nokkurs konar félagsmálafulltrúi." - Þetta er mannmargur vinnu- staður, er ekki í mörg horn að líta? „Jú, það er alveg ljóst. Þetta er ansi erilsamt, við sjáum um launagreiðslur, mannaráðningar og samninga - auk þess ýmsa persónulega fyrirgreiðslu sem kemur til. Svo er maður að fást við eitt og annað félagsmálastarf þessu tengt, það er varla að maður fái frí um helgar. Það ligg- ur við að í þau fáu skipti sem ég Mæður í Innbænum höfðu sam- band við blaðið: Vegna þeirrar umferðarviku sem nýlokið er viljum við beina þeim tilmælum til forráðamanna í umferðarmálum bæjarins að þeir geri eitthvað til að tryggja öryggi barnanna úr Innbænum sem þurfa að sækja skóla í Barnaskóla Akureyrar. kem heim, þakki konan mín mér fyrir innlitið." - Ertu ekkert orðinn þreyttur á þessu starfi? „Neinei. Mér líkar vel ef nóg er að gera. Það er margt skemmtilegt að gerast hér, starfs- mannafélagið er mjög virkt og það hafa skapast góð tengsl milli starfsmanna - betri en víða ann- ars staðar. Útihátíðin sem var haldin í tilefni afmælis Iðnaðar- deildarinnar sýnir vel hve virkt félagið er, þar voru 200 manns í sjálfboðavinnu, hver með sitt Börnin fara nú velflest upp Spítalastíginn þar sem engin gangstétt er og engin gangbraut. Spítalastígurinn er kannski fær nú en í vetur er þar algerlega ófært fyrir börn. Eina gangstéttin á leið barn- anna í skólann er við Lystigarð- inn og það sem við leggjum til er ákveðna verk og allir skiluðu sínu verki með prýði.“ - Þegar ég heyri nafnið Birgir Marinósson, dettur mér fyrst í hug maður með gítar, ertu enn að fást við tónlist? „Jájá, og þá sérstaklega í sam- bandi við skemmtanahald hér á verksmiðjunum. Ég hef verið með gítarnámskeið hérna á veg- um starfsmannafélagins og nokkrir nemendanna hafa endað uppi á sviði og spilað undir al- mennum söng hér á skemmtun- að fá a.m.k. gangbraut yfir Hrafnagilsstrætið og eins mætti setja gangstétt á Spítalastíginn. Þessi ipál horfa ekki betur við þeim börnum sem fara með strætisvagni áleiðis til skólans Furðulega afgreiðslu hefir hið svokallaða leiktækjasalamál hlot- ið hjá bæjaryfirvöldum. Það virð- ist liggja í augum uppi, að æski- legast væri að æskulýðsráð fengi rekstur þessara leiktækja í sínar hendur. Við vitum vel að börnin okkar koma til með að eyða umtals- verðum fjárhæðum í þessi leik- tæki í framtíðinni. Og heldur vildi ég vita af þessum peningum í höndum æskulýðsráðs, sem síð- an notaði þá aftur á ýmsan hátt í þágu barna og unglinga bæjarins, heldur en að þeir fari í að auðga þá einstaklinga sem koma til með að fá leyfi til reksturs slíkra leik- tækja. Og að halda því fram, eins og einn bæjarfulltrúi gerir að æsku- lýðsráð hafi ekki fjárhagslegt bol- magn til starfrækslu leiktækja- um. Maður er auðvitað alltaf annað slagið að setja saman ljóð og lög, það fer svo eftir því hvað ég er duglegur að koma því á framfæri, hvort það fer lengra. Það er alltaf gaman að dunda svona fyrir sjálfan sig.“ - Þannig að þú ert allur í fé- lagsmálunum. „Já, ég er fastur í þeim, má segja. Frá því ég komst af ung- lingsárunum hef ég verið í ung- mennafélagi, íþróttafélagi og starfsmannafélagi. Ég er alltaf í félögum." því þeim er hent út nálægt hita- veitunni og verða síðan að ganga það sem eftir er. Það er lágmark að þessi börn séu keyrð í skólann til jafns við önnur hér í bæ sem langt þurfa að sækja. sala. Heldur blessaður maðurinn að slíkir salir séu reknir með fjár- magni úr vasa eigendanna. Nei, þvert á móti. Þeir mala eigendum sínum gull, sem kallað er. Væri ekki eðlilegra að æskulýðsráð fjármagnaði sína starfsemi í gegnum slíka leiktækjasali. Pen- ingarnir til þess verða sóttir í vasa okkar foreldranna hvort sem er. Gaman væri að heyra álit sem flestra bæjarbúa á þessu máli. Að minnsta kosti þeirra sem ekki bíða í ofvæni eftir því að geta far- ið að græða á unglingunum. P.S. Ég hefi ekki mikið fylgst með afgreiðslu mála í bæjarráði og bæjarstjórn. Ætli það sé algengt, að bæjarfulltrúar muni ekki í dag, hvað þeir töldu rétt vera í gær? Árni Valur Viggósson. Birgir Marinósson: „Það liggur við að í þau fáu skipti sem ég kem heim, þakki konan mín mér fyrir innlitið.“ Mynd: KGA. Öryggi barnanna úr Innbænum Um leiktækjasali 2 - DAGUR - 3. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.