Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Afkoma og áróður í ræðu sem Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hélt á fundi á Akranesi fyrir helgina og sýnt var frá í fréttatíma sjón- varpsins, komst hann svo að orði að ekkert væri hugað að afkomu heimilanna, heldur snerust allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að létta afkomu fyrirtækjanna, frystihúsanna og sjávarútvegsins og þar fram eftir götun- um. Enn halda Alþýðubandalagsmenn sig við sömu blekkinguna, sömu blekkinguna og varð til þess að síðustu ríkisstjórn tókst ekki að takast á við efnahags- og verðbólgubálið. Afkoma atvinnurekstrarins í landinu verður ekki aðskilin afkomu heimilanna með þeim hætti sem Svavar lætur í veðri vaka. Verð- bólgan, með gífurlegum fjármagnskostnaði og fleira óhagræði, var að ganga af öllum atvinnurekstri í landinu dauðum. Þökk sé Svavari Gestssyni og hans liði, sem þorði ekki að takast á við vandamálin, af misskilinni vantrú á almenning í landinu. Almenningur skilur hins vegar þau vandamál sem við er að glíma og miklum mun betur en forusta Alþýðubandalagsins. Almenningur skilur að ef fyrirtækin fara á hausinn þá er enga atvinnu að hafa og þar með eru heimilin farin á hausinn líka. Vegna þessa sættir fólk sig við þær þrengingar sem nú steðja að heimilunum og hefðu orðið miklu meiri ef ekki hefði verið gripið í taumana. Almenningur sættir sig við þrengingar um sinn vegna þess að hann veit að hfað hefur verið um efni fram í þessu landi og ekki síst vegna þess að nú er ástæða til að ætla að efnahagsglund- roðanum sem ríkt hefur í skjóh verðbólgunnar verði aflétt og þar með því misrétti sem þeir hafa verst orðið fyrir sem minnst bera úr býtum. Og það sem meira er: Fólk er þegar farið að sjá árangur af þeirri fórn sem það nú færir. Nú í fyrsta skipti er von til þess að ekki verði fórnað til einskis. Undanfarin ár hefur allur almenningur fórnað lífskjörum á altari verðbólgunnar. Þær fórnir sem fólk er nú að færa eru fyrir betri og öruggari afkomu heim- ilanna í framtíðinni. Þessu er Svavar Gestsson að berjast gegn. í þágu flokks síns sem nærist á óánægju og úlfúð og í þágu pólitískra hagsmuna vill Svav- ar Gestsson eyðileggja og gera að engu þá fórn sem fólkið í landinu er búið að færa. Hann vill efna til ófriðar og beita almenningi fyrir áróðursplóg Alþýðubandalagsins. Hann má ekki til þess hugsa að aðferðir Steingríms Hermannssonar séu réttar og skili árangri, einfaldlega vegna þess að hann stóð á sínum tíma í veginum fyrir því að shkar ráðstafanir yrðu gerðar. Nú er von til þess að hægt verði að stöðva hringavitleysuna sem viðgengist hefur og haft í för með sér ómælt óréttlæti. En þá má ekki láta frýjunarorð stjórnarandstæðinga villa sér sýn. Ungir framsóknarmenn: Ríkisstjórnin á að ganga á undan með góðu fordæmi Stjórnmálaályktun sjöunda fund- ar framkvæmdastjórnar Sam- bands ungra framsóknarmanna. Fundurinn var haldinn að Rauð- arárstíg 18 þann 17. september. Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir stuðningi við ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar. Framkvæmdastjórn SUF lýsir yfir ánægju sinni með þann ár- angur sem náðst hefur í niður- talningu verðbólgunnar undir forystu forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar, en minnir jafnframt á að forsenda þess árangurs sem náðst hefur er m.a. skilningur almennings á þeim að- gerðum sem grípa þurfti til. Fennan skilning verður ríkis- stjórnin að meta, og má því ekki að óbreyttu ganga nær fjárhag heimilanna en orðið er. f þess stað á ríkisstjórnin að ganga á undan með góðu fordæmi og draga saman í ríkisgeiranum. Framkvæmdastjórn SUF leggur á það áherslu, að næstu árin verði sýnd festa í stjórn landsmála, svo unnt verði að hefja nýja sókn til betri framtíðar. Þar verði lögð áhersla á eftirfarandi: - Hjöðnun verðbólgu - Viðunandi jafnvægi í við- skiptum við önnur lönd - Verndun kaupmáttar lægstu launa og lífskjara þeirra sem þyngst framfæri hafa - Atvinnuöryggi. Framkvæmdastjórn SUF vill minna á að hlutverk Framsókn- arflokksins í þessari ríkisstjórn er að standa vörð um velferðarþjóð- félagið, það þjóðfélag sem Fram- sóknarflokkurinn hefur byggt upp. Því vill framkvæmdastjórn SUF vara við öllum útboðs- og söluhugmyndum í heilbrigðis- þjónustunni og annarri félags- legri þjónustu. Framkvæmdastjórn SUF lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að ná bráðabirgðasamkomu- lagi við Alusuisse um hækkun á raforkuverði til frekara sam- komulags um verulega hækkun á raforkuverði til ÍSAL. Fram- kvæmdastjórnin telur að þetta bráðabirgðasamkomulag sýni ótvírætt að málstaður framsókn- armanna í fyrri ríkisstjórn var réttur og sanni að unnt hefði ver- ið að ná samkomulagi um hækk- un raforkuverðs fyrr, gagnstætt því sem fyrrverandi iðnaðarráð- herra, Hjörleifur Guttormsson, heldur fram. Mistök Hjörleifs Guttorms- sonar í álmálinu ættu því að vera íslensku þjóðinni víti til varnað- ar. Framkvæmdastjórn SUF lýsir ánægju sinni með nýstofnuð sam- tök húsbyggjenda. Fram- kvæmdastjórnin telur að slík samtök undirstriki það að- gerðarleysi, sem ríkti í húsnæð- ismálum undir forstöðu Svavars Gestssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins. Framkvæmdastjórn SUF skor- ar á félagsmálaráðherra og ríkis- stjórn að gera nú þegar verulegar úrbætur í málefnum þeirra sem eru að byggja eða kaupa hús- næði. Þörfin fyrir umbætur er ekki síst hjá því fólki sem var að eignast húsnæði á meðan hús- næðismálin voru í heljargreipum Alþýðubandalagsins. Framkvæmdastjórn SUF ítrek- ar fyrri samþykktir sínar um stig- hækkandi lánshlutfall í 80% af byggingarkostnaði, lengingu lánstíma í 42 ár og að lán verði greidd út til lántakenda í einu lagi. Framkvæmdastjórn SUF skorar á ríkisstjórnina að ná þessum markmiðum á kjörtíma- bilinu. Framkvæmdastjórn SUF telur brýnt að tekin verði upp öflug barátta til verndunar náttúru landsins. Það er verulegur þáttur í lífskjörum manna, að eiga kost á því að búa í ómenguðu um- hverfi og hafa aðgang að óspilltu landi. Aðalstjórn Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna: Gylfi Guðmarsson, Júlíus Thorarensen, Birgir Marinós- son, Guðjón Finnbogason og Kári Sigurðsson. Mynd: KGA. Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna: Flytur höfuðstöðvar sínar til Akureyrar Stjórn Landssambands ís- Ienskra samvinnustarfsmanna hefur flutt aðsetur sitt til Akur- eyrar, en hingað til hefur það verið í Reykjavík. Á síðasta landsþingi sambands- ins var samþykkt að flytja aðset- ur stjórnarinnar norður og þegar fráfarandi stjórnarmeðlimir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs voru kosnir í aðalstjórnina: Birg- ir Marinósson formaður, Gylfi Guðmarsson varaformaður, Júlíus Thorarensen ritari, Guð- Jón Finnbogason gjaldkeri og Kári Sigurðsson meðstjórnandi. Alls munu vera um 5000 fé- lagsmenn í starfsmannafélögum sambandsins víða um land, en stór hluti þeirra er starfandi á Akureyri, hiá Iðnaðardeildinni og KEA. 4 #• DAGUR - 3. Október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.