Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 2
Ragnheiður Steindórsdóttlr f My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar: 12. sýning fimmtud. 10. nóvember. 13. sýning föstud. 11. nóv. Uppselt. 14. sýning laugard. 12. nóv. Uppselt. 15. sýning sunnud. 13. nóvember. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaveröi. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Ósóttar miðapantanir seldar sýn- ingardaga eftir kl. 18.00 Leikfélag Akureyrar. Áskrift - Auglýsingar Afgreiðsla Sími 24222 Miðjufólk í stjórnmálum jþarf að starfa saman — segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KFNE Jóhannes Geir Sigurgeirsson í þungum þönkum á kjördæmisþinginu. Á 27. kjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra sem haldið var í Hrafnagilsskóla 4.-5. nóvember sl. var Jóhannes Geir Sigurgeirsson endurkjör- inn formaður Kjördæmissam- bandsins. Jóhannes Geir er bóndi á Öngulsstöðum í sam- nefndum hreppi í Eyjafirði, 33 ára í gær svo við séum ná- kvæmir. Jóhannes var fyrst spurður að því hvers vegna hann væri að þvælast í pólitík: „Það má segja að það hafi komið af sjálfu sér, eftir að ég hafði verið búinn að þvælast í fé- lagsmálum í á annan áratug, fyrst í ungmennafélagshreyfingunni, síðan samvinnuhreyfingunni og félagssamtökum bænda. Þá renn- ur það upp fyrir manni að þrátt fyrir neikvæða umræðu um pöli- tíska flokka þá er það þar sem ákvarðanirnar í þjóðfélaginu eru teknar.“ - Hvað setti mestan svip á um- ræður á þinginu? „Það var einkum tvennt: Ann- ars vegar staða flokksins og hins vegar þjóðmálin í heild og þá fyrst og fremst atvinnumálin í ljósi breyttra aðstæðna. Pá á ég fyrst og fremst við hina kolsvörtu skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem ég held að menn séu reyndar ekki enn búnir að átta sig fylli- lega á hversu alvarleg er. Mér fannst nokkur breyting verða á ályktunum þessa þings miðað við önnur sem ég hef setið að því leyti að þær voru á margan hátt markvissari. Þá vil ég geta þess að mér sýn- ist nýtt fólk vera að setja sífellt meiri svip á starfsemi Framsókn- arflokksins í kjördæminu og endurspeglaðist það á þinginu. Einnig er greinilegt að konur eru sífellt að koma meira til starfa í flokknum.“ - Húsavíkursamþykkt fram- sóknarkvenna hefur vakið mikla athygli, þar sem þær krefjast jafnstöðu á við karlmenn í þess- um „gamla flokki“. Eru konurn- ar að taka völdin? „Ég held að Húsavíkursam- þykktin hafi verið mjög gagnleg og virkilega hreyft við framsókn- armönnum. Samþykktin er mjög góð þangað til einhverjum dettur í huga að taka hana bókstaflega, enda held ég að þær hafi tæpast ætlast til þess sjálfar, heldur fyrst og fremst að skapa umræður um stöðu kvenna í flokknum. Von- andi verkar þetta fyrst og fremst sem hvatning til þeirra sjálfra og að þær sýni meiri áhuga á að koma til starfa, en á það hef- ur vissulega skort á undanförnum árum. Persónulega fagna ég þessu því félagsskapur kvenna er að öllu jöfnu skemmtilegri en karla,“ segir Jóhannes Geir og hlær við. - Hvað veldur slæmri stöðu Framsóknarflokksins um þessar mundir og reyndar dvínandi vel- gengni hans síðasta áratug? „Framsóknarflokkurinn hefur ekki staðið sig sem skyldi í áróð- ursstríðinu og ég held að flokkur- inn þurfi að skilgreina sín stefnu- mið betur en hann hefur gert. Mér dettur t.d. í hug eitt sérstakt mál, sem er byggðastefnan, og allir framsóknarmenn vilja vinna framgang. Við þurfum að skil- greina markmið okkar betur og einnig aðferðirnar sem við viljum nota til að koma þeim í framkvæmd. Við þurfum að geta sýnt fram á hagkvæmni skynsam- lega rekinnar byggðastefnu og raunar óhagkvæmni þess að halda henni ekki tii streitu. Þá held ég að miðjufólk í stjórnmálunum, sem er meira og minna í öllum flokkum, þurfi virkilega að fara að athuga sinn gang og huga að því hvernig það getur best fylkt liði til að takast á við verulega breyttar aðstæður í þjóðfélaginu." - Ertu þá að taia um afnám gamla flokkakerfisins og eitt- hvert nýtt bandalag miðju- manna? „Nei, ekki endilega. Samstarf getur átt sér stað án þess að um samruna sé að ræða. Framsókn- armenn eiga samleið með fjöl- mörgum áhangendum annarra flokka og þetta er einfaldlega spurning um það hvernig þetta fólk getur best staðið á móti þeim fylkingum sem sækja að því frá hægri og vinstri. Svona samstarf getur ekki orðið í nafni einhvers eins flokks.“ Leiktækjasalir, sjoppur „Óli rokkari“ hringdi: Ég er 15 ára og því á vandræða- aldrinum eins og fullorðna fólkið segir þótt mér finnist ég ekki vera neinn vandræðaunglingur. Mig langar til þess að koma því á framfæri að mér finnst að það eigi að opna leiktækjasal við Ráðhústorgið. Ég veit að það er hægt því ég hef heyrt að þar séu til leiktæki sem aðeins þarf að stinga í samband. Hvers vegna er þetta ekki leyft? Þarna gætum við krakkarnir verið á kvöldin, þvf það er ekki um svo margt að ræða fyrir okkur sem þá er hægt að gera. Við verð- um að hanga í bænum í kuldan- um eða þá í sjoppunum en það er bara ekkert gaman og þar erum við bara fyrir segir fullorðna fólkið. Við viljum fá leiktækjasali við Ráðhústorgið. Mig langar líka til að minnast kominn snjór þar og hægt að á annað. Af hverju er aldrei opn- opna? Það er ekki einu sinni hægt að uppi í Hlíðarfjalli þótt það sé að fara á skíði. og Hlíðarfjall ' Hirð ið um hes ;tana - og takið tiliit til vegfarenda Björn Sigurðsson, bflstjóri á Húsavíkurrútunni, hringdi og bað Dag að koma á framfæri at- hugasemdum sínum til hestaeig- enda á Svalbarðsströnd, þar sem hann fer margoft um. Hann sagði að mikið væri um hesta við þjóðveginn og iðulega væru fjölmargir hestar rétt við eða á veginum við afleggjarann niður á Svalbarðseyri og þar í kring. Björn sagði að fyrir það fyrsta væri vart forsvaranlegt að beita hestum sínum nánast á þjóðveginn, eins og verðráttunni hefði verið háttað undanfarið. Lítið sem ekkert væri auk þess að bíta. Þá væri þetta stórhættulegt umferðinni, þegar myrkur væri skollið á og skyndilega birtist hrossastóð í bílljósunum. Björn sagði að þetta væri bæði gáleysi gagnvart hestunum og vegfarend- unum og bað menn á þessum slóðum að hirða betur um hesta sína og taka tillit til þeirra sem um veginn fara. 2 - DAGUR - 9. nóvember 1983 •'# i . ítiVU'ftji . >l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.