Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 9
„Já, það er rétt að Óli Þór æfði með okkur Þórsurum en það þýðir ekki að hann sé bú- inn að ganga til liðs við Þór,“ sagði Þorsteinn Ólafsson þjálf- ari Þórs í knattspyrnu er við ræddum við hann. Óli Þór Magnússon miðherji ÍBK-liðsins mætti á æfingu hjá Þór á dögunum. Þorsteinn sagði að svo gæti farið að Óli flytti hingað norður til Akureyrar, en það væri ekki ákveðið og ekki heldur hvort hann myndi leika með Þór. „Ég ræddi við Óla enda erum við gamlir kunningjar en það er ekkert ákveðið hvort hann gengur til liðs við okkur,“ sagði Þorsteinn. Gylfi varð Norður- landameistari — á Norðurlandamóti unglinga í lyftingum 1—X—2 Gylfí Gíslason varð um helgina Norðurlandameistarí unglinga í lyftingum, en Norðurlanda- mótið var þá háð í Stokkhólmi. Gylfi keppti í 90 kg flokki. Hann ætlaði þó upphaflega að keppa í 100 kg flokki en var of léttur og ákvað þá að létta sig að- eins til viðbótar og fara niður um einn flokk. Keppti hann því í 90 kg flokki og kom talsvert á óvart með því að sigra Garðar tvíbura- bróður sinn þar. Gylfi lyfti 130 kg í snörun og síðan 170 kg í jafn- höttun. Þetta er í þriðja skipti sem Gylfí verður Norðurlandameistari unglinga í lyftingum, en þeir bræður kepptu nú í síðasta skipti í unglingaflokki. Ekki hefur þó gengið eins vel hjá Garðari Sigrar KA Stiörnuna? Á laugardag kl. 14 fer fram Ieikur KA og Stjörnunnar úr Garðabæ í 1. deildinni í hand- knattleik, og verður hann háður í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Ef marka má frammistöðu KA gegn Víkingi um síðustu helgi ætti KA að hafa þarna sigurmögu- leika, sérstaklega ef tekið er mið af því að liðið leikur á heima- velli. Þótt KA ætti afleitan leik gegn FH þá sýndi liðið gegn Víkingi að það getur bitið frá sér á góðum degi og einungis úthaldsleysi varð liðinu að falli í þeirri viðureign. Stjörnunni hefur ekki gengið allt of vel það sem af er mótinu og að þessu samanlögðu er hægt að fá þá útkomu að KA gæti náð þarna í stig, sérstaklega ef áhorfendur styðja vel við bakið á liðinu. í leikhléi fer fram einn leikur í „Mjólkurbikarnum“, sem er keppni í innanhússknattspyrnu á milli KEA, Slippstöðvarinnar, SÍS og ÚA. Að þessu sinni verða það lið ÚA og SIS sem eigast við. Einingar- félagar Fyrirhugaö er að halda námskeið í jólaföndri um mánaðamótin nóvember-desember, ef næg þátt- taka fæst. Þeir sem hafa hug á að sækja slíkt námskeið vinsamlega hafið samband við skrif- stofu félagsins að Skipagötu 12, Akureyri, símar 23503 og 21794. Kvennadeild Einingar. Árshátíð Hestamannafélagsins Funa verður haldin í Sólgarði föstudaginn 18. nóv. Árshátíðin hefst kl. 21 með borðhaldi. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi. Pantanir berist í síðasta lagi sunnudaginn 13. nóv. í síma 22329 eða 31290. Mætum sem flest og tökum með okkur gesti. Nefndin. bróður á Norðurlandamótum unglinga, hann hefur tvívegis hlotið þar silfurverðlaun eftir að hafa lyft sömu þyngd og sigurveg- arinn en verið dæmt 2. sætið vegna þess að hann var þyngri en sá sem lyfti sömu þyngd. Garðar lyfti núna 130 kg í snörun og 165 kg í jafnhöttun. Það hefði nægt honum til þess að hljóta loksins Norðurlandameist- aratitil ef Gylfi hefði haldið sig 1 í 100 kg flokknum, en það er víst enginn annars bróðir í leik. Þeir tvíburabræður hafa dvalið í Stokkhólmi að undanförnu og æfa þar stíft eftir nýju kerfi. Telja Gylfi Gíslason. fróðir menn að þessar æiingar þeirra séu ekki farnar að skila sér til fulls og er því frekari tíðinda að vænta af þeim þótt þeir hafi hirt bæði gull og silfur á Norður- landamótinu að þessu sinni. í gær héldu þeir utan Flosi Jónsson og Kári Elíson en þeir keppa um næstu helgi á heims- meistaramótinu í kraftlyftingum sem háð verður í Gautaborg um næstu helgi. Kári keppir þar í 67,5 kg flokki en Flosi í 82,5 kg flokki. Kári á þarna nokkra möguleika að blanda sér í hóp efstu manna, en eftir þetta mót ætlar hann að þyngja sig upp um einn flokk. „Flugu- fregnir“ Alls kyns „flugufregnir“ eru í gangi þessa dagana um nýja leikmenn til KA og Þórs í knatt- spyrnunni. Fer DV þar framar- lega í flokki og er á góðri leið með að fylla bæði liðin með nýj- um leikmönnum. Það rétta í málinu er að ekk- ert hefur verið að gerast í þess- um málum undanfarna daga nema það að ákveðið var að Njáll Éiðsson muni spila með KA og svo eru þreifingar í gangi hjá Þór með Ola Þór úr Kefla- vík (sjá frétt hér á síðunni). Handknattleikur: Tveir sigrar gegn ÍBK? Tveir leikir verða á íslands- inótinu í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið. Sá fyrri er viðureign Þórs og ÍBK í 3. deild karla, og strax að honum Ioknum mætast svo kvennalið sömu félaga í 2. deild kvenna. Þórsliðið tapaði sínum fyrsta leik í 3. deild karla í Eyjum um síðustu helgi, en ætti samt sem áður að ráða vel við ÍBK, sér- staklega þegar liðið er á heima- velli. Ef Þórsarar ætla sér upp mega þeir alls ekki tapa stigum á heimavelli og því verða þeir að berjast til sigurs á föstudag. Kvennalið Þórs hefur ekki tap- að leik í 2. deildinni og ekki ætti ÍBK að vera nein fyrirstaða á sig- urgöngu liðsins. Þór er best að bóka ekkert fyrirfram, en mögu- leikar Þórs eru mun meiri en ÍBK. Erfiðir leikir í körfunni Þórsarar eiga erfíða Ieiki fram- undan í körfuboltanum um næstu helgi, en þá fara þeir suður og leika tvo leiki í 1. deildinni. Sá fyrri er við lið UMFS og fer hann fram á Selfossi. Lið UMFS hefur komið mjög á óvart, og tapað naumlega fyrir Fram og ÍS. Sfðari leikur Þórs á sunnudaginn er svo gegn Fram og er víst að róðurinn verður erfiður hjá Þór í þessum leikjum. Pálini Matthíasson. „Hamingjan hjálpi mér, á ég að fara aö spá núna,“ sagði sr. Pálmi Matthíasson sóknar- prestur í Glerárprestakalli. en Pálmi er „spámaður vikunn- ar“ að þessu sinni. „Jú, ég fylgist alltaf með ensku knattspyrnunni þótt ég sé ekki á kafi í þessu. Hér áður fyrr hélt ég alltaf með Derby, en hef gefíð þá upp á bátinu núna og hallast helst að liðinu hans Elton John, Watford. Þá eru taugar til Manchester United, ég neita því ekki.“ Pálmi svíkur ekki þessi lið sín, hann spáir Watford úti- sigri gegn Sunderland og sömuleiðis útisigri Manchester United gegn Leichester. „Ég er harður á þessum tveimur leikjuui og svo er bara að vona aö þetta komi vel út," sagði Pálmi, en spá hans er þanuig; Coventry - QPR X Everton - Nott. Forest 2 Ipswich - Arsenal 1 Leicester - Man. I td. 2 Luton - Birininghum X Notts C. - Norwich 1 Southampton - WBA 1 Sunderland - Watford 2 Tottenham - Liverpool X Wolves - West Ham X ('helsea - Newcastle 1 Derby - Middlesb. 1 Sem sagt, fimm heimasigr- ar, fjögur jafntefli og þrír úti- sigrur hjá Pálma og við sjáum hvað gerist. Biggi með 3 rétta Það ætlar að ganga illa hjá „Spámönnum11 okkar að ná árangri. Þorbergur Ólafsson sein spáði í síðustu viku var aðeins nieð 3 rétta leiki og Þorsteinn Þorsteinsson sem spáði í vikunni þar á undan er því enn með bestan árangur eða fjóra rétta leiki. En við höldum áfrum ótrauðir. Þegar nokkrar vikur verða eftir af keppnistímabil- inu í Eglandi munum við svo taka þá fjóra sem bestun ár- angur hala og láta þá spá þær viliur sem eftir verða. Sá sem þá nær bestum heildurárangri fær svo titilinn „Getruuna- spekingur Dags“. 1—X—2 9. nóvember 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.