Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. Fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra misskipt milli landshluta RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vaxtarbroddurinn er í iðnaðinum Atvinnnmál voru mikið rædd á kjördæmisþingi framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldið var um síðustu helgi. í ályktun frá þinginu segir að skapa verði eðlileg rekstrarskilyrði fyrir atvinnirreksturinn svo hann geti eflst af eigin rammleik. Það er ljósara en frá þurfi að segja, að bágur hagur undirstöðuatvinnugrein- anna í verðbólguþjóðfélaginu hefur haft í för með sér gíf- urlegt fjármagnsstreymi - frá undirstöðunni til yfirbygg- ingarinnar - sem að mestum hluta er staðsett á höfuð- borgarsvæðinu. Kjördæmisþingið minnti á þá mörgu sigra sem norð- lenskir samvinnumenn hafa unnið á liðnum áratugum á sviði atvinnumála og verslunar. Vegna þeirrar reynslu sem fengist hefur af samtakamætti fólksins lagði þingið þimga áherslu á að kannaðir verði aUir möguleikar á að auka atvinnuval í kjördæminu á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar og hvatti til aukins samstarfs samvinnufélag- ana í atvinnuuppbyggingu til að hamla gegn byggða- röskun. Bent var á nauðsyn aukinnar þjónustustarfsemi víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Ef slík starfsemi fengi ekki skil- yrði til að eflast á landsbyggðinni þýddi það að hún efld ist þeim mun meira á suðvesturhominu og misvægið ykist. Þá var rætt um að ekki mætti ganga á hlut almenns iðnaðar með stjómvaldsaðgerðum. Hann væri vaxtar- broddur íslensks atvinnulífs þar sem allt benti til að hann yrði að taka við stærstum hluta þess vinnuafls sem kem- ur út á vinnumarkaðinn á komandi árum. Samþykkt var að endurskipuleggja þyrfti bæði sjávarútvegs- og land- búnaðarstefiiuna og nefndar þær leiðir sem vænlegast væri að fara í þeim efnum. I ályktuninni var einnig fjallað um orkuiðnað og þar sagði: „Samhliða annarri atvinnuuppbyggingu verður að stefria markvisst að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins. Ljóst er að staðarval orkuiðnaðar mun hafa af- gerandi áhrif á byggðajafnvægi. Þingið skorar á stjóm- völd að hraða svo sem kostur er nauðsynlegum rann- sóknum vegna hugsanlegrar byggingar álvers við Eyja- fjörð. Verði talið ömggt að lífiíki Eyjafjarðar verði ekki hætta búin og takist að tryggja hagkvæmt orkuverð, styð- ur þingið byggingu slíks álvers við Eyjafjörð. Þá leggur þingið áherslu á uppbyggingu stærri iðnaðar víðar í kjör- dæminu og minnir sérstaklega á Húsavík í því sam- bandi." Það virðist nú að verða samdóma álit að orkuiðnaður eigi að vera hluti af atvinnuuppbyggingunni, svo fremi sem hann samræmist náttúmvemdarsjónarmiðum og sé hagkvæmur fyrir þjóðina. Bent er á nauðsyn þess að byggja þennan iðnað einnig út um land og það sjónaimið vegur einnig þungt áð óheppilegt hlýtur að vera að hafa aðeins einn eða fáa stóra orkukaupendur, eins og gerist með stækkun álversins í Straumsvik. Varðandi mengun- arhættuna ætti það að vera hverjum manni ljóst, að eng- um er hægt að ætla það að setja niður álver eða annan orkufiekan iðnað við Eyjafjörð eða annars staðar, sem eyðileggur náttúrufar á viðkomandi svæði. Á 27. kjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra var samþykkt áiyktun um húsnæðis- og fé- lagsmál. Vakin var sérstök at- hygli á því að fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra hafi ekki runnið í sama mæli til Iandsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins, en sem kunn- ugt er greiða allir skattþegnar í þennan sjóð. Ályktunin um húsnæðis- og félagsmál er svo- hljóðandi: 1. Þingið fagnar þeim árangri sem félagsmálaráðherra hefur þegar náð í því efni að leysa vandamál húsbyggjenda. 2. Þá vill það beina því til þing- manna flokksins og ráðherra að flokkurinn vinni að upp- byggingu húsnæðislánakerfis sem tryggi að greiðslubyrði lánþega vegna staðalíbúðar fari ekki yfir hæfilegt hlutfall af tekjum vísitölufjölskyldu. 3. í ofangreindu lánakerfi verði gert ráð fyrir þörf aldraðs fólks að minnka við sig hús- næði er það lætur af störfum og tekjur dragast saman. Framkvæmd þessa málaflokks verði í höndum sveitarfélaga. 4. Þingið vekur athygli á þeirri umræðu sem verið hefur um bygginga- og húsnæðissam- vinnufélög og beinir því til fé- lagsmálaráðherra að hann sjái til þess að við endurskoðun á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins verði réttur þeirra tryggður. 5. Þingið vill vekja athygli á því að fjármagn úr Framkvæmda- sjóði aldraðra virðist ekki hafa runnið í sama mæli til landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins. 6. Þingið beinir því til ráðherra og þingmanna flokksins að þeir beiti sér fyrir auknum verkefnum og meira sjálfræði sveitarfélaga, gerð verði gleggri skil á verkaskiptingu þeirra og ríkisins og þeim ætl- aðir nýir tekjustofnar til nýrra verkefna. Mótmælt áformum um aukin hernaðarumsvif í ályktun um utanríkismál, sem samþykkt var á 27. þingi KFNE að Hrafnagili um síð- ustu helgi, var m.a. fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir við ratsjárstöðvar fyrir Bandaríkjamenn. Kjördæmis- þingið lýsti yfir andstöðu sinni við hvers kyns áform um hem- aðarumsvif í landinu, en álykt- unin fer hér á eftir: Kjördæmisþingið lætur í ljós áhyggjur af vaxandi ófriði, inn- rásum og vopnuðum átökum víða um heim. Þingið fordæmir árásir stór- velda á önnur ríki, svo sem inn- rásir Sovétríkjanna í Afganistan og Bandaríkjanna í Grenada. Kjördæmisþingið lýsir and- stöðu sinni við hvers kyns áform um aukin hernaðarumsvif í land- inu. Þá leggur þingið til að stór- aukið verði eftirlit með varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli, með til- liti til smygls á eiturlyfjum. Enn- fremur verði tollfrelsi diplomata endurskoðað. íslendingum ber að standa vörð um þjóðfrelsi sitt og efla samskipti við þær þjóðir sem virða lýðræði og mannréttindi. Kjördæmisþingið lýsir stuðn- ingi við málstað óháðra friðar- hreyfinga, sem miða fyrst og fremst að því að knýja stórveldin til að hætta kjarnorkuvígbúnaði. Fagnar kjördæmisþingið þátt- töku íslensku þjóðkirkjunnar, undir forystu biskups íslands, í alþjóðlegum friðarsamtökum kristinna kirkjudeilda og trúfé- laga. 4 - DAGUR - 9. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.