Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 8
Kjörmarkaður KEA Auglýsir: Tilboð r ii a vorum frá K. Jónsson og Co. hf. ítölsk grænmetisblanda 1/4 dós Grænar baunir1/4dós Maískorn 1A dós Rauökál 1/4 dós Okkarverð Leyftverð 17,20 11,55 48&S0 21,10 16,50 ^ Athugið - Opið verður til kl. 20 á fimmtudag. verður fyrir valinu þegar vetsla þarf hagstætt. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi Húsmæður athugið Nýtt hrossakjöt í 1/2 skrokkum kr. 47,55 kg. Nýir hrossavöðvar kr. 130 kg. Hrossasaltkjöt í 10 kg fötum kr. 580 fatan. Brytjaðir hrossasperðlar kr. 90 kg. Sláturhús Benny Jensen, Lóni sími 21541. F.V.S.A. F.V.S.A. Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri býður félögum sínum 67 ára og eldri ásamt maka á sýningu L.A. My fair Lady fimmtudaginn 17. nóv. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins sími 21635 eigi síðar en 14. nóv. Stjórnin. Gróðursetning M.A. stúdentsefna að Laugarlandi á Þelamörk. Tómas Ingi Olrich skrifar um bændaskógræktina „30 þúsund plöntur gróðursettar í sumar' Síðastliðið sumar var hafin gróðursetning á jörðum ey- firskra bænda samkvæmt 10 ára áætlun um bændaskóga, sem Skógræktarfélag Eyfirð- inga hefur gert. Rúmlega 30.000 plöntur voru gróður- ! settar og var það 15.000 plöntum minna en gert hafði verið ráð fyrir. Að þessari framkvæmd var staðið með öðrum hætti en upphaflega var áætlað. Þegar áætlunin var samin, var gert ráð fyrir að ríkissjóður kost- aði allt að 90% verksins. Svip- aður háttur var á hafður á Fljóts- dalshéraði þegar hafin var skóg- rækt þar á jörðum bænda, en þær framkvæmdir annaðist Skógrækt ríkisins og greiddi ríkissjóður all- an kostnað. Þar hafa fram- kvæmdir staðið síðan 1969 og ár- angur verið mjög góður. Með milligöngu Skógræktar ríkisins sótti Skógræktarfélag Eyfirðinga um fé til fjárveitinga- nefndar Alþingis haustið 1982, að upphæð kr. 390.000, og var þeirri beiðni hafnað. Skógræktar- félag Eyfirðinga hefur undirbúið framkvæmdir við bændaskóga- áætlun í allmörg ár. Plöntufram- leiðsla hefur verið aukin verulega samkvæmt 5 ára áætlun frá árinu 1978 og hefur uppbygging upp- eldisstöðvarinnar að Kjarna ver- ið við það miðuð að hún geti framleitt mikinn hluta þeirra plantna, sem áætlunin gerir ráð fyrir að gróðursettar verði frá 1983-1984. Þegar ljóst var að ekki fengist fé frá opinberum að- ilum til plöntuframleiðslu og gróðursetningar, var Skógrækt- arfélaginu vandi á höndum. Hefði ekki verið að hafst hefði félagið staðið uppi með tugi þús- r Spurningakeppni Spurningakeppni milli Árskógshrepps, Hríseyjarhrepps, Svarfaðardalshrepps og Dalvíkur, sem fresta varð um síðustu helgi, fer fram í Víkurröst föstudagskvöldið 11. nóv. nk. og hefst kl. 21.00. Ungmennasamband Eyjafjarðar. AKUREYRARBÆR g|| AKUREYRARBÆR ps Akureyrarbær auglýsir Frá 7. nóvember aka strætisvagnar Akureyrar ekki að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en ekið verður að aðkeyrslu sjúkrahússins úr Þórunnar- stræti á sömu tímum og áður. Forstöðumaður. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Sig- ríður Stefánsdóttir til viðtals í fundastofu bæjar- ráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. unda plantna, sem það hafði ekki fé til að gróðursetja. Var því ákveðið að hrinda áætluninni í framkvæmd með þeim hætti að Skógræktarfélag Eyfirðinga legði til plöntur á eigin kosntað en landeigendur kostuðu girðingar og gróðursetningu. Búnaðarsam- band Eyjafjarðar bauðst til að kosta verkstjórn við framkvæmd- ina og Skógrækt ríkisins styrkti málefnið einnig. Bændur sýndu málinu mikinn skilning og lögðu margir þeirra í verulegan kostnað vegna þessara framkvæmda. Kostnaður Skógræktarfélags Ey- firðinga vegna þessa verks nemur nú rúmlega 300.000 krónum, en kostnaður bænda er sýnu meiri. Rétt er að geta þess að þeir bændur sem að verki standa koma ekki til með að hafa neinar nytjar af skóginum; hér er verið að leggja inn fyrir komandi kyn- slóðir. Slík búhyggindi virðast vera eyfirskum bændum tamari en stjórnvöldum. Samkvæmt áætlun á að gróður- setja 75.000 plöntur á jörðum bænda á sumri komanda. Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga hefur nú beðið fjárveitinganefnd um fram- leg til verksins og verður fróðlegt að fylgjast með meðferð þeirrar beiðni. Hér er í deiglunni mál sem læt- ur lítið yfir sér en skiptir þó meira máli fyrir héraðið en marg- an grunar. Ef haldið verður fast við upphaflega áætlun og plantað á jörðum bænda 1.000.000 trjáa á næstu 10 árum, auk 500.000 plantna á vegum Skógræktarfé- lags Eyfirðinga, verður héraðið orðið að því kostalandi, að 40-50 árum liðnum, sem það á skilið að verða. Víðáttumikil svæði verða þá þakin 12-15 metra háum lerki- og furuskógum, sem verða þá búin að gefa af sér stauravið a.m.k. í tvígang við nauðsynlega grisjun. Nú er plantað 3.500— 4.000 trjám á hektara. Þá munu standa eftir um 1.000 bolmikil tré. Varlega áætlað hefur helm- ingur mismunarins, um 1.400 bolir, gengið til stauraframleiðslu við eðlilega og nauðsynlega grisj- un skóganna. Áhrif skóganna á gróðurfar verða mikil. í stað þess að búa í héraði, þar sem gróðri fer hnignandi, byggjum við (höf- undur á níræðisaldri. . .) í blóm- legu héraði með traustasta land búnað á íslandi. 8 - DAGUR - 9. nóvember 1983 i rt.t f*v5 u n1'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.