Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 7
SI. föstudag var eitt ár liðið frá því verslunar- miðstöðin í Sunnuhlíð var opnuð. Af því tilefni var efnt til afmælishátíðar og var boðið upp á tilboðsverð og/eða afmælisafslátt í öllum 13 verslununum í húsinu, hljómsveitir léku og haldnar voru tískusýningar. Myndirnar tvær hér til hliðar eru frá tísku- sýningunum en geysileg- ur fjöldi fólks heimsótti Sunnuhlíð á afmælis- daginn og lá við umferð- aröngþveiti í nær- liggjandi götum. Guðmundur Bjarnason alþingismaður: Hindra verður að misræmi skapist í atvinnumálum Við fyrstu umræðu um fjár- lagafrumvarpið í Sameinuðu þingi flutti Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, ræðu þar sem hann ræddi með- al annars almennt um efna- hagsástandið og síðan ýmsa liði fjárlaganna. Það sem hann sagði almennt um ástandið í þjóðfélaginu fer hér á eftir: „Fjárlagafrumvarp það sem hér er til meðferðar er á ýmsan hátt sérstætt og frábrugðið í upp- byggingu þeim fjárlagafrumvörp- um sem lögð hafa verið fyrir hátt- virt Alþingi undanfarin ár. í fyrsta lagi er það lagt fram við óvenjulegar og erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu. Mikill samdráttur hefur orðið í þjóðartekjum, sem fyrst og fremst stafa af minnkandi sjávarafla. Þetta hefur leitt til verulegs samdráttar í þjóðfélag- inu almennt, sem síðan hefur sín áhrif á frumvarpsgerðina og setur sinn svip á uppbyggingu þess. í öðru lagi má nefna að frum- varpið tekur mið af efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar á næsta ári og viðleitni hennar til að draga úr ríkisumsvifum án þess þó að skerða mikilvæga félags- lega þjónustu. í þriðja lagi er gerð tilraun til þess að setja fram fjárlög, sem taka mið af raun- verulegum ríkisútgjöldum og geti á þann hátt orðið það stjórntæki, sem þeim ber að sjálfsögðu að vera. Fleira mætti nefna en lítum aðeins nánar á þessa þrjá þætti. Miðað við ríkjandi aðstæður í fyrsta lagi eru það ríkjandi aðstæður. Það erfiða ástand sem nú er x' þjóðfélaginu stafar fyrst og fremst af verulegum samdrætti þjóðartekna. Þjóðarbúskapurinn hefur hreppt mikinn andbyr og orðið fyrir áföllum. Munar þar að sjálfsögðu mest um stórlega minnkandi þorskafla á sl. ári og ennþá meiri samdrátt afla það sem af er þessu ári. Vandséð er hvernig leyst verða þau stóru vandamál, sem nú eru að skapast í sjávarútveginum. Þá brást loðnuvertíðin sem hefur að sjálf- sögðu einnig stórkostleg áhrif á þjóðarhag. A sama fima og þetta gerðist óx allur innlendur kostn- aður vegna mikillar verðbólgu. Verulegur halli varð á viðskipt- um við útlönd, þar sem þjóðar- tekjur drógust saman og útflutn- ingstekjur minnkuðu. Ljóst var því að grundvöllur atvinnuveg- anna var mjög ótryggur við þess- ar erfiðu aðstæður og þar með atvinnan í landinu. Því gripu ný stjórnvöld til mjög róttækra efna- hagsaðgerða til að sporna við vandanum, draga úr skuldasöfn- uninni við útlönd, lækka verð- bólguna og treysta grundvöll atvinnulífsins. Þetta hefur vissu- lega leitt til tímabundins sam- dráttar í þjóðfélaginu. Þensla hefur minnkað með minni verð- bólgu og rýrnandi kaupmáttur hefur einnig haft það í för með sér að neysla hefur minnkað, dregið hefur úr innflutningi og þar með viðskiptahalla, en þá að sjálfsögðu einnig úr tekjum ríkis- sjóðs. Fjöldaatvinnuleysi væri skollið á Áður en til þessara aðgerða var gripið var atvinnuörygginu veruleg hætta búin og erfitt að gera sér í hugarlund, hvert ástandið væri nú ef t.d. laun hefðu hækkað um 22% í júní og verðbólgan þar með tekið nýtt stökk upp á við. Ljóst er þó að nú þegar hefði fjöldi fyrirtækja verið komin í strand, sveitarfélög t.d. sem hafa fasta tekjustofna sem ekki hækka með aukinni verðbólgu hefðu einnig orðið að hætta við nánast allar sínar fram- kvæmdir og fjöldaatvinnuleysi með öllum sínum hörmungum væri skollið á. Ráðstafanirnar í maílok bættu hins vegar stöðu atvinnulífsins verulega. T.d. er ljóst að rekstrarstaða útflutnings- og samkeppnisiðnaðar hefur sjaldan verið betri en í kjölfar þessara aðgerða. Vissulega er hætt við að samdráttur tekna og eftirspurnar leiði til samdráttar í ýmsum þjónustugreinum, sem starfa fyrir innlendan markáð. Þó má geta þess og er full ástæða til að benda á það hér, að sam- kvæmt nýlegri verðkönnun Verð- lagsstofnunar, sem sagt var frá í fréttum útvarps í gær, eru ís- lenskar vörur, sem á boðstólum eru í verslunum, mikið ódýrari en innfluttur varningur. Munar þar yfirleitt um meira en helming, í mörgum tilfellum enn meira. Er því full ástæða til að þakka Verðlagsstofnuninni fyrir þessa upplýsingastarfsemi og nauðsynlegt að hvetja alla lands- menn til að gefa þessu gaum og hegða sér í samræmi við það, því að ekki er víst, að öllum hafi ver- Guðmundur Bjarnason. ið ljósar þessar staðreyndir. Má þá gera ráð fyrir að samdráttur- inn beinist meira að innflutningn- um en innlendri framleiðslu. Væri það vissulega af hinu góða og liður í því að gera atvinnuáhrif aðgerðanna jákvæðari. Um stundarsakir eða þar til við höfum rétt úr kútnum og getum bætt lífskjörin með raunverulegri aukningu þjóðartekna hefur ástandið mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs og þar með gerð og uppbyggingu fjárlagafrumvarps- ins eins og ég nefndi í upphafi máls míns. Heildarskatttekjur ríkisins verða verulega lægri á næsta ári sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu en var t.d. á seinasta ári, jafnvel minni en áætlað er að verði nú í ár. Skýrist það m.a. af minni skatttekjum ríkisins af inn- flutningi og neyslu svo sem ég hef áður rakið og svo af þeim skatta- lækkunum sem ákveðnar voru í sumar sem liður í efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar svo sem lækkun tekjuskatts, hækkun barnabóta, lækkun aðflutnings- gjalda og fleira, sem oft vill gleymast þegar rætt er um þessar aðgerðir og hrópað er um ein- hliða árás á launin í landinu. Gert er ráð fyrir því í frumvarp- inu að skattalækkun sú sem orðin er haldist á næsta ári og skatta- byrði þyngist ekki miðað við greiðsluár. Jafnvægi, hjöðnun verðbólgu og arð- bærar fjárfestingar Til að geta gert sér sem gleggsta grein fyrir heildarfjár- máladæmi ríkissjóðs og þjóðar- búsins alls var lögð rík áhersla á að leggja hér fram fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir komandi ár um leið og fjárlagafrumvarpið væri til meðhöndlunar í þinginu. Þetta hefur því miður ekki alltaf tekist en ber að gera og ánægju- legt að það tókst að þessu sinni, því að í því felst markvissari og samstilltari stjórnun efnahags- mála. Háttvirtur 3. þingmaður Norðurlands vestra ræddi um misræmi, sem hann taldi vera á uppsetningu frumvarpsins annars vegar og fjárfestingar- og láns- fjáráætluninni hins vegar, mun það trúlega hafa átt við hvað varðar málefni Vegagerðar, en það er hins vegar greint frá því í greinagerð með fjárlagafrum- varpinu að málefnum Vegagerð- arinnar verði gerð skil í lánsfjár- áætluninni þannig að það er ekk- ert falið og það er ekki misræmi að þessu leytinu, en málið var ekki endanlega frágengið eða fullfrágengið þegar fjárlagafrum- varpið var til meðferðar og var lagt fram, en hins vegar vísað til þess að málið yrði tekið til um- fjöllunar með fjárfestingar- og lánsfjáráætluninni. Megin stefn- an í fjárlagafrumvarpinu og fjár- festingar- og lánsfjáráætluninni er að stilla saman viðunandi jafn- vægi í viðskiptum við útlönd, áframhaldandi hjöðnun verð- bólgunnar, viðleitni til að fjár- festa í arðbærum framkvæmdum, sem best munu tryggja atvinnu til frambúðar og gæta þess jafnframt, að margumræddur samdráttur tefli ekki atvinnu- ástandi í tvísýnu. Þetta er vanda- samt verk og mikils um vert, að ákvarðanir séu ábyrgar og teknar af fyllsta raunsæi. Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á atvinnuöryggi og mun fylgjast vandlega með þróun atvinnumála um allt land, sagði hæstvirtur fjármálaráðherra í ræðu sinni áðan. Það er ekki vafi á því að á undanförnum árum hefur ríkt töluverð umframeftir- spurn á vinnumarkaði og enn mun nokkurrar spennu gæta, einkum hér á höfuðborgarsvæð- inu umfram það sem er víða úti á landi, en þar er fremur farið að gæta samdráttar sem þó einkum mun enn sem komið er koma fram í byggingariðnaðinum. Að þessu verður ríkisstjornin að gæta vandlega og bregðast við í tæka tíð og á réttan hátt, ef veru- legra breytinga eða misræmis fer að gæta í atvinnuástandinu. Einnig þarf að hafa þessi atriði í huga þegar skipt verður því tak- markaða framkvæmdafjármagni, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá tel ég að þurfi mjög að gæta að því að atvinnulífið verði treyst eins og mögulegt er með þeim aðgerðum og fjárveitingum, sem fjárlagafrumvarpið og fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlunin gera ráð fyrir.“ 9. nóvember 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.