Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 6
„Eg hef alltaf verið hrifinn af timburvinnu cí — segir Sverrir Hermannsson sem byggt hefur upp mörg gömul, fræg og falleg hús „Ég byrjaði í Laxdalshúsi 1978 til búið að utan en alveg eftir og það hefur verið unnið við uppi, svo það er talsverð vinna endursmíðina fyrir vissa fjár- eftir enn,“ bætti Sverrir við. veitingu á hverju ári síðan en „Laxdalshús var í slæmu ásig- gengið heldur rólega,“ segir komulagi, en ég er búinn að Sverrir Hermannsson húsa- byggja það upp 80% að nýju. smiðameistari á Akureyri, en Það vilja sumir halda því fram að hann hefur sérhæft sig í upp- þetta sé yngsta húsið í bænum en byggingu gamalla húsa ef svo Laxdalshús er elsta húsjð, enda má segja. „Laxdalshús er svo byggt 1795. En það var orðið lé- Sverrir Hermannsson. legt húsið. Það er vel til fallið að byggja þessi gömlu hús upp til að varð- veita þær byggingaraðferðir sem viðhafðar voru er þau voru byggð. Gömlu einkennum hús- anna er haldið og Laxdalshús er t.d. byggt nákvæmlega eins og það var upphaflega úti og inni enda er það friðað í A-flokki og þá má engu breyta. Ég hef m.a. farið eftir gömlum myndum við endurbyggingu þess.“ - Hvað er langt síðan þú byrj- aðir að byggja upp gömui hús? „Það er orðið langt síðan, og það vildi enginn líta við þessu fyrst. Núorðið sækja menn hins vegar stíft í þessa vinnu hjá mér. Þeir sem hafa unnið með mér síðustu árin eru Svanberg Þórð- arson, Gústaf Njálsson, Sigurður Gústafsson og Auður Elva Jóns- dóttir hefur verið handlangari yfir sumarið. Áður voru Jón V. Árnason og Helgi Hallsson lengi með mér, til dæmis við Laxdals- húsið og Grundarkirkju. Ég hef alltaf verið hrifinn af timburvinnu og að smíða upp gamalt. Það eru orðin yfir 20 ár síðan ég byrjaði á þessu. Annars byrjaði ég að læra húsasmíðar 1946 en þá var iðnin mun fjölbreyttari en nú er. Nú er þetta bara uppsláttur og móta- vinna en áður fyrr var allt smíðað á verkstæðum og maður lenti í öllu mögulegu. Mér finnst að mörgu leyti hafa orðið afturför í iðninni, þetta er orðin einhliða vinna og það er farið að flytja alla skapaða hluti inn, þetta er baga- legt því handavinnan er að deyja út og það er slæm þróun.“ - Eru þau gömlu hús sem þú hefur byggt upp öll hér á Akur- eyri? „Já, öll nema Grundarkirkja en ég lauk við hana í fyrra nema vinnu við lóðina og girðinguna. Ég er búinn að vinna við Grund- arkirkju síðan 1978 en hún er tal- in vandaðasta og fallegasta timb- urhús landsins. Við höfum unnið Laxdalshús áður en endursmíði þess hófst ■ i Og hér má sjá húsið eins og það er í dag - fullfrágengið að utan, við hana 3^4 smiðir einn eða tvo mánuði á hverju ári. Þetta er aðallega sumarvinna og þegar fjárveitingar eru búnar þá bara sest maður í heigan stein því það er svo mikill samdráttu í öllu.“ - Hver eru þau gömlu hús sem þú hefur fengist við endursmíði á? „Ég byrjaði á Friðbjarnarhúsi sem er hús templara, og svo kom Tuliníusarhús sem þá var skrifað um að væri ljótasta hús bæjarins en eftir að endursmíði þess lauk hefur verið haft á orði að stafn þess að sunnan sé fallegasti stafn á timburhúsi hér. Önnur hús eru Laxdalshúsið, Grundarkirkja, gamli Barnaskólinn og Nonna- hús.“ - Sverrir býr sjálfur í Innbæn- um þar sem gömlu fallegu húsin eru. „Ég er fæddur Innbæingur, í gamla hótelinu Aðalstræti 12 sem brann 1955. Ég hef alltaf verið Innbæingur og tel Innbæinn skemmtilegasta hluta bæjarins, bæði vegna bygginganna þar og veðursældarinnar. Ég byrjaði að læra húsasmíðar 18 ára og lauk náminu á fjórum árum. Áður var ég í sveit enda þótti ég fremur hrekkjóttur og var því sendur úr bænum. En annars hafa allir strákar gott af því að fara í sveit á góð heimili. - Hefur þú verið beðinn um að taka að þér endursmíði á fleiri húsum og þá annars staðar á landinu? „Já það hefur komið fyrir, það er hringt í mig og m.a. hefur ver- ið beðið um mig suður. En ég er rótgróinn Akureyringur og fer hvergi." - Og ætlar m.a. að ljúka við Laxdalshús. Veist þú nokkuð hvenær því verki getur lokið? „Nei, það þarf að setja kraft í þetta en það er ekki mikið gert fyrir hverja fjárveitingu, t.d. var hún ekki nema um 200 þús. í fyrra. Annars er það herslumun- urinn sem er eftir við það hús. En svona vinna er miklu seinlegri en venjuleg smíði. Það er helmingi meira verk að gera upp svona gömul hús en byggja ný. Það þarf að rífa niður, taka frá hluti sem eru illa farnir og smíða þá upp. Þannig var t.d. með kúplana á turni Grundarkirkju, þeir voru að detta af og það var mikið verk að endursmíða þá.“ 6 - DAGUR - 9. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.