Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 09.11.1983, Blaðsíða 3
Lionsklúbburinn Huginn: Býður Ijósa perur og jóladagatöl Um næstu helgi, laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. nóvem- ber munu félagar úr Lions- klúbbnum Huginn knýja dyra hjá bæjarbúum og bjóöa til kaups ljósaperur og jóladagatöl. Sala þessi hefur verið fastur liður í starfsemi klúbbsins um langt ára- bil og langstærsta tekjuöflun til þeirra málefna sem klúbburinn hefur veitt stuðning. Á síðasta starfsári veitti klúbb- urinn stærstri einstakri fjárhæð, kr. 85.000 til sumardvalarheimil- is fyrir þroskaheft börn sem er í byggingu að Botni í Hrafnagils- hreppi. Einnig voru lagðar fram kr. 35.000 til Sjálfsbjargar og kr. 10.000 til sumarbúðanna við Vestmannsvatn auk fáeinna smærri framlaga. Bæjarbúar hafa ævinlega tekið vel á móti sölumönnum og væntir klúbburinn hins sama stuðnings og velvilja og undanfarin ár. Jafnréttishreyfingin: Opinn fundur með kven- bæjar- fulltrúum „Konur eru í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þannig að okkur fannst tilvalið að efna til þessa fundar,“ sagði Sig- ríður Stefánsdóttir í samtali við Dag, en annað kvöld efnir Jafnréttishreyfingin á Akur- eyri til opins fundar á Hótel KEA. Á fundinum tala bæjarfulltrú- arnir og varabæjarfulltrúarnir Valgerður Bjarnadóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Margrét Krist- insdóttir, Bergljót Rafnar, Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, Jórunn Sæmundsdóttir og Sigríður Stef- ánsdóttir um reynslu sína af störfum í bæjarstjórn Akureyrar. Jafnframt munu þær svara fyrir- spurnum fundargesta. Þessi fundur er upphafið á 4. starfsári Jafnréttishreyfingarinn- ar á Akureyri, en á sl. ári hélt hún þrjá sambærilega opna fundi, sem allir voru mjög vel sóttir. Fundurinn hefst kl. 20.30. Framkvæmdastjóri, ekki formaður í viðtali Dags-ins við Marinó Jónsson á dögunum, var sagt að Marinó væri formaður Meistara- félags byggingarmanna. Þetta er ekki rétt. Marinó er fram- kvæmdastjóri félagsins en for- maðurinn heitir Ingólfur Jónsson. Er hér með beðist vel- virðingar á þessum mistökum. t Valdimar Baldvinsson fæddur 14. september 1921 - dáinn 1. nóvember 1983 Vinur minn og tengdafaðir Valdemar Baldvinsson er látinn 62 ára að aldri. Valdemar vaf fæddur í Hrísey 14. september 1921. Hann var sonur hjónanna Baldvins Bergssonar skósmiðs og Elínar Ágústu Valdemarsdóttur. Valdemar átti eina systur Guð- rúnu sem er búsett í Hrísey. For- eldrar Valdemars voru bæði heyrnarlaus og mállaus. Valdemar ólst upp í föðurhús- um, en einnig hafði móðursystir hans Steinunn umsjá með honum. Valdemar hefur sagt mér frá uppvaxtarárum sínum og kemur þar strax fram að hann var mikill athafna- og hugsjónamað- ur. Gagnfræðingur var hann að mennt og er það tímanna tákn að hann komst ekki til náms fyrr en um áramót vegna fjárskorts en hann vann sér fyrir skólagjöldum meðal annars með daglegri ræst- ingu hjá útibúi KEA í Hrísey. Snemma hneigðist hugur til versl- unarstarfa og hóf hann verslunar- störf hjá útibúi KEA í Hrísey. Frá Hrísey lá leiðin til Akur- eyrar .og vann hann hjá KEA í Járn- og glervörudeild til að byrja með, en varð síðan deildarstjóri Skódeildar KEA 1944-1958. 1958 gerist hann framkvæmda- stjóri Sana og er þar allt til hann stofnar Heildverslun Valdemars Baldvinssonar, árið 1966. Hann hóf rekstur heildverslunarinnar að Geislagötu 12 í leiguhúsnæði. Fljótt eftir að hann byrjar rekstur hóf hann byggingu heildverslunar að Tryggvabraut 22 og hóf þar rekstur 1. apríl 1967. Umsvif fyrirtækisins uxu og í fyrra hóf hann leit að lóð fyrir nýtt, hent- ugt húsnæði yfir starfsemi sína. Hann tók virkan þátt í atvinnu- málum bæjarins og féll þungt hve lítið var gert til að laða að og skapa ný atvinnutækifæri. Hann var mikill stuðningsmaður stór- iðju við Eyjafjörð og taldi það eitt af frumskilyrðum hagvaxtar og góðrar afkomu fólksins hér við fjörðinn. Valdemar var mikill áhuga- maður um skógrækt. Hann átti sumarhús að Hrafnagili í Eyja- firði þar sem hann gróðursetti og ræktaði tré af mikilli eljusemi. Nú í vor bar þar skugga á er hann fékk bréf frá hreppsnefnd þess efnis að taka sín tré og fjarlægja. Þetta féll honum þungt en hóf þegar leit að landi til að geta haldið ræktun sinni áfram. Hann hafði fyrir skömmu gert tilboð í litla eyðijörð, en því var hafnað. Eftir að hann var farinn í sumar- frí til útlanda var síðan gengið að tilboðinu og voru það honum mikil gleðitíðindi er hann hringdi að utan og frétti það. Ekki verður annað sagt um hann, en að hann væri fullur bjartsýni, áræðni og atorku sem fáir búa yfir og gekk hann ávallt heill og óskiptur til starfa. Valde- mar var frumkvöðull að stofnun nokkurra fyrirtækja og unni þeim öllum vel. Valdemar var félagi í Oddfellow-reglunni og rækti þann félagsskap af kostgæfni og er mikill missir af honum þaðan. Mestur mun þó missirinn vera eftirlifandi eiginkonu hans Krist- íönu Hólmgeirsdóttur, mikilli sómakonu og börnum þeirra, Valgerði Elínu, Þórhildi Stein- unni, Hólmgeir og Baldvin. Valdemar átti áður Sigrúnu Bjarglind sem er eins og hún væri ein af börnum Kristíönu. Barna- börnin eru 15 og fráfall afa þeim mikill missir, þar sem hann var mikill vinur þeirra og hafði ávallt tíma til að snúast í kringum þau. Hér hefur verið stiklað á stóru en af miklu að taka. Ég bið Guðs blessunar nánustu ættingjum hans og vinum. Þorsteinn Þorsteinsson. Kúnnlnn sem kom ínn úr kuldanum Ný spennandí saga sem þú getur orðið aðalpersónan í Það aUra nýjasta í HerradeUd Vorum aö taka upp herraskyrtur í miklu úrvali Nýjar gerðir, nýir flibbar. Hliómsyeita bolirnir nýkomnir Mokkaflík svíkur engan Kápur - Stakkar - Húfur - Lúffur. Ný sniö, aldrei fallegri. Nýtt frá Gazella Tvöfaldar slár, mjög fallegar. Ný sending af vetrarjökkum. N Cartt&i* bamafatnaður Fallegur - Vandaður - Á hóflegu veröi. frá Marks & Spencer Kjólar - Pils - Blússur - Peysur. Einnig fallegur barnafatnaður. Við hugsum hlýtt til þeirra sem sauma sjálfar Ný sending af sængurveraefnum. Verö kr. 135 pr. m. Flauel - Jogginggallaefni - Frottéefni - Flónel Sængurveraléreft - Barnarúmfataefni. M.a.: Kiss, UB 40, Iron Maiden, Culture Club o.fl. Buxur á 550,- Ódýrar herragallabuxur. Verö aðeins kr. 550.- Vinsælu Marks & Spencer vörurnar í miklu úrvali. Herradeild. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (99) 21400 9. rióvémber 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.