Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 9. desember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Markmið jaf n réttisbaráttu í könnun sem jafnréttisnefnd Akureyrar hef- ur látið gera kemur fram að laun karla á Akur- eyri eru að meðaltali 50% hærri en meðallaun kvenna, miðað við að allir ynnu fulla vinnu. Athygli vekur hve mikil atvinnuþátttaka kvenna er, en 1981 voru 78% þeirra 15 ára og eldri í launuðu starfi, en tæplega 93% karla. Niðurstöður könnunarinnar sýna að karlar og konur dreifast með mjög ólíkum hætti á atvinnumarkaðinum og leiða í ljós greinilega skiptingu í karla- og kvennastörf. Könnunin leiddi einnig í ljós að rúmlega helmingur barna frá 2—6 ára njóta ekki dagvista á vegum bæjarins, en nokkuð er um það að dagmæður sem ekki eru skráðar, annist gæslu barna. Töluvert vantar á að könnun af þessu tagi gefi fullnægjandi mynd af ástandinu, en hins vegar veitir hún mjög augljósa vísbendingu. Hún er sú að mjög mikið vantar á að jafnrétti til starfs og launa sé ríkjandi milli kvenna og karla. Þessu ástandi verður ekki breytt í einu vetfangi — til þess er hefðin allt of rótgróin. Að því þarf hins vegar að vinna að raunveru- legt jafnrétti náist að því marki sem mismun- ur kynjanna leyfir og að þetta jafnrétti verði í allra augum eðlilegur og sjálfsagður hlutur. Ötullega er nú unnið á hinum ýmsu sviðum jafnréttismála hér í landinu. Könnunin sem jafnréttisnefnd Akureyrar lét framkvæma er einn liðurinn í því að opna augu fólks fyrir ástandinu. Að því leytinu er hún góðra gjalda verð. Ekki verður tekið á vandamálum nema vitað sé hver þau eru. Hins vegar eru fjöl- margir sem líta ekki á þessa mismunun kynj- anna sem neitt vandamál, heldur eðlilega af- leiðingu aldagamallar verkaskiptingar, sem að sumu leyti verður ekki umflúin. Hugarfars- breyting verður ekki í einni svipan. Því miður virðist manni oft sem áherslurnar í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna séu rangar. Það virðist nánast gengið út frá því að jafnrétti til starfa og launa verði ekki náð nema öll börn fái rými á dagvistarstofnunun- um svo konan komist út á vinnumarkaðinn. Það virðist stundum gleymast að börnin eiga allan rétt í þessum málum. Þau eiga rétt á umhyggju foreldra og ættingja. Því er miklu mikilvægara að skapa þær aðstæður í þjóðfé- laginu að foreldrar geti skipt með sér verkum, á heimilunum og vinnustöðunum. Séu áhersl- urnar rangar of lengi getum við staðið uppi með dagvistarskyldu, áður en skólaskyldan tekur við. Slíkt kerfi gæti orðið dýrara og ómannúðlegra heldur en ef foreldrum væri einfaldlega greitt kaup fyrir að vinna á heim- ilunum og annast sín börn. Gæsla bama utan heimila og vinnuþrælkun foreldra eru ekki markmið sem sækjast á eftir. BÆKUR Heiðrekur Guðmundsson: Mannheimar (Ijóðaúrval) Gísli Jónsson valdi og ritar formála. Útg. Almenna bókafélagið „Svo harmþrungið er löngum mannlegt hlutskipti, að markið næst ekki fyrr en maðurinn er ekki lengur fær um að njóta þess ágætis sem í því er fólgið. Og hvers vegna þá að keppa að markinu eða biðja þess að draumurinn rætist?“ Ofanrituð grein er tekin úr for- mála Gísla Jónssonar fyrir úrvali þessu og er stórkostleg á margan hátt. Pó flestir muni geta viður- kennt sannindi hennar kailar hún einnig á rökræðu, andmæli. En merkust er hún vegna þess að hún er snilldarlega orðað ein- kenni á mörgum ljóðum Heið- reks: Hann finnur víða sárt til þess að það sem menn þrá og berjast fyrir næst þá fyrst, ef það þá næst, er menn hafa misst hæfi- leikann til að njóta þess. Pá er spurning hvort fengur sé að því að draumurinn rætist. Sóknin að markinu gæti átt höfuðgildið í sjálfri sér. Gísla hefur sannarlega verið vandi á höndum að velja 101 kvæði úr ljóðabókum Heiðreks. Ef ég ætti að svara því hvernig mér þætti honum hafa tekist það gæti ég það ekki. Raunar hefði verið hið eina rétta að gefa ljóð þessa höfundar öll út nú, nema hann hefði kosið sjálfur að fella úr nokkur kvæði sem væru of bundin stað og tíma. Það eru svo fá kvæði í þessum ljóðabókum öllum sem sjálfgert er að sleppa að það tók því naumast. Er enda hvort tveggja að hér er um skáld gott að ræða og svo hitt að hann mun hafa tekið það eitt til útgáfu er hann taldi þess fyllilega vert. Ég hyggst ekki breiða úr mér í sambandi við þetta úrval af ljóð- um skáldbróður míns. Það er eins og fyrr sjálfgert að sé valið úr verkum góðs höfundar getur það ekki orðið annað en afburða- bók. Hitt er og að flestir ljóð- vinir þekkja ljóð Heiðreks. Hann er löngu viðurkenndur sem sér- stætt og mikið skáld á meðal þeirra og þeim mun verða þessi kjarni kær. Persónuleg skoðun mín er sú að þegar framtíðarfólk, óháð átökum milli „isma“ nútímans, les þessi kvæði muni höfundur þeirra settur á bekk með fremstu skáldum um miðbik 20. aldar, hafandi þá hliðsjón af þeirri þjóðfélagsgerð er hér var við lýði á þroskaskeiði skáldsins. Og nokkur kvæði Heiðreks hljóta að verða valin í hvert ljóðasýnishorn aldarinnar, sé valið af óskertu viti. En eins og sakir standa er sama hve skírt gull þessi „gömlu“ skáld bera á borð: Hinir yngri tefla óðar gegn því járnblendinu. Ég vil óska Heiðreki til ham- ingju með þessa útgáfu ljóða hans, þakka Gísla Jónssyni snilldarformála og AB fyrir myndarskapinn. Bókin er 175 bls. og falleg þó ég skilji ekki hvers vegna auðir stólar eru gerðir tákn á umslagi Mannheima. * Afram skröltir hann þó PáU Arason fjallabQstjóri rekur minningar sínar • Þorsteinn Matthíasson skráði. Útg. Öm og Örlygur Hér segir hress maður og óvílinn af ætt Þúfnvellinga sögu sína og er af mörgu að taka. Fyrst voru glöð æskuár á Akur- eyri og var heimili Páls laust við atvinnuleysi og skort. Hann gekk í skóla hjá Steinþóri Guðmunds- syni er hann var rekinn frá kennslu sem frægt er. Þá voru pólitískir alvörutímar. Ungur lærði Páll á bíl sem þá var líkt og að læra á flugvél nú, jafnvel geimfar. Hann dreif sig í margs konar vinnu, m.a. á síld, og Ieitaði mjög uppi svaðilfarir og ævintýr. Dró svo að því er verða vildi. Páll fór að ferðast um fjöll og öræfi, gangandi eða á hestum, og varð töfraður af veröld þeirra slóða. Sem bílaáhugamaður mun hann hafa tekið vel eftir leiðum; og fyrr en varði var hann farinn að keyra Fordinn á óruddum öræfaslóðum. Páll varð síðan brautryðjandi í fjallaferðum með fólk á bifreiðum, fór fyrstur upp úr Bárðardal um Sprengisands- leið og allar götur norðan heiða. Hann fór austur um Langaness- strendur, um Vopnafjörð, austur um allt til Djúpavogs og gerði Papey að viðkomustað. Síðan kom Suðurlandið með jökulám og eyðisöndum. Meginsagan fjallar um þessar endalausu fjallaferðir og baráttu við ótrúlegustu örðugleika, veg- laus hraun og vatnsföll. En viljinn, áræðið og oft fífldirfska sigruðu hverja þraut. Páll eignaðist fljótt keppinauta í þessu brautryðjandastarfi og þóttu þeir ekki allir aldæla. Guð- mundur Jónasson fær nokkrar hnútur hér. En Páll lét aldrei deigan síga, hvað sem á gekk. Bifreiðar með drifi á öllum hjólum gjörbreyttu ferðalögun- um til bóta: Vegleysurnar voru smátt og smátt lagfærðar og ferðamál þróuðust í átt til þess sem við þekkjum nú. Þá fór Páll að hyggja að erlendum ferða- mönnum, opnaði ferðaskrifstofu og flutti landa sína út með skipum, ók þeim svo á „Pálínu“ sinni suður um alla Evrópu. Út- lendinga flutti hann til íslands og kynnti þeim ódáðahraun okkar og vonarskörð. Hér var hann því einnig í röð frumkvöðla. En það er fleira en svaðilfarir einar sem gera lesturinn spenn- andi: Páll er ófeiminn að tjá sig, drjúgur af kvenhylli sinni og oft virðist glasi hafa verið lyft. Þó er víst að það hefur verið Páll en ekki Bakkus sem stjórnaði pel- anum. Fyllibytta hefði ekki unnið afrek á borð við þau er hér segir frá. Honum er ljóst að hann hef- ur þótt göslari vera - og var á orði haft að farartæki hans væru ekki alltaf gljábónuð. En áfram skröltu þau þó. Og ekki má gleyma því að Páll segist hafa verið nasisti frá barn- dómi; sá þó fljótt og viðurkennir nú mistök þeirra og skepnuskap. Hér er sem sagt söguefnið yfrið nóg og á annað hundrað ljós- myndir skýra lesmál og skreyta. Mun þar margur fullorðinn þekkja sjálfan sig og minnast glaðra stunda í fylgd með Páli Þátturinn hefst með vísu eftir Sigurð Kristjánsson er síðastur manna bjó að Grýtu í Grýtu- bakkahreppi og dó gamall og blindur 1912. Hann var bróðir Davíðs á Jódísarstöðum, er orti Hvalbraginn fræga. Vísan varð til eftir orðaskak eitthvert milli Sigurðar og Þorsteins Jónas- sonar á Grýtubakka: Við skulum ekki þreyta þras, það mun hollast báðum. Okkar beggja æviglas út er runnið bráðum. Sigtryggur Símonarson yrkir svo um pólitísk morð. (í lönd- um sem telja sig lýðræðisleg.) Haturs éls er margoft morð í myrkri þelsins valið. Víða er frelsi aðeins orð, inni í helsi falið. Næstu vísu nefnir Sigtryggur Skammdegi: Skammdegis oft skefla spor, skært er Ijósið buga, en þegar mætast von og vor verður bjart í huga. Leó Jósefsson kvað er rætt hafði verið um menntamál í fjölmiðlum dag eftir dag: Menntun virðist mönnum góð. Á menntun sífellt klifa. Nú er eins og þessi þjóð ei þurfi á öðru að lifa. Þegar saumastofan Snælda var sett á laggirnar á Þórshöfn, hóf kona Leós þar störf. Færði hún bónda sínum peysu að gjöf, sem þar var unnin. Þá orti karl í gleði sinni: Handbrögð kvenna hagleiksrík hafa snilld ómælda. Nú er ég kominn í fagra flík sem framleitt hefur Snælda. Þessa vísu orti maður í Bárðar- dal: Árakyn sitt enn á ný eykur gamli skolli. Pað er að verða óhreint í andans stöðupolli. Annar svaraði: Viljir þú maður vinna að því að vaxi gróðurinn holli ræktaðu blóm og aldin í andans stöðupolli. Svo bar við þegar Friðbjörn Guðnason var sláturhússtjóri á Grenivík, að stúlkan sem þvoði kjötið taldi þvottakústinn alltof linan og vildi fá nýjan og betri til verksins. Þá orti Friðbjörn: Kafrjóð meyjan kjötið þvær, kveinar hátt og stynur: „Hann sem þú lést mig hafa í gær hann er alltoflinur. “ Illt er að heyra elskan mín, er það mjög til baga. Ég veit að rík er þörfin þín, þetta er skylt að laga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.