Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 7
9. desember 1983 - DAGUR - 7 PLOTUR Fiðlarínn á þakinu Einn þeirra útlendinga sem dval- ið hafa hérlendis á undanförnum árum og auðgað tónlistarlíf okkar, er Bretinn Graham Smith. Graham hefur leikið með Sinfóníuhljómsveitinni, leikið rokk og jazz og þess á milli leikið breska þjóðlagatónlist af mikilli snilli á fiðlu sína. Hann er mennt- aður í klassískri tónlist en ólíkt svo mörgum íslenskum kollegum hans, þá hefur það ekki stigið honum til höfuðs. Með þátttöku sinni í Van Der Graf Generator, hinni þekktu bresku framúr- stefnuhljómsveit, öðlaðist Gra- ham Smith alþjóðlega frægð og síðan hefur hann ræktað garðinn sinn og leikið jöfnum höndum þá tónlist sem hann hefur haft yndi og ánægju að leika. Ég er ekki frá því að með plöt- unni Kalinka sem Graham Smith hefur gefið út í samvinnu við Steina hf., þá hafi mörgum ís- lendingum opnast nýr ævintýra- heimur á sviði tónlistarinnar. Bretar hvaða nafni þeir kunna að nefnast, Englendingar, írar, Skotar og Walesbúar eiga allir fágæta tónlistararfleifð - þjóðlög Það eru ekki síst Skotar og sem eru ríkir af þessum lögum og það eru ekki færri en fimm slík á hinni nýju plötu Graham Smith. Graham leitar þó fanga miklu víðar. Á plötunni eru ensk, fær- eysk og rússnesk þjóðlög sem öll eiga það sammerkt að njóta sín frábærlega vel á fiðluboga Graham Smith. Kalinka er einföld, hugljúf og falleg plata sem allir geta haft gaman af. Alþjóðleg plata sem er aðstandendum sínum til mikils sóma, en auk Graham Smith leika á plötunni Jónas Þórir (hljómborð), Sigurður Karlsson (trommur) og Pálmi Gunnarsson (bassi). Útsetningar voru í hönd- um Grahams, Jónasar Þóris og Gunnar Þórðarson hafði einnig hönd í bagga, en hann stjórnaði upptökum á plötunni. - ESE. I leit að alheimsfrægðinni Svo lengi sem elstu konur á Pat- reksfirði muna þá hefur Jóhann Helgason verið í leit að alheims- frægðinni. Ekki er annað hægt en dást að Jóhanni fyrir þrautseigjuna. Hann hefur brugðið sér í ýmis líki, Change var eitt, Pal Brothers annað og nú er það Joe Graham Smith - Kalinka karlinn Ericson sem hyggst leggja heiminn að fótum sér. Jóhann Helgason gat sér mjög gott orð með sólóplötu sinni Tass sem út kom í fyrra. Hlaut Jóhann margs konar verðlaun fyrir þessa plötu hérlendis og því ekki óeðli- legt að kappann hafi enn langað til að spreyta sig á erlendri grundu. Tækifærið kom er Bo Haldorson (Björgvin Halldórs- son) gekk úr rúmi fyrir Jóhanni á sönglagahátíðinni í Castelbar á írlandi (ef mig minnir rétt) en þar náði Joe Ericson öðru sætinu með laginu Take your time. Munaði víst aðeins einu atkvæði plöturnar sem skapa vinsældirnar og því hljóta Steinar hf. að vera tilbúnir með lítinn Joe Ericson á 45 snúningum. Megi Jóhanni Helgasyni og tvífara hans ganga allt í haginn - Bubbi Mortens - Línudans hann hefur svo sannarlega þörf fyrir smáheppni ef þessi plata á að gera einhverjar rósir í útlönd- Frítt faU W Bubbi með Greatest Hits. Það er víst örugglega rétt að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aðeins nokkur ár síðan Bubbi alias Ás- björn Kristinsson Morthens var aðalhrekkjusvínið í Vogaskóla ásamt frænda mínum. Allt fram streymir o.s.frv. . . Línudans en svo nefnist þessi Greatast Hits plata Bubba Fvni noSan lilpllll! holiur Frekar haUoadstegt Alveg þokkalegt Með aUt á hreinu : Viikriogí. golt Morthens er ótímabær gripur að mínu viti. Ég var sannarlega hneykslaður fyrst er ég leit hana augum. Mér duttu allar dauðar. Það var ekki fyrr en í morgun að greindur piltur og geðþekkur varpaði því fram í sunnanblaði að hér væri ekki einvörðungu um útvötnun á Bubba Morthens að ræða. Málið væri einfaldlega það að með Línudansi fyllti hann upp í þriggja sólóplötu-samning við Steina hf. (Plágan, Fingraför, Línudans) og væri því nú laus allra mála. Sinn eigin herra eða svo gott sem. Þetta er ágæt skýr- ing á þessari frekar vondu plötu. Setjum nú sem svo að Bubbi væri fimm eða tíu árum eldri og safnplata hefði átt rétt á sér og hann hefði dansað á línunni með lögin Hermaðurinn, ísbjarnar- blús, Þú hefur valið, Lög og regla, Plágan, Hollywood, Stríð- um gegn stríði, Hrognin eru að koma, Segulstöðvarblús, Paron- ia, Stál og hnífur og Síðasta blómið - hver hefði þá orðið út- koman. Ég veit það ekki en efa að plötunni myndi verða tekið með kostum og kynjum. Á þessari plötu er ég prýðilega sáttur við ísbjarnarblús og Hrognin eru að koma, bæði af fyrstu plötu Bubba. Önnur fara í taugarnar á mér. Nýju lögin sem getin eru í andlegu sambandi við Dylan og Pretenders, að því er sagt er, þykja mér ekkert sérstök. Hermaðurinn þó aðeins skárri. Niðurstaðan er sem sagt sú að Bubbi Morthens dettur allt of oft niður af þeirri línu sem hann hef- ur kosið að feta að þessu sinni. Við skulum bara vona að hann hafi ekki meitt sig. - ESE. að Joe yrði heimsfrægur á Ir- landi. Hin nýja plata Jóhanns Helga- sonar Einn sem Joe Ericson gefur út erlendis undir erlendu heiti, er feykivandaður gripur. Útsetning- ar, undirleikur, söngur og allt saman er fyrsta flokks og það hefur greinilega ekkert verið til sparað til þess að gera þessa plötu sem besta. Stóra spurningin er svo bara hvernig eru lögin? Að mínu mati eru ein tvö til þrjú mjög góð, álíka fjöldi þokkaleg- ur en einnig tvö til þrjú lög vel fyrir neðan meðallag. Það eru lögin „Talk of the town“, „Take your time“ og „Shout in the night“ sem standa upp úr að mínu mati og ef Joe Éricson er heppinn þá gætu þessi lög fallið í kramið ytra með mikilli | kynning arstarfsemi. Ólíkt því sem gerist hér, þá eru það nefnilega litlu grænmeti - m iip Grænar baunir 1/1 d Z4.o3 1 1 '2 d 15,40 Amerísk blanda 1/ '2d 19.65 I Gulrætur og grænar 1/2 d 18,95 I I Maískorn 1/ 2d 29.75 I Rauðkál L '2d 24.85 P JCftRO | HAGKAUP Akure»ri |

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.