Dagur - 12.12.1983, Síða 3

Dagur - 12.12.1983, Síða 3
12. desember 1983 - DAGUR - 3 Tryggvi Marinósson, Smári Sigurðsson og Hallgrímur Indriðason eru jólatrjáasveinar Skógræktarfélagsins. „Rauðgrenid er alltaf vinsælast“ — Jólatrjáasala Skógræktarfélagsins hafin „Trén líta vel út í ár, þannig að ég hef trú á að barrheldni þeirra verði góð,“ sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfírðinga, í samtali við Dag, en jóla- trjáasala félagsins hófst fyrir helgina. „Þetta verður fyrst og fremst torgsala hjá okkur,“ sagði Hall- grímur, „því við verðum með trén úti við í göngugötunni í Hafnarstræti, en auk þess höfum við innhlaup í gamla „Nýja sölu- turinn“, sem er Hafnarstræti 102. t>ar verðum við með ýmiss konar skreytingaefni; platta, búta og köngla, auk greni- og furu- greina.“ - Hvaða trjátegundir verðið þið með? „Rauðgrenið er alltaf vinsæl- ast, en við verðum einnig með stafafuru og fjallaþin. Tvær síðastnefndu tegundirnar eru barrheldnari heldur en rauð- grenið, en ég hef samt trú á að rauðgrenið standi sig núna. Við erum búnir að hafa tré inni hjá okkur í gróðrarstöðinni í hálfan mánuð og barrið situr sem fastast á sínum stað enn. En það er nauðsynlegt að geyma trén á köldum og skjólgóðum stað þar til þau verða tekin inn og einnig er gott að saga aðeins neðan af endanum áður en fóturinn er settur á. Síðan verður að passa upp á að þau hafi alltaf nóg vatn að drekka og best er að hafa tréð á kaldasta staðnum í stofunni.“ - Hvað seljið þið mörg tré og hvað kosta þau? „Við reiknum með að selja um 1.000 tré og auk þess um tvö tonn af greinum. Trén eru öll úr skógarreitum í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, en hluti af greinun- um er fluttur inn í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Meðalstórt tré af rauðgreni kostar 400-500 krónur, en furan og þinurinn eru eitthvað dýrari. Allur ágóði af sölunni rennur til skógræktunar á Akureyri og í Eyjafir." - Er búið að höggva öll trén? „Já, það var gert í síðasta mán- uði, þannig að fólk fær ekki nýrri tré þó það bíði fram undir jól með að kaupa jólatré, enda skiptir það ekki máli hvað barr- heldnina varðar, þótt tréð sé ný- höggvið. En það er ástæða til að hvetja fólk til að bíða ekki með kaupin, því í upphafi sölunnar er úrvalið mest og best.“ - Stóru trén sem prýða bæinn, þau eru náttúrlega frá útlöndum? „Nei, nei, það er liðin tíð. Stærsta grenitréð sem kemur frá okkur núna er 7-8 metra hátt og það verður sett upp við kirkjuna. Þetta tré er líklega um 35 ára garnalt og mun hafa verið gróður- sett hér á fyrstu dögum skógrækt- arinnar í Kjarna. Þetta tré er sett upp á kostnað KEA og nú sjáum við þeim fyrir tré á þennan stað annað árið í röð. Það má því segja, að KEA-merkið sé komið á kirkjuna og ekki skömm að því.“ - Er mikið að gera hjá skóg- ræktinni í desember? „Já, það er nóg að gera í af- urðasölunni, því þetta er í raun- inni okkar sláturtfð. Við verðum hér 4-6 við þetta fram að áramót- um, en í janúar fara skógrækt- armenn í sumarfrí. Þann tíma notum við til að safna kröftum og sinna fjölskyldum okkar, því það er ekki mikill tími til þess yfir sumarmánuðina,“ sagði Hall- grímur Indriðason í lok samtals- ins. Þau síga I þessi fullorðnu jólatré, enda komin vel á fertugsaldurinn. Myndir: GS. KSS . jM' m mm ■■• ífíSý ; í‘ZÁi m ■ wiFvitf •?<' i/k fínníkfír P ' IdL-mí* I íM-t MM r e*#~ íT" \ i , - r^VJlTO:* > ...: •>• '.'-.'í.t 1 /ji*. - í«>ÍS&r4i !iéskm - mpmisi® * vr<. SíMÍlIS w Akt PlteglfegíSÉ •'TV-i'ivv .•: Úlwckspilx Vandaður vestur-þýskur skíðafatnaður á börnin. Sporthú^id, HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.