Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 23. janúar 1984 10. tölublað 420 börn á biðlista við dagvistir Akureyrar „Biðlistínn við dagvistunar- stofnanimar hefur aldrei verið lengri en nú og stöðugt lengist hann, ætli það séu ekki nærri 420 börn sem bíða eftir plássi," sagði Sigríður Jóhannsdóttír, dagvistarfulltrúi hjá Félags- máiastofnun Akureyrar, í sam- tali við Dag. Það kom fram í samtalinu við Sigríði, að lítil hreyfing hefur verið á dagvistarheimilunum í vetur og því hefur biðlistinn lengst. Og það eru fleiri börn á biðlista en rúm er fyrir á dagvist- um bæjarins, því þar er ekki rúm fyrir fleiri en 350 börn. Ekki er fyrirsjáanlegt að biðlistinn styttist að ráði á næstunni, því ný dagvist er ekki í augsýn á vegum bæjar- ins. Hins vegar er Hvítasunnu- söfnuðurinn með dagvist í bygg- ingu í Glerárhverfi, sem er um það bil fokheld. Akureyrarbær rekur eitt skóladagheimili fyrir 6- 12 ára börn og þar eru laus pláss. -GS. Hjalpar- sveit skáta kölluð út - er vonskuveður gekk yf ir Norður- land Hjálparsveit skáta á Akureyri fór í gærkvöld að huga eftir ferða- löngum sem voru væntanlegir frá Skagafirði til Akureyrar. Hjálparsveitarmennirnir komust á bílum vestur að Öxnadalsheiði, en þaðan héldu þeir áfram á snjósleðum. Ferðalangana fundu þeir svo í Norðurárdal, þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í skafli og höfðu þeir látið fyrirberast í bílnum. Engum varð meint af þessu næturævintýri og voru allir, ferðalangar sem hjálparsveitar- menn, komnir í Kot um 4-leytið í nótt. Vonskuveður gekk yfir Norðurland í gærkvöld og stóð í um tvo tíma. Á Akureyri komst vindurinn í um 10 vindstig og þar hafði lögreglan í nógu að snúast við að hjálpa fólki að komast ferða sinna. En ekki er vitað að slys hafi orðið í veðrinu. „Æskilegt" að næsta stóriðja rísi í Eyjafirði - segir í ályktun atvinnumálanefndar Akureyrar Meirihlutí atvinnumálanefndar Akureyrar hefur samþykkt til- lögu Jóns Sigurðarsonar þess efnis, að bæjarstjórn Akureyr- ar telji „æskilegt", að næsta stóriðja verði við Eyjafjörð, svo fremi sem sýnt verði að hún stofni lífríki fjarðarins ekki í hættu. Samþykkt nefnd- arinnar kemur fyrir fund bæjarstjórnar á morgun. Það voru þeir Jón Sigurðarson, Gunnar Ragnars og Aðalgeir Finnsson, sem stóðu að sam- þykkt tillögunnar. Páll Hlöðvers- son, fulltrúi Alþýðubandalagsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni og sömu sögu er að segja um Hólmfríði Sigurðardóttur, full- trúa Kvennaframboðsins. Á fimmtudaginn lagði Sigríður Stefánsdóttir fram tillögu um atvinnumál í bæjarráði. Hún fól m.a. í sér stuðning við stóriðju með sömu fyrirvörum og tillaga Jóns, en auk þess voru í tillög- unni skilyrði um eignaraðild og orkuverð. Þeirri tillögu var vísað til atvinnumálanefndar. Kvenna- framboðið er andvígt öllum stór- iðjuáformum við Eyjafjörð, en frá konunum kom tillaga um Grettistak í fiskrækt í Eyjafirði. Það má því búast við fjörugum umræðum um atvinnumál í bæjarstjórn á morgun. Fundur- inn hefst í bæjarstjórnarsalnum kl. 4. FWGLr/ÐlR WkX í morgun biðu um 500 manns eftir flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Flugbrautir Reykjavikurflugvallar voru ófærar, en reiknað var með að lokið yrði við að ryðja þær um hádegi. Hins vegar var veðurútlit slæmt á Akureyri, þannig að óvísí var um flug þegar þetta var skrifað. Mynd: KGA. Olafur Rafn og Danielle: Kæra Grímu fyrir skjalafals! Ólafur Rafn Jónsson hefur fyrir hönd eiginkonu sinnar Danielle Somers kært meint skjalafals á þinglýsingarsamn- ingi fyrir húsið að Þingvalla- stræti 22 en þinglýsing þessi er frá árinu 1969. Ólafur Rafn gekk á fund rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri í morgun og afhenti kæruna en í henni segir m.a.: ". . . .vil ég vekja athygli rannsóknarlögreglu á því að á umræddu afsali er kært var er undirskrift Grímu Guðmundsdóttur fölsuð að því er best verður séð samanber undir- skrift hennar á lögregluskýrslu sem fylgir hér í myndriti." Ölafur Rafn sagði í samtali við Dag í morgun að þessi „falsaði samningur" væri eina plaggið sem Iægi til grundvallar þeirri „ólögmætu skiptingu á húsnæð- inu" sem þau hefðu barist gegn. Það væri því mikilsvert að rann- sóknarlögreglan rannsakaði málið. - Við höfum grun um að það sé fleiri en ein undirskrift fölsuð á þessu plaggi og að okkar mati er hér um ekkert annað en al- gjört skjalafals að ræða, sagði Olafur Rafn Jónsson. - ESE „Hef leikið í lands- : líði íslands" -bls.2 „Loinan er ekki búin" -bls.3 Hvað kostar þorra- matur? - bls. 9 Þórog KAí Ldeild - Sjá íþróttir í opnu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.