Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. janúar 1984 Feröu oft í gufu- bað? Orri Árnason: Já, svona tvisvar á ári. Jóna Lovísa Jónsdóttir: Nei, ég fer voða sjaldan gufu. Ragnheiður Sigurjónsdóttir: Sjaldan nema stundum. Friðrik Stefánsson: Já, nokkrum sinnum, það er alveg sjálfsagður hlutur að fara í gufu. Hrafnkell Tulinius: Já, ég geri það yfirleitt einu sinni í viku. íþróttafélagið Vaskur. - Það var ekki laust við að Þórsarar og KA-menn á Akureyri glottu við tönn er þetta félag var stofnað í janúar 1982 og til- kynnt að Vaskur hyggðist sækja fram til orustu og taka þátt í íslandsmótinu í knatt- spyrnu það ár í 4. deild. En glottið fór af mönnum, Vaskur tók þátt í íslandsmótinu og reyndar einnig í fyrra og tilvera félagsins er staðreynd þótt óneitanlega standi það í skugga „hinna stóru" enn sem komið er. „íþróttafélagið Vaskur er stofnað upp úr firmaliði Híbýlis h.f. Þeir sem skipuðu það firma- lið höfðu áhuga á að keppa í 4. deildinni og voru það miklir græningjar að halda að firmalið gæti tekið þátt þar. En svo ráku menn sig á að til þess að mega taka þátt í íslandsmóti þarf félag- ið að vera öllum opið og aðili að alls kyns ráðum og íþróttasam- böndum. Því var drifið í stofnun Vasks," segir Sveinn Björnsson sem nú gegnir formennsku í fé- laginu, en hann er viðmælandi okkar í dag. Sveinn upplýsti okk- ur um að stofnendur hefðu verið um 20 talsins en félagatala nú væri 80-100 manns. - Þetta hefur þá verið hugsað þannig að menn gætu keppt fyrst og fremst ánægjunnar vegna, ekki að ætlunin væri að rjúka upp í 1. deild strax? „Ánægjan var undirstaðan ög er það ennþá. Það er mikið af mönnum í bænum sem hafa gam- an af að spila knattspyrnu, gamlir karlar eins og ég. Fram að stofn- un Vasks var ekki um neitt annað að ræða en firmalið, eða reyna að komast að hjá félögum fram í firði eða út með firði ef menn vildu spila." - Menn höfðu á orði þegar fé- Iagið var stofnað að þetta væri bara „joke" og allt myndi þetta fara í vaskinn. „Já við heyrðum það, en nafn- ið var fengið á góðan hátt. Gísli Jónsson menntaskólakennari var fenginn til að gera tillögur að nafni á félagið og Vaskur var val- ið úr lista frá honum sem innihélt um 20 nöfn." - Og þið eigið tvö íslandsmót að baki? „Já og það hefur komið fyrir að við höfum unnið leiki og pað er gaman að því." - Og þið takíð ósigri ekki illa er það? „Nei ekki vil ég segja það. Þó man ég eftir einum leik sem fram fór á aðalleikvanginum á Akur- eyri. Við spiluðum þá við Svarf- „Eg hef leikið nokkra landsleiki fyrir ísland" - segir Sveinn Björnsson formaður Iþróttafélagsins Vasks dæli og vorum yfir í hálfleik 4:0. Við vorum því ekkert brattir í Ieikslok eftir að hafa tapað 4:5, og lítið um gleði í herbúðum okkar. Það er enginn sérstakur áhugi á því ennþá að berjast fyrir því að komast ofar í deildar- keppninni." - Og þá ekki fyrir því að gera Vask að „alvöru" félagi? „Það verður að koma í ljós. Það er engin spurning ef inn í fé- lagið koma menn sem hafa áhuga á að stunda aðrar íþróttir en knattspyrnu, þá er það opið. Þetta byggist á þeim mönnum sem eru í félaginu og því sem þeir hafa áhuga á og það er knatt- spyrna í dag." - Hefur liðið lítið breyst frá upphafi? „Stofnfélagarnir eru flestir fé- lagar ennþá en það hafa orðið breytingar á liðinu." - Stofnfélagar eiga þá ekki stöðurnar sínar? „Nei það er ekki þannig. Hins vegar er það skemmtilegt að það er ekki svo fjölmennur hópur sem hefur æft að þeir sem hafa haft tök á því að mæta í leiki hafa Sveimi Bjömsson. spilað. Þetta hefur verið sjálf- valið frá leik til leiks. Við höfum yfirleitt æft tvisvar í viku, á Sana- velli á vorin og svo á KA-velli en KA-menn hafa reynst okkur mjög vel. Við höfum alltaf æft á möl og erum ekki graslið." - Ert þú fyrrverandi íþrótta- garpur þegar þú kemur inn í fé- lagið? „Nei, ég var efnilegur í 5. flokki hjá KA en eftir það var ég dútlari. Á námsárum mínum í Óðinsvé í Danmörku spilaði ég hins vegar dálítið. Þar voru nokkuð margir íslendingar og einnig knattspyrnuáhugamenn frá öðrum þjóðum og við spiluð- um oft landsleiki. Ég hef þvi leik- ið nokkra „Iandsleiki" fyrir ís- land m.a. við Grænland, Mar- okkó og Noreg." - Á hvaða aldri eru leikmenn Vasks? „Þeir eru á aldrinum 16 og al- veg fram að fertugu." - Og ætlunin að fara að yngja upp og bæta við yngri flokkum? „Það verður bara að koma í ljós. Við höldum þessu gangandi eins og hægt er og ef við fáum meðbyr þá er sjálfsagt að gera eitthvað í málunum. Fyrsta skref- ið verður að hafa þjálfara en það höfum við ekki haft til þessa og við erum að leita að slíkum manni. Annars gæti verið erfitt að þjálfa þetta lið eins og það er uppbyggt í dag, a.m.k. að kenna mönnum rriikið." - Þarna á Sveinn sennilega við að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að o.s. frv. og sennilega eiga fertugir leikmenn ekki eftir að bæta mikið við sig í tækni. „Við göngum ekki um með einhverja drauma, þetta hefur byggst upp á áhuga og eigin þörf- um fyrir að spila knattspyrnu." Verður Lucy opin- ber „starfstík"? „Húmoristi" hringdi og gerði að umræðuefni Albert Guðmunds- son og tíkina hans „Lucy". Er það ekki alveg magnað hvað hann Rafn útvarpsmaður getur verið tíkarlegur út í hann Albert, að kæra hann fyrir að eiga hana Lucy, þessa elsku sem er alltaf með honum á myndun- um þegar hann stillir sér upp fyrir ljósmyndarana. Ætlar Rafn að hafa það á sam- viskunni að Albert hrökklist úr landi með tíkina? Við megum bara alls ekki missa þennan ein- staka stjórnmálamann frá okkur, þar færi góður biti í..... Albert segir sjálfur að það stoppi ekki síminn hjá sér síðan Rafn kærði hann, og sé jafnvel hringt frá Ástralíu, þeir eru ekki blankir þar. En væri ekki tilvalið fyrir Albert að fara í „sjóbisnes- inn" aftur. Hann var í þeim „bisness" áður en hann kom heim þegar hann spilaði fótbolta og nú gæti hann ferðast um með Lucy farið jafnvel til Ástralíu og sýnt hana þar. En hugsanlega getur Albert fengið að hafa tíkina hjá sér áfram. Hann lætur bara skrá hana sem varðtík. Lucy yrði þá opinber starfstík sem hefði það verkefni að gæta galtóms ríkis- kassa nótt og dag. Sennilega þyrfti hún ekki hátt kaup, gæti verið á skúringataxta Framsókn- ar hjá Aðalheiði Bjarnfreðs. Þá gæti Rafn snúið sér að því að kæra fleiri hundaeigendur, þessi sjálfskipaði vörður réttlæt- isins á íslandi má ekki láta staðar numið, hann verður að standa sig í sínum borgaralegu skyldum. Áfram Rafn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.