Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 9
23. janúar 1984 - DAGUR - 9 ÞORRINN — er genginn í garð Þorrinn gekk í garð sl. föstu- dag með þorrablótum og öðru sem tilheyrir. Þorramaturinn á ávallt vinsælduin að fagna meðal fjölda fólks og undan- farin ár hefur borið meira á því en áður að ungt fólk hefur sótt í það að gæða sér á þcssum réttum sem margir snerta ekki á nema aðeins á þorra. Margir veitinga- og matsölustaðir bjóða upp á þorramat og við höfðum samband við nokkra þeirra til að fá upplýsingar um hvað nú væri boðið upp á, verð og fleira í þeún dúr. „Mikið spurt um þorramatinn." Hjá Hótel Varðborg varð Júníus Björgvinsson fyrir svörum. „Það er búið að spyrja mikið um þorramatinn að undanförnu og pantanir eru að byrja að berast. Annars finnst mér áber- andi að það er jafnvel meira spurt um verð og annað varðandi þorramat og kalt borð saman sem kemur að sjálfsögðu til vegna þess að þegar haldnar eru veislur er alltaf einhverjir sem ekki borða þorramatinn." Þorrabakkinn frá Hótel Varð- borg lítur þannig út, en verðið á honum er 270-285 krónur og fer það eftir því fyrir hvað marga er pantað en minnst eru afgreiddir 10 skammtar: Hrútspungar, sviðasulta, bringukollar, magáll, hvalur, lundabaggar, hangikjöt, nýtt kjöt, saltkjöt, hákarl, harðfiskur, flatbrauð, laufabrauð, rófu- stappa, smjör og stúfaðar kart- öflur. „Óvenjumiklar pantanir" Hjá Hótel KEA varð Rúnar Gylfason yfirmatreiðslumaður fyrir svörum. „Við höfum útbúið svipað magn af þorramatnum undanfar- in ár og höfum ekki orðið varir við að neysla á þorramat hafi aukist mjög mikið. Hins vegar ber nú svo við að pantanir hjá okkur eru óvenjumiklar sem gæti bent til þess að neyslan væri að aukast. Þannig erum við með þorramat fyrir um 500 manns um næstu helgi." - Þorrabakkinn hjá Hótel KEA kostar 295 krónur, en ef um hópa er að ræða er gefinn sér- stakur afsláttur. Og þá lítum við á það sem boðið er upp á: Nýtt kjöt, hangikjöt, sviða- sulta, hrútspungar, pressað kjöt, hvalur, hákarl, harðfiskur, flat- brauð, laufabrauð, stúfaðar kartöflur, rófustappa, smjör. „Fólk er að taka við sér" „Þetta er að fara í gang og við höfum orðið varir við að fólk er að taka við sér," sagði Sigurður Þ. Sigurðsson í Sjallanum. „Þorramaturinn hefur selst nokk- uð misjafnt milli ára, og eins hef ég fundið að fólk vill nú mjög oft fá blandað kalt borð og þorramat þegar um veislur er að ræða. Við seljum þorramat eingöngu í sam- kvæmi og tökum ekki pantanir fyrir færri en 50 manns." Þorrabakkinn frá Sjallanum kostar 285 krónur fyrir 50-100 manns en 275 krónur fyrir 100 manns eða fleiri. Og þá lítum við á úrvalið á þorrabakkanum frá Sjallanum: Hangikjöt, saltkjöt, bringu- kollar, hákarl, hrútspungar, sviðasulta, svið, lundabaggar, harðfiskur, flatkökur, rófu- stappa, stúfaðar kartöflur, hrá- salat, brauð og smjör og einnig slátur ef þess er óskað. Júlíus Jónsson matreiðslumaður á Hótel glæsilegan þorrabakka. Ævintýri á undanhaldi" »? „Ég held að þetta þorraævintýri sé eitthvað á undanhaldi," sagði Hallgrímur Arason á Bautanum, en Bautinn hefur verið með þorramat í 13 ár. „Mér finnst neyslan vera að minnka frá því sem var fyrir 5 árum þegar þetta var í hámarki." - Þorramatur á disk á Bautan- um kostar 195 krónur. Ef keypt er fyrir 2 eða fleiri í trogi sem Bautinn lánar út þá kostar 295 krónur fyrir manninn. Verð til hópa er 295 krónur fyrir 50 eða færri, 285 krónur fyrir 50-100 manns og 275 krónur fyrir 100 manns eða fleiri. Og á þorra- bakka Bautans er: Hangikjöt, saltkjöt, nýtt kjöt, sviðasulta, hrútspungar, reyktir bringukollar, súrir bringukollar, lundabaggar, harðfiskur, hákarl, hvalur, blóðmör, lifrarpylsa, rúg- brauð, flatbrauð, smjör, rófu- stappa, stúfaðar kartöflur og hrásalat. » Alltaf mikil eftirspurn" „Þáð er alltaf mikil eftirspurn eftir þorramatnum. Að vísu datt hún aðeins niður í fyrra en núna er mikið pantað hjá okkur í veisl- ur" sagði Sævar Hallgrímsson framleiðslustjóri hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Kaupfélagið bíður upp á veisluþorramat fyrir kr. 240 á mann. Einnig selur það í verslan- ir bakka með 8 tegundum á 225 krónur og bakka með 16 tegund- um á 240 krónur. - En við lítum á þorramatinn frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar fyrir veislur og þá er þetta þar að finna: Hangikjöt, saltkjöt, nýtt kjöt, hrossabjúgu, reykta tungu, magál, reykta bringu, hrútspunga, sviðasultu, lundabagga, hval, harðfisk, hákarl, smjör, laufa- brauð, flatbrauð, rúgbrauð, rófu- stöppu, kartöflustöppu. t Minning Bjarki Árnason F. 3.5. 1924 -D. 15.1. 1984 Bjarki Árnason andaðist á Sjúkra- húsi Siglufjarðar sunnudaginn 15. janúar 1984 eftir stutta iegu þar, að- eins 59 ára. Að vísu var ljóst að síðustu mán- uði gekk hann ekki heill til skógar, en að endadægri væri komið voru fæstir viðbúnir. Ég kynnist Bjarka þegar hann var við trésmíðanám hjá Pétri Laxdal, byggingameistara, og í Iðnskóla Siglufjarðar hjá Jóhanni Þorvalds- syni, skólastjóra, 1951-52, Sveinspróf í trésmíði tók hann 5. mars 1953 og byggingameistarabréf þremur árum seinna. í skólanum vakti hann athygli mína fyrir hvað hann var fljótur að skilja t.d. stærðfræðina sem Hafliði Guðmundsson kenndi, en mér var kunnugt um að Bjarki hafði ekki aðra undirbúningsmenntun en einn vetur í Laugaskóla eftir venjulega barnafræðslu eins og hún gerðist til sveita um 1930. Hann fæddist að Stóru-Reykjum í Þingeyjarsýslu 3. maí 1924, sonur hjónanna Arna Þorsteinssonar frá Litlu-Reykjum og Laufeyjar Sig- tryggsdóttur frá Stóru-Reykjum. Hófu þau búskap í Holtakoti en móður sína missir Bjarki þegar hann er 9 ára, fluttist faðir hans þá að Litlu-Reykjum með syni sína tvo, sem alast þar upp. Sigtryggur Árnason er tveimur árum yngri býr nú á Litlu-Reykjum giftur Aðal- björgu Jónsdóttur frá Ysta-Hvammi í Aðaldal og eiga þau fjögur börn. Mjög kært samband var milli þeirra bræðra og fannst Bjarka hann fara heim, þegar austur í Reykjahverfi var farið. Til Siglufjarðar kemur hann sumarið 1943 og vinnur þá á Hóls- búinu, sem Siglufjarðarkaupstaður átti og rak. Eitthvað hefur Bjarki séð við Siglufjörð sem eftirsóknarvert var, því að á þrettándanum 1944 er hann aftur kominn til Siglufjarðar og ráð- ast þá örlög hans skjótt. Hann kynnist eftirlifandi konu sinni Margréti Vernharðsdóttur og þau gifta sig 1. febrúar 1945. Eignuðust þau fjögur börn. Krist- ín f. 26. júlí 1945 gift Hafsteini Sig- urðssyni, þau búa á Isafirði, Svein- sína f. 12. apríl 1949 gift Hjálmari Guðmundssyni vélstjóra, Vest- mannaeyjum, þau eiga tvo drengi, Brynhildur f. 5. júní 1954 gift Stef- áni Pálssyni, Sandfelli, Skagafirði, þau eiga þrjú börn, Árni f. 4. nóv- ember 1960, giftur Heiðrúnu Ósk- arsdóttur, þau búa á Siglufirði. Áður en Bjarki gifti sig eignaðist hann dóttur, Laufeyju, er hún gift Karli Sigurði Björnssyni og eiga þau fjögur börn og búa á Hafrafells- tungu í Öxarfirði. í umróti hins daglega amsturs hrekkur maður við þegar samstarfs- maður er kallaður burtu langt um aldur fram. Minningarnar hrúgast upp, og á hugann leitar tilgangsleysi þeirra ágreiningsmála, sem mönnum hætt- ir til að blindast af innan okkar þrönga fjallahrings, og við verðum svo oft upptekin af. Ég minnist þess þegar Bjarki hafði rétt lokið sveinsprófi að hann tók við rekstri trésmíðaverkstæðis Péturs Laxdals, sem hann lærði hjá og Pétur flutti þá til Reykjavíkur. Þá voru vissulega erfiðleikar í Siglufirði en Bjarki hafði þá þegar byggt húsið Laugarvegur 5 í félagi við tengdaföður sinn. Einstaklega gott sámband var alla tíð milli hæð- anna og sterk fjölskyldutengsl. Samband slitnaði í nokkur ár meðan ég dvaldi við frekara nám í Reykjavík, en þegar ég kem aftur 1957 og stofnaði fyrirtækið Raflýs- ingu ásamt öðrum var Bjarki orðinn umfangsmikill byggingameistari. Endurnýjaðist nú vináttan. Unnum við mikið á næstu árum bæði fyrir og í verkefnum með Bjarka. Byggði hann m.a. húsið okkar að Hlíðar- vegi 17, um 1960. Hann teiknaði og byggði mörg hús í Siglufirði og var einstaklega nákvæmur um alla áætl- anagerð, verkhygginn og samvisku- samur. Mér er minnisstætt þegar Kaupfélag Siglfirðinga byggði verslunarhúsið að Suðurgötu 4 1964-66. Verkið var boðið út í einu tilboði, uppsteypt með grunni og lögnum. Bjarki bað mig að áætla í verkið raflagnir. Ein- hvern veginn fórst það fyrir svo að hann varð að leggja eigið mat á þann verkþátt. Ekki var laust við að við værum spenntir að vita niður- stöður tilboða, en skemmst er frá að segja að verkið fékk Bjarki og fyrir tilboð sem féll að kostnaðaráætlun svo ekki skeikaði nema örfáum krónum. Hefur mér oft verið hugs- að til þessa verktilboðs ásamt því vaska liðs, sem Bjarki hefði þá í vinnu og félagi við sig. Ég man þar Guðmund Þorláksson, sem lærði trésmíði hjá Bjarka, Hjört Ár- mannsson, sem lengi vann hjá honum, Trausta Árnason, kennara, Helga og Einar Hafliðasyni o.m.fl. Arið 1964 kaupir Bjarki Eincq að hálfu af Ólafi Ragnars og ráku þeir fvrirtækið saman nokkur ár. Pegar Ólafur flutti til Reykjavíkur keypti Þórður Kristinsson hlut Ölafs og ráku þeir Einco saman meðan Þórð- ar naut við en hann andaðist 22 maí 1975. Bjarki keypti þá hlut dánar- búsins og rak Einco einn þar til að hann seldi Konráð Baldyinssyni í maí 1983. Hafði Bjarki þá kennt þess sjúkdóms, sem hann laut í lægra haldi fyrir og vildi draga sig út úr þeim rekstri sem hann hafði haft með höndum undanfarna áratugi. Verslunin hafði vaxið mjög í hönd- um Bjarka einkum eftir að hann festi kaup á verslunarhúsi K.F.S. við Aðalgötuna. Um tíma störfuðu Brynhildur og Árni við verslunina hjá honum. Bjarki starfaði mjög að félagsmál- um og var félagi í Iðnaðar- mannafélagi Siglufjarðar, Lions- klúbbi Siglufjarðar o.fl. Hann var í Framsóknarfélagi Siglufjarðar og fyrir flokkinn bæjarfulltrúi 1970- 1974, sat í fjölmörgum nefndum á hans vegum um árabil. Sinnti hann störfum sínum þar af einstakri hóg- værð og sanngirni eins og honum var lagið. Hann sóttist ekki eftir metorðum en lagði sitt af mörkum til mála sem til framfara voru. f mörg ár sá hann um vinnumiðlun og skráningu fyrir Siglufjarðarbæ. Bjarki hafði fengið tvo eðliskosti í vöggugjóf, sem báðir munu geyma nafn hans langt eftir að þær bygging- ar, sem hann byggði hafa þjónað sínu hlutverki. Hann var með ein- staklega næmt lageyra, eignaðist sína fyrstu harmoniku 14 ára og spilaði fyrir dansi síðan hann kom fyrst til Siglufjarðar óslitið þar til á s.l. ári eða samfellt í 40 ár. Síðustu 5-6 sumrin lék hann fyrir dansi með hljómsveit sinni „Miðaldamenn" á Hótel KEA og voru það eftirsóknarverð laugardagskvöld. Fyrir um 30 árum spilaði ég með honum eftir að Þórður Kristinsson fór til Gautlandsbræðra og er mér í fersku minni ánægja sú og gleði sem ríkti í kring um hann. A Siglufirði kom þá fyrir að dansað var á þrem stöðum sama kvöldið. Seinna lágu leiðir Þórðar og Bjarka aftur saman. Bjarki var mjög hagmæltur, oft var til hans leitað með litlum sem engum fyrirvara með gamanvísur á skemmtun sem halda átti eftir stutt- an tíma, varð þetta eins konar föstum lið í árshátíðum Siglfirðinga. Þetta leysti Bjarki og Þórður söng yísurnar ógleymanlega, en textinn /ar þannig að engan meiddi, en af •ar hin besta skemmtun. Frá 1970 hefur Magnús Guðbrandsson verið í hljómsveitinni ásamt Inga Eiríks- syni og Árni sonur hans tók við af Þórði Kristinssyni. Þessi hljómsveit var mjög vinsæl og landsfræg undir nafninu „Miðaldamenn". Það erfiði sem hann lagði á sig í ferðalögum, veit ég að hann fékk endurgoldið í ánægjunni við að spíla og gleyma þá um stund áhyggjum af amstri hins daglega starfs. Bjarki var ein driffjöðrin í Karla- kórnum Vísi um áratugi, hann hafði mjög góða söngrödd og söng í fyrsta bassa. Um árabil samdi hann texta við lög sem kórinn söng, t.d. voru 9 textar af 18 sem voru á söngskránni 1971 eftir hann. Hug sinn til Siglufjarðarbæjar tjáði hann í ljóðinu „Siglufjörður" sem hann gerði einnig lag við. Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar, Siglufjórður, i'nn í fjóllin skarpt var skorinn skaparans afhöndum gjörður. TH að veita skjól frá skaða skipunum á norðurslóðum, sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hart þó ís að stróndum renni, þó að hamist hörkubylur hlýju samt hið innra kenni. Fólkið sem að byggir bæinn bestu lofgjórð honum syngur um að bæti öllum haginn eitt, að vera SiglBrðingur. í dag þegar við kveðjum þennan vin okkar leita á hugann hversu tilvilj- anakennd okkar tilvera er. Ef þýska skipið sem Voga-Jón, langafi Bjarka, beið eftir á Húsavík veturinn 1865-'66 hefði komið, en með því ætlaði hann til Vestur- heims, hefði rás atburða orðið önn- ur og við ekki notið samfylgdar Bjarka. Siglufjörður hefði farið á mis við þá menningarstrauma sem hann flutti hingað og auðgaði með okkar bæjarlíf. Um leið og ég þakka honum óeig- ingjarnt starf á vegum Framsóknar- félags Siglufjarðar, færi ég og kona mín Margréti og fjölskyldu ásamt öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur, í vissu um að minningin um Bjarka megi lýsa upp sorg þeirra og góður Guð styrki þau. Sverrir Sveinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.