Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 25. janúar 1984 11. tölublað Hundur át svefnlyf og drapst - Við viðurkennum að við höfðum ekki ieyfi tií þess að hafa tíkina lausa en það breytir því ekki að okkur finnst vægast sagt illa að þessu staðið. Eitr- inu er dreift um útivistarsvæði og í þessu tilfelli virðist hafa verið um gífurlega mikið magn að ræða, sögðu hjónin Kristján Jóhannesson og Helga Nóa- dóttir í samtali við Dag en þau lentu í því fyrir helgina að írsk- ur veiðihundur sem þau áttu, drapst eftir að hafa étið kjöt með svefnmeðalinu Fenemal sem ætlað var íil þess að svæfa hrafna. - Ég harma það að þetta skuli hafa gerst en ég ítreka að það var á allan hátt staðið löglega að þessu af hálfu meindýraeyðis. Hér var ekki um neitt óvenjulegt magn af lyfinu að ræða og því var komið fyrir í nágrenni Gróðrar- stöðvarinnar undir ströngu eftir- liti, sagði Valdimar Brynj- ólfsson, heilbrigðisfulltrúi Akur- eyrarbæjar er Dagur bar þetta mál undir hann. Valdimar sagði að Jón Björnsson meindýraeyðir hefði komið svefnlyfinu fyrir til þess að svæfa hrafna sem höfðu unnið spjöll á trjágróðri í Gróðrarstöðinni og hann og tveir aðrir menn hefðu verið á varðbergi og fylgst með ferðum í nágrenninu. Þeir hefðu séð hundinn í nágrenninu en þeg- ar að var gáð kom í ljós að engin spor voru þar sem lyfinu var komið fyrir. - Ég dreg" þó ekki í efa að hundurinn hefur komist í lyfið en það hefur gerst síðar og án þess að eftirlitsmennirnir sæu til, sagði Valdimar. - En er ekki einkennilegt að hundurinn skuli hafa drepist af venjulegum skammti af svefnlyf- inu? - Ég kann engar skýringar á því.nema e.t.v. þær að hann hafi étið mjög mikið af kjötinu sem lyfið var sett í. Venjulega sofna hrafnarnir ekki einu sinni af lyf- inu. Þeir vankast um stund en ná sér svo að fullu, sagði Valdimar Brynjólfsson. Bæði Valdimar og Jón Björnsson meindýraeyðir sögðu að eigendur hundsins hefðu oftsinnis verið varaðir við því að láta húndinn ganga lausan. Þeim áminningum hefði í engu verið sinnt og eig- endurnir því oftar en einu sinni gerst brotlegir við lög um hunda- hald. Jón Björnsson, meindýra- eyðir tók það fram að hann væri þeirrar skoðunar að það hefði verið illa hugsað um hundinn og hann vissi til þess að hundurinn hefði í vetur fundist illa haldinn úti í Þorpi. Blaðið bar þessi ummæli Jóns undir Kristján og hann sagði að þetta væri gjörsamlega út í hött, það gæti hver sem er vitnað um að vel var um hundinn hugsað og hún hefði aldrei verið illa' haldin af kulda og vosbúð. - ESE/HJS. Sjá nánar bls. 7. „Breytir engu um líf- daga meirihlutans" -segir Jón Sigurðarson um stóriðjutillögu sína í bæjarstjórn „Tilgangur minn með þess- um tillöguflutningi var að fá vilja meirihluta bæjarstjórn- ar í stóriðjumálinu á hreint," sagði Jón Sigurðarson, vara- bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, í samtali við Dag. Tillaga Jóns, um stuðningsyfir- lýsingu við stóriðju við Eyja- fjörð, ef rannsóknir sýni að með því sé lífríki hans ekki stofnað í hættu, var samþykkt í bæjar- stjórn í gær, með atkvæðum fram- sóknar-, sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmanna. „Það hafa staðið yfir viðræður við erlenda aðila umjiátt- töku í byggingu álvers við Éyja- fjörð. í þeim umræðum þarf vilji sveitarstjórna að liggja fyrir. Eftir samþykkt tillögu minnar þurfa menn ekki að fara í neinar grafgötur um vilja bæjarstjórnar Akureyrar, því hún er það skil- merkilega orðuð, að hún skilst." - Veldur þetta einhverjum bresti í meirihlutasamstarfi Fram- sóknarflokksins með Alþýðu- bandalaginu og Kvennaframboð- „Nei, það tel ég ekki, enda gengu flokkarnir óbundnir til þessa samstarfs varðandi afstöðu til stóriðjunnar. Það er því ekk- ert óeðlilegt þótt nýr meirihluti myndist nú um þetta mál og það breytir engu um lífdaga þess meirihluta sem verið hefur og verður væntanlega áfram," sagði Jón Sigurðarson. - GS. Fjörugar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær og margar framboðsræður haldnar, enda komu fjöhnargir áheyrendur á fundinn, nokkuð sem bæjarfulltrúar eiga ekki að venjast. Rætt var um atvinnumál og spunnust umræður einkum um álver eða ekki álver við Eyjafjörð. Hér mælir Jón Sigurðarson fyrir samþykkt atvinnumálanefndar. Mynd:KGA. Síglfirðingur. Vinna hefst líklega í febrúar Enn hefur ekki verið gengið endanlega frá samningum á milli Siglfirðings hf. og SIipp- stöðvarinnar um breytingar á togaranum Siglfirðingi í frysti- togara. Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar sagði í samtali við Dag að þeir stæðu í stöðugu sambandi við útgerð- ina og allt benti til þess að tog- arinn yrði tekinn upp í slipp í lok febrúar. - Mér skilst að það séu ýmis mál sem útgerðin á eftir að ganga frá áður en við getum gengið frá samningum en vissulega væri ágætt að fá þetta verkefni eins og staða mála er í dag. Þetta er að vísu ekkert risaverkefni en þó talsvert stórt, sagði Gunnar Ragnars. Að sögn Gunnars er stöðugt leitað nýrra verkefna og m.a. er öllum möguleikum á hugsanleg- um viðskiptum við erlenda aðila haldið opnum. Varðandi Bergvíkina, sem nú er verið að vinna við hjá Slipp- stöðinni án þess að ábyrgð fyrir nauðsynlegum lánum liggi fyrir, sagði Gunnar Ragnars: - Við erum að berjast í þessu upp á von og óvon til þess að halda uppi atvinnu. Það er svo spurningin hvort nauðsynleg fyrirgreiðsla fæst. - ESE. Símahlerun í Hjallalundi Um helgúia komst upp um símahlerun sem átt hefur sér stað í fjölbýlishúsi við Hjalla- lund á Akureyri, og var málið samstundis kært til rannsókn- arlögreglu bæjarins. íbúar í fjölbýlishúsinu voru að vinna við að mála í sameign. Þurftu þeir að fjarlægja lok sem er á stofni símans í húsinu og sáu þá torkennilegan hlut þar inni. Var kallað á lögreglu og við at- hugun hennar og.tæknimanns frá Pósti og síma kom í ljós að hér var um segulbandstæki að ræða og höfðu vírarjyerið tengdir úr því inn á eitt ákvfeðið númer í húsinu. „Það fannst hlerunartæki í fjöl- býlishúsi á Akureyri um helgina og málið er í rannsókn. Þetta er það eina sem ég get sagt um mál- ið á þessu stigi," sagði Ófeigur Baldursson sem hefur rannsókn málsins með höndum hjá rann- sóknarlögreglunni. „Það var fenginn verkstjóri frá okkur til þess að fara með lög- reglunni á staðinn," sagði Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma. „Þetta er auðvitað brot á fjar- skiptalögum og þess vegna stranglega bannað," sagði Ársæll. „í 22. grein fjarskiptalaga segir: „Enginn má án heimildar taka við fjarskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum eða hlusta á fjarskiptasamtöl. Ekki má heldur skrá neitt slíkt, tilkynna það öðrum eða nota sér það á nokkurn hátt." - En lögreglan getur fengið undanþágu? „Það segir í 19. grein fjar- skiptalaganna: „Þrátt fyrir fyrir- mæli 1. málsgreinar má veita lög- reglunni aðgang að því að hlusta á símtöl þegar öryggi landsins krefst þess eða um mikilsverð sakamál er að ræða, enda hafi dómsmálaráðherra í hvert skipti fellt skriflegan úrskurð um að svo skuli gert."" Ársæll sagði einnig að svona mál hefðu ekki komið upp áður. „Við erum afskaplega óhressir yfir þessu og við munum hafa augun betur opin gagnvart svona- lögðuðu en verið hefur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.