Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 7
25. janúar 1984 - DAGUR - 7 Það hefur löngum verið sagt að höfnin sé lífæð íslensku þjóðarinnar. Höfnin er mikilvægasti staður hvers byggðarlags sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og það er þar sem mestur hluti þess gjaldeyris sem þjóðin aflar sér streymir á land. Ef þú vilt finna púls þjóðlífsins slá, farðu þá niður á höfn, er haft að orðtaki og víst er það að höfnin hefur til skamms tíma verið ið- andi af lífi mestan part sólarhringsins. En nú eru blikur á lofti. Aflaleysi hefur lamað hafnir landsins í bili a.m.k. en þrátt fyrir það er alltaf eitthvað töfrandi við höfnina. Þar hafa skip lagst að bryggju og lagt frá landi svo lengi sem elstu menn muna og það þykja alltaf tíðindi er skip kemur í höfn. Svo mun það alltaf verða, hvað sem þorski og loðnu líður - höfnin mun alltaf vera einn ríkasti þátturinn í þjóðlífi ís- lendinga. Meðfylgjandi myndir tók KGA ljósmyndari Dags er Súlan EA kom til heima- hafnar á dögunum og eins og lesendur sjá þá eru þessar myndir hrífandi í einfaldleika sínum. Höfnin er eilíf - svo einfalt er það. „Hann blotaói lundinn" í annars fróðlegri grein í Degi 9. desember síðastliðinn, um skóg- ræktina á Vöglum og skóga í Fnjóskadal, kemur fram svo slæmur misskilningur blaða- mannsins á merkingu góðra og gildra íslenskra orða að ekki má um þegja. í greininni segir svo: „Það mun hafa verið Þórir snepill, sem nam Fnjóskadal. Hann þurfti að höggva lund í skóginn til að geta reist sér bæ og heitir því bærinn eðlilega Lundur." Lundur merkir fyrst og fremst trjáþyrping, skógarlundur - í rýmri merkingu skógur, jafnvel einstakt stórt tré, en alls ekki rjóður, autt svæði í skógi, gras- blettur í kjarri eða annað hliðstætt. „Hann blótaði lundinn," segir ennfremur í Landnámu um Þóri snepil í beinu framhaldi þess sem áður er greint. Líkur benda til að ekki hafi annars staðar í Fnjóska- dal verið stórvaxnari skógur en um Lund. Vera má að það hafi öðru fremur laðað Þóri þangað úr Kinninni, þar sem „hann nam ei yndi". í fornum trúarbrögðum Norð- manna má segja að víða slái saman forfeðradýrkun, trú á vætti og trú á gróður jarðar. Hvergi kemur það ljósar fram en þegar fórnir voru færðar holl- vættum heimilisins, svo sem heimilistrénu eða lundinum, sém fékk vænan slurk jólaölsins heimagerða að rótum sínum. Um þetta er mikinn fróðleik að finna, allt frá Víkingaöld til 20. aldar í ritinu Vár gamle bondekultur eftir Kristofer Visted og Hilmar Stigum, II, bls. 303-425. (J.W. Cappelens forlag 1971.) Trúin á „huldar landsins verndarvætti(r)" og „lundinn helga" fylgdi landnámsmönnun- um hingað og leynist með ætt- stofninum enn í dag, samofin trú Þorkels mána á þann guð er sól- ina hefði skapað - trúnni á höf- und alls lífs. Naumast mun því efni hafa verið gerð betri skil af öðrum en séra Benjamín Kristjánssyni í Eyfirðingabók hans II, bls. 20- 34: Átrúnaður Þóris snepils. 11. desember 1983 Jón Kr. Kristjánsson. Athugasemd blaðamanns. Ég þakka Jóni tilskrifið, hólið og aðfinnsluna. Hins vegar vona ég að það gleðji hann, að ég tel mig gera fullan greinarmun á „lundi" og „rjóðri". Það er rétt, ég talaði um að Þórir snepill hafi höggvið sér „lund" í skóginn og þess vegna héti bær hans Lundur. Mín hugsun var sú, að hann hefði byggt sér stærri bæ en svo, með útihúsum og öðru sem sveitabæ tilheyrir, að eitt rjóður gæti dugað. Þess vegna hafi Þórir þurft að höggva eitt „rjóður" hér og annað þar. Útkomuna hélt ég verða byggilegt umhverfi með rjóðrum og trjáþyrpingum, jafn- vel einu og einu tré á stangli. í heild fannst mér rétt að kalla þetta svæði lund, en ekki rjóður eða skóg. Ef til vill er það minn misskilningur. En hvað um það, bær Þóris snepils heitir Lundur. Ef til vill hefur Þórir snepill aldr- ei þurft að höggva neitt. Hugsan- lega hefur hann fundið á bökkum Fnjóskár byggilegt land, með rjóðrum og tráþyrpingum, byggt þar bæ og nefnt Lund. Gísli Sigurgeirsson. Mýtt-NýB Budingar Verðum með kynningu á búðingum í flestum matvöruverslunum á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu fimmtudaginn 26. janúar frakl.4r-6e.il. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.