Dagur - 10.02.1984, Side 12
wrnrn
Akureyri, föstudagur 10. febrúar 1984
Pantið borð í SMIÐJU tímanlega fyrir helgarnar, því
nú þegar eru fullbókaðir nokkrir laugardagar.
Þorvaldur Hallgrímsson, spii.tr dinnermúsík um helgar.
,,B jartsýnn á aukinn kvóta“
— segir Sverrir Leósson um loðnuveiðamar
- Það veit enginn um það hvort
leyft verður að veiða meira en
kvótinn segir til um. Við verðum
bara að vona það besta, sagði
Garðar Guðmundsson, útgerð-
armaður á Ólafsfirði eigandi
loðnuveiðiskipsins Guðmundar
Ólafs, er blaðamaður Dags ræddi
við hann um loðnuveiðarnar.
Að sögn Garðars þá hefur Guð-
mundur Olafur landað tvisvar sinn-
um að undanförnu samtals um 1150
tonnum. Áhöfnin á Guðmundi Ólafi
hefur nú veitt samtals um 2100 tonn
af 6800 tonna kvóta og sagðist Garð-
ar búast við því að ef þessi aflahrota
héldi áfram næstu vikur þá yrði ekki
vandkvæðum bundið að fylla kvót-
ann fljótlega.
Tvö loðnuveiðiskip frá Akureyri
hafa einnig verið að loðnuveiðum og
sagði Hreiðar Valtýsson sem gerir
Þórð Jónasson út að loðnuveiðarnar
hefðu gengið mjög vel frá þeirra
bæjardyrum séð.
- Þeir hafa landað tvisvar sinnum,
samtals um 1000 tonnum og við erum
þá búnir að veiða um 3800 tonn af
6500 tonna kvóia, sagði Hreiðar.
Líkt og Garðar vonaði hann að leyft
yrði að veiða sem mest nú en ekki
treysti Hreiðar sér til að spá um
hvort leyft yrði að fara fram úr kvót-
anum.
- Þetta hefur gengið mjög vel.
Súlan er nú í fjórðu og síðustu veiði-
ferðinni í þessari hrotu. Þeir hafa
fengið rúm 2200 tonn og eiga eftir
um 700 tonn af 7500 tonna kvóta,
sagði Sverrir Leósson, útgerðarmað-
ur.
Til marks um það hve veiðin hefur
gengið vel sagði Sverrir að nú væri
vika liðin frá því að Súlan hélt frá
Akureyri en þrátt fyrir langa siglingu
,væri árangurinn þessi.
- Ég er mjög bjartsýnn á að það
verði leyft að veiða meira. Allir
skipstjórar sem ég hef rætt við eru
sammála um að það hafi aldrei verið
eins mikið af loðnu og því finnst mér
ekki óeðlilegt að leyfa a.m.k. 150
þúsund tonna viðbótarkvóta, sagði
Sverrir Leósson. -ESE
Utflutnlngs-
fyrirtæki
tirOalvíkur
Aðilar á Dalvík hafa keypt
fyrirtækið Sæplast hf. í Garða-
bæ. Taka þeir við rekstri fyrir-
tækisins í byrjun mars en fram-
leiðsla á Dalvík ætti að geta
hafist fljótlega eftir að fyrir-
tækið verður flutt til Dalvíkur
eða í byrjun mars.
Þetta nýja fyrirtæki mun fram-
leiða 500, 650, og 1000 lítra fisk-
kör, línubala og bretti undir fisk-
kassa og er stefnt að því að fram-
leiðsla verði í gangi allan sólar-
hringinn. 12 ný ársstörf skapast
á Dalvík vegna tilkomu fyrir-
tækisins en nokkru fleiri ættu þó
að fá þar vinnu. Þessa dagana er
verið að vinna að því að finna
húsnæði og munu tvö hús einkum
koma til greina.
Blaðið fslendingur skýrir frá
því í síðustu viku að Plastein-
angrun verði aðili að fyrirtækinu
en það er rangt. Plasteinangrun
mun sjá um hráefnisöflun og
markaðsmál fyrir Sæplast hf. en
að öðru leyti á Plasteinangrun
engan hlut að máli.
Miklar vonir eru bundnar við
þetta nýja fyrirtæki á Dalvík en
Sæplast mun framleiða bæði fyrir
innan- og utanlandsmarkað.
- ESE
S jálfvirkur símí
- Þar með er sveitasíminn aflagður í firamfirmnum
Öxnadal og Skriðuhreppi. Þar
með verða byggðir Eyjafjarðar
komnar í sjálfvirkt símasamband
og Fnjóskadalur bætist við 1985,“
í næstu vlku verða aflagðir síð-
ustu sveitasímarnir í Eyjafirði
innan Akureyrar, en þá verða
innstu bæirnir í Saurbæjar-
hreppi tengdir sjálfvirku stöð-
inni á Hrafnagili.
„Þetta er verulegur áfangi fyrir
okkur, en á næsta ári verður
lagður sjálfvirkur sími á þá bæi
sem eftir eru í Glæsibæjarhreppi,
sagði Gísli Eyland umdæmis-
stjóri Pósts og síma á Akureyri, í
samtali við Dag. Það kom jafn-
framt fram í samtalinu við Gísia,
að árið 1986 er áætlað að allir
landsmenn verði komnir í sjálf-
virkt símasamband. -GS
Þá er það hlákan og nóg er af snjónum sem rennur burt. Þá veitir svo sann-
arlega ekki af að ræsin séu greiðfær. í morgun voru bæjarstarfsmenn að
hreinsa ræsin svo að vatnið færi rétta leið. Mynd: KGA.
Yfir-
tekur
Þór h.f.
rekstur
Haga?
Viðræður hafa verið í gangi að
undanförnu um að Trésmíða-
verkstæðið Þór h.f. á Akureyri
yfirtaki rekstur Haga h.f. sam-
kvæmt heimildum Dags sem
telja má áreiðanlegar.
Sem kunnugt er hafa forráða-
menn Haga h.f. lýst því yfir að
þeir séu að hætta starfrækslu
fyrirtækisins, og í viðtali við Dag
sl. miðvikudag sagði Haukur
Árnason forstjóri Haga að nú
væri að hefjast hjá þeim rýmingar-
sala á vörum fyrirtækisins og síð-
an myndu þeir selja vélar, búnað
og húsnæði fyrirtækisins.
Halldór Rafnsson hjá Tré-
smíðaverkstæðinu Þór h.f. vildi
hvorki játa eða neita því að fyrir-
tæki hans myndi taka yfir rekstur
Haga h.f. er við ræddum við
hann. Halldór sagði það rétt að
málin hefðu verið rædd en ekkert
hefði enn komið út úr þeim við-
ræðum sem gæfi ástæðu til þess
að tjá sig um það í fjölmiðlum.
Talað hefur verið um að Þór
h.f. muni hefja samvinnu við
ÍKEA ef af þessu verður, og yrði
Þór h.f. framleiðsluaðili fyrir
þetta þekkta húsgagnafyrirtæki.
gk--
Veður
„Þið megið eiga von á
hlýindaveðri einhverja
næstu dagana. Það er
búist við suðvestanátt um
helgina og að vind lægi
eitthvað, jafnvel strax í
kvöld. Hins vegar má
reikna með að hvessi
aftur aðfaranótt sunnu-
dags og úrkoma gæti orð-
ið meiri á sunnudag en
verið hefur, þ.e. rigning.
Snjó tekur fljótt upp við
þessar aðstæður,“ sagði
veðurfræðingur í
morgun.
Svörtu pottamir og pönnumar
frá Kúnígúnd slá í gegn
Ný sending var að koma.
Þegar þessi gæðavara er komin á
eldavélina verður allt miklu auðveldara