Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 5
,Jrlassið er lúmskara en vínið" - Reykti hass upp á hvern einasta dag í tvö ár „Það sem er bannað er alltafspenn- andi, bjá unglingum þykir það kúi að reykja hass - eins og það er töff að detta íða ífyrsta sinn. Og hassið befur svipuð áhrifá hugann ogþegar hrært er með sleif í grautarpotti, þyrlar upp hugarfluginn og maður skynjar umbverGð á nýjan bátt. Það er algengt að fólk sem er íþessu fari að pæla öðrurísi, þetta breytirpers- ónuleikanum, sérstaklega hjá ungu fólki sem ekki hefur eins mótaðan persónuleika og þeir sem eldri eru. En langvarandi vímugjafaneysla drepur athyglisgáfuna og námsgáfu og menn verða einfaldlega sljóir og áhugalausir." Það er náungi sera þekkir til fíkni- efnamála af eigin raun, sem á orð við Dag. „Á tímabili kynntist ég þessum málum vel, það var mikið af þessu í kringum mig og í tvö ár reykti ég hass upp á hvern éinasta dag. Þegar neyslan er orðin það mikil verður maður sljór og áhugalaus um allt, nema maður sé reyktur og það heldur manni við efnið. En eftir þennan tíma var ég alveg jafn tómur og áður, það var ekkert sem græddist á þessu. Ég er ekkert að spá í þetta lengur, núorðið hef ég allt annað að gera." Fáir á Akureyri - Eru þeir margir hér á Akureyri sem nota fíkniefni? „Neí, ætli það séu nema 20-30 manns, en svo er annar álíka stór hóp- ur sem hefur kynnst hassi að meira eða minna leyti. Petta eru hlutfallslega fáir miðað við ýmsa minni staði, eins og til dæmis Seyðisfjörð, þar var mikið af utanbæjarmönnum sem notuðu hass á meðan Smyrill var í ferðum þangað. Akureyri er svo rólegur bær, umhverf- ið er vinsamlegt og unglingarnir hafa meira tækifæri til að fylgjast með full- orðnum og lokast ekki eins inni í hóp- um með sínum jafnöldrum. Þannig fá þeir meira að gera og þurfa ekki að fylla upp í tóm sem annars skapást í til- verunni. Sá sem notar hass gerir það af því að hann hefur ekkert annað að gera. Þetta er verra í Reykjavík þar sem samfélagið er stærra og ópersónu- legra." - Hvaðan koma fíkniefnin hingað til Akureyrar? „Sunnan úr Reykjavík. Og það er ekkert mál að flytja þau hingað norður, menn taka þetta með sér þegar þeir koma að sunnan, eða þá að kunningjar senda þetta með einhverjum öðrum leiðum en póstinum. Já, hann er vara- samur vegna þess að hasshundurinn er látinn athuga allar póstsendingar. En þess eru dæmi að hass hefur verið sent í pósti." Mest í heimahúsum - Eru menn að reykja hass á skemmti- stöðum? „Ég hef stundum séð til manna sitj- andi á skemmtistöðum í Reykjavík tottandi sína hasspípu, en þetta hef ég aldrei séð hór fyrir norðan. Yfirleitt fer neyslan fram í heimahús- um og hún er bundin við ákveðinn hóp fólks sem er á aldrinum 18 ára til þrítugs. Það er undantekning ef eldri menn eru í þessu og ég veit ekki um neinn yngri en 18 ára sem notar hass. Flest af þessu fólki hefur kynnst hassi suður í Reykjavík. Það er engan veginn hægt áð sjá það á mönnum hvort þeir reykja hass eða ekki, sá sem kemst upp á lag með það, reykir hvar og hvenær sem honum sýn- ist án þess að nokkur viti af því. Ég þekki menn sem líta út eins og pétur og páll, stunda sína vinnu eins og aðrir, en reykja hass um helgar eins og aðrir drekka brennivín. Og það eru ótrúleg- ustu menn sem reykja." - Hvernig er með innflutning á hassi í landið, er hann skipulagður? „Ég veit ekki til þess, yfirleitt verða nokkrir til að slá saman og einn er sendur út til að kaupa efnið. Hér er það síðan selt í smáslöttum á þreföldum prís, grammið af hassi kostar núna 400 kall. Og í þessum bissness þekkja allir alla, jafnvel helstu sölumennirnir þekkja rannsóknarlögreglumennina, þeir heilsast á götu. Því að þótt sölu- maður sé tekinn og látinn sitja inni, þá heldur hann áfram um leið og hann kemur út aftur." - Nú vilja margir meina að neyslan sé að aukast, er það svo? „Það kann að vera, en hitt er líka að núorðið er þetta farið að vera meira áberandi en áður. Þetta hefur lengi ver- ið til staðar, allt frá 1970, jafnvel fyrr. Hins vegar hefur neyslan færst neðar í aldri og unglingarnir eru frekar að hampa þessu og töffast með þetta. Þeir sem reykja hass eru yfirleitt nískir á það og eru ekkert að troða því upp á aðra." Duglegir að rækta - Hafa menn verið að rækta sjálfir sitt hass? „Já, þeir hafa vérið duglegir við það. Að vísu er það erfitt á veturna vegna lítillar birtu, og það er varla þorandi að hafa plönturnar úti í glugga því að flestir þekkja þær og vita þá hvað er á ferðinni. Að vísu hefur maður stundum séð glytta í þetta í gluggum á efstu hæðum í blokkum í Breiðholti. Og svo hefur lengi gengið sú þjóðsaga að í Hveragerði sé gróðurhús fullt af „grasi". - Til hvaða ráða myndu menn hér grípa ef þeir lentu í hasshallæri? „Alls engra. Þá færu þeir bara að drekka brennivín í staðinn. Og reyndar hefur ekkert hass verið til í bænum frá því fyrir jól. Lögreglan komst í allan „jólainnflutninginn"." - Þú minnist á lögregluna, eru menn hræddir við hana? „Já, þeir eru allir hræddir, þótt þeir viðurkenni það kannski ekki. Annars er það óneitanlega dálítið kómískt að fylgjast með rannsóknarlögreglu- mönnunum hér á Akureyri - hvað þeir taka þetta hátíðlega miðað við hversu lítið er af þessu hér. í raun og veru græðir lögreglan ekkert á því að hand- sama neytendur, þeir eru flestir frið- semdarfólk sem ekki er til neinna vand- ræða. Það eru seljendurnir sem í raun og veru skipta máli fyrir lögregluna, en þeir eru engir á Akureyri. Um daginn var handsamaður seljandi í Reykjavík - það var í framhaldi af innbrotinu í Hallgrímskirkju - og hjá honum fund- ust pappírar sem bentu á mann hér fyr- ir norðan. Sá var gripinn og í framhaldi af því átta til viðbótar. En þetta voru einungis neytendur. Og ég hef reyndar heyrt að haft hafi verið eftir lögfræðingi að starfsaðferðir rannsóknarlögregl- unnar við yfirheyrslur séu stórvafasam- ar." Sterkari efni á leiðinni „Öll umfjöllun um fíkniefnamál er aug- lýsing. Ég kynntist þessum málum fyrst á þann hátt að ég las um þau. Þannig lærir fólk allt um þessi mál og þá veit það hvernig á að snúa sér í þeim þegar tækifæri gefst. Þú spurðir áðan hvernig neyslan færi fram, ég svaraði því og þar með veit fólk það. Og menn eru farnir að gera sér það ljóst að það verður æ algengara að ungt fólk álíti hassnotkun sjálfsagðan hlut. Ef hassneysla yrði leyfð myndu flest- ir hassistar vera til aðstoðar við að koma í veg fyrir að sterkari efni bærust hingað, því að þeir eru flestir á móti þeim." - Þú vilt meina að sterkari efni séu á leiðinni. „Já. Hingað til hefur fíkniefnaneysla hér verið svo til eingöngu bundin við hass. En það er erfitt í meðförum og einnig er eftirlit með því mjög strangt. Þess vegna þykir mér líklegt að sterkari efni, eins og til dæmis kókaín og amf- etamín og jafnvel LSD, fari að fást hér. Þessi efni eru mun auðveldari í með- förum, auðveldara að smygla þeim, og það er þetta sem er að gerast í Reykja- vík. Þessi efni eru líka oft auðfengnari erlendis heldur en hass." Slæmur vani „Því að hassið er ekki vandamál í sjálfu sér, það eru neysluvenjurnar. Hófleg vímugjafanotkun sakar engan, sama hver vímugjafinn er. Það er ofneysla sem veldur vandamjm, hvort sem er af víni eða hassi. Að vísu er hassið hættu- legra en vínið af því að það er mun lúmskara, hassneysla hefur engin eftir- köst þannig að það er erfiðara að átta sig á því hvenær hún er orðin of mikil. Þetta er andlega vanabindandi, ekki líkamlega og það að venja sig af hassi er eins og venja sig af slæmum vana." -KGA. 24. febrúar 1984 - DAGUR - 5 Geislagötu U Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Föstudagur 24. febrúar Útsýnarkvöld! Opnað kl. 19.30 fyrir matargesti. Laugardagur 25. febrúar Opnað kl. 18.00. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti. Glæsileg tískusýning, sýningarstúlkur frá Modelsamtökunum, kynnir Hermann Ragnar Stefánsson. Danssýning: Frumsýning á dansinum „í gegnum tíðina". Dans til kl. 03.00. Hljómsveit Ingimars leikur. Sunnudag 26. feb. 4. sýning kl. 20.30. Mánasalur opnaður kl. 18.30. Leikhússmatseðill. Geislagötu U J ARSHÁTÍÐ! U.M.F. Reynis veróur haldin í Árskógi 3. mars kl. 20.30. Ungmennafélagar fyrr og nú og burtfluttir sveitungar eru hvattir til að mæta og takið með ykkur gesti. Uppl. og miðapantanir í síma: 63158, 63155 og 61473. Panta þarf miða fyrir 28. febr. U.M.F. Reynir. Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 4 e.h. á Hótel Varðborg. (litla sal). Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ggurinn • • • Bjóðum nú ásamt okkar vinsælu pizzum og hamborgurum nýgrillaða kjúklinga % Goggurinn Brekkugötu 3 simi 26727.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.