Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 3
24. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Kasper, Jesper og Jónatan Æfingar eru nú hafnar á Karde- mommubænum hjá Leikfélagi Akur- eyrar af fullum krafti. Við höfum áður sagt frá því hér í helgarblaðinu, að Sunna Borg verður í hlutverki Soffíu frænku, en því er svo við að bæta, að Práinn Karlsson verður Kasper, Bjarni Ingvarsson verður Jesper og Gestur E. Jónasson verður Jónatan. í hlutverki Bastíans bæjar- fógeta verður Björn Karlsson, leikari frá Reykjavík sem ekki hefur komið á svið hjá L.A. áður. í hlutverkum Kamillu og Tomma verða Halla Jónsdóttir og Haukur Freysteinsson. J?á mun Jónsteinn Aðalsteinsson vera með hlutverk bakarans og ung- ur áhugaleikari framan úr Firði, Leifur Guðmundsson bóndi í Klauf, verður í hlutverki pylsugerðar- mannsins. Undirleikinn annast tíu manna hljómsveit undir stjórn Roars Kvam. ÞettabarnaleikritThorbjörns Egner er sígilt og eflaust margir sem bíða eftir því að verða ungir í annað eða þriðja, já jafnvel fjórða sinn - með því að sjá sýninguna, svo oft hefur þetta vinsæla barnaleikrit verið sett á svið hérlendis. Eflaust verður létt yfir söng- leiknum um Edith Piaf ef úr honum verður. Hver verðw nœsti sönglákur? Það er af og til verið að spyrja okkur hér á blaðinu hvaða söngleikur verði næst fyrir valinu hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Ekki vitum við það fyrir víst enda hefur það eflaust ekki verið ákveðið enn. Hins vegar getum við sagt ykkur leyndarmál, ef það fer ekki lengra. Við vitum sem sé að leikfélagsmenn hafa verið að skoða söngleikinn um söngkonuna Edith Piaf, sem naut mikilla vinsælda á meðan hún var og hét. Hún var lítil og grönn og söngstíll hennar var sér- stakur. Nú er bara spurningin; eigum við einhverja „Edith Piaf" hér norð- an fjalla? ¦ 8 m ¦ 2fif$n$m> ^B So. '-¦ ^BÖ'' 4PI 'm m\ fH Útyfir gröfog Bessi Bjarnason og Magnús Ólafsson í góðu formi. Hemmi Gunn í Sumargleðinni Sumargleðin hefur farið um landið þvert og endilangt sumar eftir sumar við mikinn hlátur landsmanna. Sveit- in sem gleðinni veldur hefur lengst af verið skipuð sömu mönnum, nema hvað Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson komu inn fyrir fáum árum. Nú dettur Þorgeir út aftur, þar sem hann er orðinn stjóri á Rás 2. En í stað hans næsta sumar mun koma enginn annar en fjörkálfurinn Her- mann Gunnarsson, sem skemmt hef- ur íþróttaunnendum og fleiri lands- mönnum um árabil. Hermann er mikill æringi og kemur eflaust til með að hressa upp á Sumargleðina næsta í síðústu Blöndu sögðum við frá inn- heimtuaðferðum Rafns okkar Hjaltalín, sem þóttu.mannlegar og jafnframt árangursríkar, jafnvel gagnvart félausum mönnum!! í Vík- urblaðinu lásum við um „krónumál- ið" svokallaða, sem hófst með því að Félagsheimili Húsavíkur var gert að greiða eina krónu til ríkisins, eða hljóta verra af. En þetta er ekki eina krónan sem vantar í ríkiskassann, því Víkurblaðið segir frá öðru krónumáli: „Nú hefur annað mál rekið á fjörur Víkurblaðsins. pg slær það krónumálinu hinu fyrra algjörlega við. Fyrir skömmu barst bréf frá sýsluskrifstofunni til konu nokkurrar á skráð heimilisfang hennar, þ.e.a.s. það heimilisfang sem skráð var á inn- heimtuseðilinn því þetta var jú rukkun. Á seðli þessum stóð að kon- an skuldaði eina krónu í opinber gjöld og til þess að losna við allan óþarfa innheimtukostnað væri best fyrir hana að koma og greiða krón- una hið snarasta". Pannig var nú það, en það getur orðið bið á því að konan láti sjá sig því hún lést fyrir þrem árum, að sögn Víkurblaðsins. Pað er því greinilegt að skattheimtan nær út yfir gröf og dauða og gefur Albert eflaust drjúgt í aðra hönd, ef marka má sagnir um framhaldslíf!! ByMng áTímanum Miklar hræringar hafa verið á dag- blaðinu Tímanum að undanförnu, eins og lesendur Dags hafa eflaust orðið varir við. Nú líður að þeirri stundu að nýir stjórnendur taki við blaðinu og þá er búist við byltingu. Mesta byltingin mun verða fólgin í því að nafni blaðsins verður breytt úr „Tíminn" í „Nútíminn" og jafnframt er gælt við þá hugmynd að gera blað- ið að síðdegisblaði. Pessi atriði munu þó ekki vera frágengin enn, en víst er að miklar mannabreytingar verða á blaðinu. Fáðu Securitas í lið með þér Viðvörunarkerfi: SECURITAS setur upp alþjóðlega viðurkennd öryggiskerfi: # Innbrotavamakerfi 0 Eldvarnakerfi 0 Rakaskynjara # Frysti- og kæliskynjara. ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU Fagleg innsýn og reynsla Securitas kemur öllum viðskiptavinum fyrirtækisins til góða, bæði stórum og smáum. Öryggisverðir Securitas hljóta sérþjálfun ífyrirbyggjandi eftirlitsstörfum og eru því hæfari til þess að tryggja öryggi fyrirtækís þíns en ella. AKUREYRI SÍMI (96)26261 AÐALSKRIFSTOFA SÍÐUMÚLI 23 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687600 IREYKJAVÍK. KÖPAVOGI, GAROABÆ. HAFNARFIROI. SELTJARNARNESI, MOSFEULSSVEIT 0G AKURE YRI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.