Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. febrúar 1984 Ætlarðu að sjá sýningu L.A. á Súkkulaði handa Silju? Ragnar Skjóldal: Við þurfum ekki á svona vandamálaleikritum að halda, það er nóg af vandamálum í kringum okkur dags daglega. Björn Jósep Arnviðarson: Ég veit það ekki, frekar á ég von á því. Gunnborg Gunnarsdóttir: Ég veit það ekki. Þuríður Kristjánsdóttir: Nei, ekki hef ég hugsað mér 3að. Ég hef ekki ákveðið ennþá hvort ég ætla að sjá þessa sýn- ingu, en það kemur vel til greina. Er ekki best að bera það fram sem sannast er hverju sinni? Asrún Pálsdóttir, skrifar. Það hafa borist í hendur mér 2 bækur nú eftir jól. Þær eru Ár- bók Þingeyinga og Fólk sem ekki má gleymast eftir Jón frá Garðsvík. Þegar ég fór að lesa í Árbók Þingeyinga rakst ég á mjög góða grein eftir Ara Frið- finnsson frá Baugaseli. Hún fjall- aði um þann sorgaratburð er Ingimar Sigurðsson frá Drafla- stöðum varð úti í Héðins- skörðum 1908. Það érgreinargóð frásögn og eflaust sönn, eftir því sem ég heyrði föður minn Pál G. Jónsson, frá Garði segja frá, en hann var einn leitarmanna er lík Ingimars Sigurðssonar fannst. En greinarhöfundur rekur uppruna Ingimars heitins og segir hann fæddan í Þúfu á Flateyjardals- heiði. Þarna tel ég að ekki sé rétt með farið varðandi það til hvaða sveitarfélags Þúfa er talin. Ég er fædd og uppalin í Út- Fnjóskadal og aldrei hvarflaði að okkur að telja Þúfú á Flateyjar- dalsheiði, heldur í Fnjóskadal. Eins er það í bók Jóns frá Garðsvík, hann fer með Vestari- Króka út á Flateyjardalsheiði. Ég hélt að Jón ætti að vita betur um alla staðhætti en Ari, eða ætla þeir báðir eða kannski fleiri að láta Flateyjardalsheiði ná inn að Þverá, eða hvað? Ég veit ekki betur en Fnjóska- dalur nái að vatnaskilum og þau Ekki um gamla vöru að ræða Frá Kjörmarkaði KEA. Vegna skrifa Kristins Kristins- sonar í lesendabréfi í Degi 27. þessa mánaðar vil ég að eftir- farandi komi fram. verslunarfélagið og því ekki um gamla vöru að ræða. Virðingarfyllst, fh. Kjörmarkaðs KEA Jens Ólafsson. eru utan við Vestari-Króka og Austari-Króka og er þar hæð nokkur sem kölluð er Skeið. Þótt þessir 3 bæir, Þúfa og báðir Krókarnir séu komnir í eyði fyrir nokkrum árum teljast þeir enn til Fnjóskadals, meðan nokkur vill muna nöfn þeirra. Það er heldur leitt, að mér finnst, að rugla svona staðreynd- um og mjög villandi. Því er verið að safna örnefnum víða um sveit- ir ef ekki á að láta sveitarmörk vera þar sem þau hafa verið um aldir? Þá er það grein Jóns Kr. Krist- jánssonar. Hún heitir Vöð og ferjur yfir Fnjóská. Hann telur 1- 2 ferjur í Norðurdal. Ferja var í Vaðnesi neðan við Garð um áratugi og ferjumenn voru Garðsfeðgar og Ytri-Hóls- bræður. Eftir að Hólsbræður hættu áttu þeir Garðsfeðgar hana í mörg ár og ferjuðu þegar áin var ófær öðruvísi. Oft heyrði ég frá því sagt að faðir minn hefði ferjað fé Ströndunga, er þeir ráku fé sitt út á Flateyjardals- heiði og ólíklegt þykir mér að hann hafi fengið fyrir það nema þakklæti, það hefur honum sjálf- sagt fundist nóg. Ég tel að ferjað hafi verið í Vaðnesi um aldamót og flest ár eftir að faðir minn kom í Garð með sitt fólk, 1905 og þá fljótlega orðið samvinna við Ytri-Hóls- feðga um ferju á Fnjóská. Ferjað var á Beitarhúsahyl en vaðið sem er þar stutt sunnan við, eða rétt við Beitarhúsabrekkuna heitir Kofabrot. Um 1940-45 fer ferjan í Böðv- arsnes. Seinni árin sem hún er í Vaðnesi er hún mismunandi mik- ið notuð. Mig minnir að skógurinn sem tilheyrði Þverá um árabil, vestan ár, væri kallaður Stórhöföar, Stórhöfðaskógur. Þetta allt er líklega óþarfa raus í mér, en þó, er ekki best að bera það fram sem sannast er hverju sinni? Með þökk fyrir birtinguna. Slæm skipti 5866-6211 hringdi: Eins og kom fram í Degi fyrir nokkru, hefur Mjólkursamlag KEA skipt um vélar og fernur vegna pökkunar á mjólkurvörum og var þetta gert í sparnaðar- skyni. Hér er um slæm skipti að ræða þar sem hinar nýju umbúðir eru nánast óopnanlegar. Athugasemd vegna lesandabréfs Þar sem Kjörmarkaður KEA hefur að undanförnu verið með kynningu á Estrella- flögum og Marabou-sælgæti sem viðskiptavinir hafa kunn- að vel að meta, skal það tekið fram að þetta eru vörur sem KEA kaupir beint frá innflytj- anda, sem er Þýsk-íslenska Gat verk- takinn skilað verkinu? Lesandi hringdi: Vegagerðin er alltaf af og til að standa fyrir útboðum vegna ým- issa verkefna sem sinna þarf. Eitt slíkt er nýafstaðið, en það er varðandi 1. áfanga Leiruvegarins við Akureyri. Það vekur athygli varðandi mörg af þessum útboðum hversu lág tilboðin eru sem berast, nú var t.d. eitt tilboðanna í þessa framkvæmd innan við 60% af kostnaðaráætlun. Þá man ég að í fyrra var boðið út ,verk við Bægisá og hlaut það aðili á Akureyri ef mig minnir rétt sem var með tilboð sem var um 40% af kostnaðaráætlun. Ég veit að þessu verki er lokið, og nú langar mig að vita hvernig þetta verk kom út. Gat verktak- inn skilað því á þessu verði eða ekki? Ef svo hefur verið, þá er eitthvað meira en lítið athugavert við þær kostnaðaráætlanir sem Vegagerðin sendir frá sér þegar hún er að bjóða út verk. í blaði yðar 27. febrúar sl. birtist lesandabréf undir yfirskriftinni - Gamalt súkkulaði og flögur. í lesandabréfinu fullyrðir Kristinn Kristinsson að flestar kjörbúðir og sjoppur á Akureyri selji viðskiptavinum sínum gaml- ar MARABOU og ESTRELLA vörur sem ekki ætti að vera leyfi- legt að selja. Þetta eru stór orð af litlu til- efni. Staðreyndir málsins eru þær að Kristinn kom í ákveðna versl- un hér í bæ og falaðist eftir einni MARABOU-tegund og annarri af ESTRELLA. Þess má geta, að framleiddar eru um 100 tegundir hjá verk- smiðjum ESTRELLA og Athugasemd frá Læknamiðstöðinni: í lesendahorni Dags mánudaginn 20. febrúar sl. er greint frá upp- hringingu SGS og kvörtun um óviðunandi ástand í símamálum Læknamiðstöðvarinnar á Akur- eyri. Því skal á engan hátt neitað, að stundum getur verið erfitt að ná sambandi við Læknamiðstöðina, þótt SGS virðist gera nokkuð mikið úr þeim erfiðleikum. Á það skal bent að símar Lækna- miðstöðvarinnar eru bæði 22311, þar sem viðtöl við lækna fara fram og einnig 25511, sem er fyrir viðtalsbeiðnir hjá Iæknum. Fyrri síminn hefur 7 línur, en hinn 3 MARABOU. Afgreiðslustúlkan benti Kristni á að „Bast För dags“ á ESTRELLA-flögunum var útrunnin en þá vildi Kristinn fá MARABOU-súkkulaði keypt. Reyndar má skjóta því inn að umboðið hafði fyrir allnokkru boðið innkaupastjóra viðkom- andi fyrirtækis að taka vöruna til baka vegna ónógrar hreyfingar, en það er mál sem sjaldan kemur upp hjá ESTRELLA og MARA- BOU. Það næsta í málinu er öllum kunnugt sem lásu áður- nefnt lesandabréf. Hvaða tilgangi þjóna svona skrif? Við viljum vekja athygli á því, að MARABOU og ESTRELLA línur. Það er mjög áberandi að fólk sem ætlar að panta við- talstíma hjá lækni notar símann 22311 í stað 25511 og eykur þannig að þarflausu á álag aðal- símans. Telja verður mjög ólík- legt að SGS hefði ekki náð sam- bandi við Læknamiðstöðina um síma 25511 mjög fljótt. Rétt er að benda fólki á þann möguleika ef það nær ekki sam- bandi við heimilislækni á síma- viðtalstíma hans að gefa af- greiðslunni upp númer sem læknirinn getur hringt í. Rétt er að leiðrétta þann mis- skilning hjá SGS, að hann nái ekki sambandi við lækni vegna þess að línur séu of fáar. Læknir- eru sænsk fyrirtæki sem leggja þunga áherslu á gæðavöru, enda væru þau ekki með jafn stóran markað heima fyrir sem erlendis ef svo væri ekki. Sem starfsmað- ur hjá heildverslun, ætti Kristinn Kristinsson að vita, að „Bast För“, en þannig merkja áður- nefnd fyrirtæki einstaka vörur sínar, er ekki merki um síðasta söludag eða óleyfilega söluvöru, heldur ábending til viðskiptavina sina um að varan sé best til neyslu fyrir þann tíma. Mættu fleiri taka sér þessar merkingar til fyrirmyndar neytendum til góða. Með þökk fyrir birtinguna MARABOU og ESTRELLA umboðið á Akureyri inn talar ekki nema við einn sjúkling í einu í símaviðtalstíma sínum. Það getur þýtt að á hinum 6 línunum bíði sjúklingar eftir að komast að. Það hefur að sjálf- sögðu enga þýðingu að fjölga símalínunum. Að lokum er rétt að fram komi að fyrir dyrum eru verulegar breytingar á rekstri Læknamið- stöðvarinnar sem innan skamms verður hluti heilsugæslustöðvar á Akureyri og munu þá m.a. símamál koma til gagngerðrar endurskoðunar. Jafnframt er þá von okkar að fá fleiri lækna með lengri símaviðtalstíma og færri sjúklinga á hvern lækni. Athugasemd frá Læknamiðstöðinni: Hefur enga þýðingu að fjölga símalínum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.