Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 12
LiMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Atvinnulausir án bóta - búnir að „fylla kvótann“ og verða því án bóta í tæpa fjóra mánuði Nokkuð stór hópur atvinnu- lausra verkamanna á Akureyri eru nú án atvinnuleysisbóta og enn aðrir eru nálægt því að missa þessar bætur. Þetta staf- ar af því að viðkomandi hafa „fyllt þann kvóta“ sem kveðið er á um í reglum um atvinnu- leysisbætur og verða því að þreyja næstu mánuði tekju- laust, takist þeim ekki að út- vega sér atvinnu. Þessar upplýsingar komu fram í samtölum sem blaðamaöur Dags átti við þá Björn Snæ- björnsson hjá Einingu og Hauk Torfason, forstöðumann Vinnu- miðlunarskrifstofunnar á Akur- eyri. Samkvæmt reglum um at- vinnuleysisbætur þá eiga þeir sem eiga rétt á fullum atvinnuleysis- bótum, rétt á greiðslu bóta í 180 virka daga á næstu 12 mánuðum eftir að þeir missa vinnuna. Rétt- ur til bóta fellur að sjálfsögðu niður um leið og viðkomandi fá vinnu en um leið og henni lýkur þá hefst greiðsla atvinnuleysis- bóta þar sem frá var horfið. Það sem gerst hefur nú er að margir hafa tekið út sína 180 daga og verða þeir því án bóta næstu þrjá til fjóra mánuðina á eftir eða þar til 12 mánaða mark- inu er náð. Upplýsingar um fjölda þeirra sem þannig er ástatt hjá liggja ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum Björns Snæbjörns- sonar hjá Einingu hafa nú alls 38 einstaklingar farið yfir 100 daga markið. Stærstur hluti þeirra sem þegið hafa atvinnuleysisbætur frá áramótum er á aldrinum 30 ára og yngri eða 69% karlanna og 50% kvennanna. - Við höfum miklar áhyggjur af þessu fólki. Við vitum ekki hvað verður um það og ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Það er ekki gott hljóð í fólki þegar það kemur til okkar að ná í bæturnar og vonleysið virðist vera að ná yfirtökunum, sagði Björn Snæbjörnsson. Björn bætti því við að hann væri þeirrar skoðunar að samstarfið milli at- vinnurekenda og Vinnumiðlun- arskrifstofunnar þyrfti að vera meira en nú er en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði þá notfærðu atvinnurek- endur sér þjónustu skrifstofunnar í alltof litlum mæli. Haukur Torfason, forstöðu- maður Vinnumiðlunarskrifstof- unnar staðfesti í samtali við Dag að talsverður fjöldi atvinnulausra hefði lokið við atvinnuleysisbóta- kvótann en samkvæmt þeim upp- lýsingum sem hann hefði þá væri megnið af þessu fólki í elstu aldurshópunum.' - ESE. Stjórnar- skrárnefnd að störfum - hjá Samtökum um jafn- rétti milli landshluta Um helgina var haldinn aðal- fundur í nefnd á vegum Sam- taka um jafnrétti milli lands- hluta, sem fjallar um stjórnar- skrá og jafnrétti, en sú nefnd vinnur að athugun og endur- skoðun á stjórnarskránni og með talsvert öðrum hætti en hin opinbera stjórnarskrár- nefnd. Örn Björnsson á Gauksmýri í Húnaþingi, sem er einn nefnd- armanna, sagði að mönnum fyndust störf stjórnarskrárnefnd- arinnar ákaflega einhæf og ein- blínt væri á fjölgun þingmanna, án þess að önnur réttindamál væru til umræðu. „Þingmennirnir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson voru hér á ferð og við fengum þá til fundar við okkur. Þeir vöruðu við þessu starfi okkar og sögðu að við værum komnir á hálan ís, með því að blanda öðrum málum en fjölgun þingmanna inn í þessa mynd. Það gæti orðið til þess að kröfur kæmu um það frá Reyk- víkingum að vægi atkvæða yrði jafnt, eitt á móti einu. Ef eitt- hvað var þá þjappaði þetta mönnum enn frekar sarnan," sagði Örn í viðtali við Dag. _ HS I ■■■■'" í góðu veðri á vökrum Skjóna. Er hægt að hugsa sér það betra? Mynd: KGA. DeFirmian á Akureyri Bandaríski skákmeistarinn Nick deFirmian er væntan- legur til Akureyrar í kvöld í boði Skákfélags Akureyrar. Nick deFirmian hefur vakið mikla athygli á alþjóðaskák- mótum að undanförnu, fyrir sókndirfsku og skemmtilega tafl- mennsku. DeFirmian teflir fjöltefli annað kvöld í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar kl. 20 og er öllum heimil þátttaka en menn eru beðnir um að taka með sér töfl. Á föstudag mun deFirmian tefla klukkufjöl- tefli gegn nokkrum af sterkustu skákmönnum Akureyrar í skák- félagsheimilinu við Strandgötu. - ESE. Sveit Páls á íslandsmótið Um helgina 24.-26. febrúar fór fram keppni í bridge á vegum Bridgesambands Norðurlands eystra. Spilað var um þátttöku- rétt á íslandsmóti í bridge sem fram fer í Reykjavík 6.-8. apríl. Alls spiluðu 11 sveitir en aðeins efsta sveitin hefur þátttökurétt. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit stig 1. Páls Pálssonar Ak. 134 2. Jóns Stefánssonar Ak. 131 3. Stefáns Ragnarssonar Ak. 126 4. Jakobs Kristinssonar Ak. 100 5. Arnar Einarssonar Ak. 94 Veður Það verður áfram norðan- átt og éljagangur norðan Qalla, samkvæmt upplýs- ingum veðurstofunnar í morgun. Og það verður kalt áfram, meira að segja öllu kaldara, því reiknað er með að frostið geti farið í 20°C þar sem kaldast verður, en 15-18? frost mun ekki verða óalgengt. Þetta veðurlag á að haldast a.m.k. fram á föstudag, en um helgina er reiknað með einhverjum umsnúningum. # Að meta höfuðborgina Allir íslendingar kunna vel að meta höfuðborg sína og skilja nauðsyn þess að til sé sérstök miðstöð íslensks stjórnvalds, þar sem ríkis- stjórn og Alþingi hafa aðset- ur, svo og ýmsar stjórnsýslu- og menningarstofnanir eftir þvi sem hagkvæmni og eðli máls segir til um. Hefur síst staðið á því að landsmenn hafi viðurkennt þörf þjóðar- innar fyrir höfuðborg út frá þeirri röksemd að nokkurt miðstjórnarvald sé nauðsyn- legt til að halda þjóðinni sam- an sem stjórnarfarslegri ein- ingu og menningarheild. Skyldur landsmanna og ræktarsemi við höfuðborgina byggjast á þessari forsendu en engu þar fram yfir. # Ofvaxið borg- arsamfélag Því miður hefur þróunin orð- ið sú, að Reykjavík hefur vax- ið langt umfram þá nauðsyn sem íslandi er á höfuðborg af eðlllegri stærð, þar sem finna mætti starfsemi sem er sam- einandi fyrir alla landsmenn. í stað þess að vaxa hóflega hefur Reykjavík þanist út sem borgarsamfélag á kostn- að landsbyggðarinnar og þróast eins og ofvöxtur í þjóðarlíkamanum - allt of stór og fyrirferðarmikil í ríkis- heildinni. Ýmsir óttast að þetta geti leitt til þess að sundra þjóðareiningu íslend- inga. # Leiftursókn í áróðri Eins og sakir standa er Reykjavík nú stjórnað af flokkseinræði undir forystu Davíðs borgarstjóra Odds- sonar. Ofan á annað hefur meirihlutinn sýnt sjónarmið- um landsbyggðarinnar lítinn skilning, sem m.a. sést á harðdrægri kröfu borgaryfir- valda um svokölluð náms- vfstargjöld, sem þau hyggj- ast taka af nemendum, sem sækja skóla í Reykjavík. Nú um skeið hafa þessi öfl staðið fyrir leiftursókn um landsbyggðina. Davíð Odds- son geysist um landið í póli- tískri yfirreið undir yfirskini kynningar á höfuðborginni. Skyldi maðurinn ætla í for- setaframboð? Hvaða gjald skyldi honum takast að inn- heimta af landsbyggðafólki í kjölfar þeserar kynningar? Varla þarf að greiða fyrir að ganga á malbiklnu hans eða oinbogagjald á börum vín- veitingahúsanna hans? Hver veit?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.