Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 9
29. febrúar 1984 - DAGUR - 9 Tekst Þórað hefna? Síðasti heimaleikur Þórs í körfuknattleik á þessu keppnistímabili verður í íþróttahöllinni á laugardag og hcfst leikurínn kl. 13. Er það vegna beinnar útsend- ingar í sjónvarpi sem hefst kl. 15. Andstæöingar Þórsara verða Grindvíkingar, en þeir hafa farið illa með Þór í vet- ur og unnið alla þrjá leiki lið- anna. Alltaf nauint að vísu og Þórsarar eiga að hafa alla sigurmöguleika gegn þessu liði þrátt fyrir úrslitin til þessa. Nú er því síðasta tækifærið til að koma fram hefndum og er ekki að efa að Þórsarar munu leggja sig alla fram í þeim efnum. Opið lyftingamót í Svíþjóð: Haraldur náði í silfurverðlaun Haraldur Ólafsson varð í 2. sæti í sínum þyngdarflokki á miklu lyftingamóti sem fram fór í Svíþjóð um helgina, en í mótinu tóku þátt keppendur frá Búlgaríu, Ítalíu, Þýska- landi, Póllandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og íslandi. Haraldur keppti í 75 kg flokki og lyfti hann 125 kg í snörun og 160 kg í jafnhöttun. Samtals 285 kg sem er ekki eins gott hjá hon- um og menn höfðu átt von á. Haraldur hafði sjálfur haft á orði að hann væri óhress ef hann lyfti ekki 300 kg, en nú vantaði hann 2,5 kg í Olympiulágmarkið. Mun fyrirhugað að halda mót á Akur- eyri um næstu helgi og sjá hvort honum tekst betur upp þar. Tvíburabræðurnir Gylfi og Garðar Gíslasynir voru einnig meðal keppenda og kepptu báðir í 100 kg flokki. Garðar hlaut þar 3. sæti, en hann lyfti 150 kg í snörun og 180 kg í jafnhöttun eða 330 kg samtals. Gylfi lyfti hins vegar 140 kg í snörun og 180 kg í jafnhöttun eða 320 kg samtals og varð í 5. sæti. Þeir Gylfi og Garðar keppa báðir að sætum á Olympiuleik- unum í Los Angeles. Garðar og Birgir Borgþórsson keppa að sæti í 100 kg flokki en Gylfi og Baldur Borgþórsson í 90 kg flokknum. Aðeins verður sendur einn kepp- andi í hvorn flokk á Olympiuleik- ana. HNEYKSLI - Þór vann Fram 2:0 KAtapaði ekki leik Kvennalið KA í knattspyrnu tapaði ekki leik í íslandsmót- inu innanhúss sem haldið var í Laugardalshöllinni um helg- ina. Liðið lék 4 leiki, vann tvo og gerði tvö jafntefli. Jafnteflin voru 2:2 gegn ÍBÍ og 1:1 gegn Akranesi en sigrarnir 4:0 gegn Stokkseyri og 6:3 gegn Hveragerði. Þegar upp var staðið í riðlakeppninni vann Akranes riðilinn með einu stigi meira en KA og síðan urðu Skagastúlk- urnar Islandsmeistarar. Siglfirðingar léku í 1. deild karla og féllu í 2. deild. Þeir unnu einn leik en töpuðu tveimur, og voru með óhagstæðara marka- hlutfall en Skallagrímur úr Borg- arnesi og féllu því. Þórsarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því pð ná í 2 stig í 1. deildinni í körfubolta í gærkvöld. Unnu Fram 2:0 (!) en það gekk ýmislegt á áður en þau úrslit lágu fyrir. Mótanefnd KKÍ setti þennan leik á kl. 20 í gærkvöld. Kl. 18 þegar farið var að athuga með Framara kom í ljós að vél þeirra norður væri ekki farin frá Reykjavík enda hefðu þeir beðið um frestun á fluginu til kl. 19. Það skal tekið fram að flugveður var, og tvær flugvélar til reiðu að flytja liðið til Akureyrar. Hvað var að gerast? Ekki náð- ist í Framara og ekki höfðu þeir samband við neinn til að tilkynna um þetta, Síðar fengust þær upp- lýsingar að önnur vél þeirra hefði farið í loftið um kl. 19.45 og hin færi skömmu seinna. Um það leyti náðist í forsvarsmann Fram og gat hann engar skýringar gefið á þessari seinkun sem hann hafði þó beðið um. Sagðist hins vegar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að ná í einhvern hjá Þór til þess að láta vita af þessu. Þórsarar féilust nú á að spila Joi og Konm úr leik? - heimsmeistaramót öldunga í kraft- lyftingum verður haldið í Ástralíu Það voru slæmar fréttir sem lyftingamennirnir Jóhannes Hjálmarsson og Konráð Jó- hannsson fengu í síðustu viku. Fréttirnar voru á þá lund að ákveðið hefði verið að halda heimsmeistaramót öldunga í Perth í Ástralíu en þetta þýðir að þeir Jóhannes og Konráð eru nær örugglega úr leik vegna gífurlegs ferðakostnaðar. Jóhannes Hjálmarsson, fyrrum heimsmeistari öldunga og heims- methafi var að vonum óánægður með þessa ákvörðun er Dagur ræddi við hann. Sagði þó að úr því sem komið væri þýddi ekkert annað en að stíla upp á næsta mót sem vonandi yrði ekki í ann- arri heimsálfu. Ekki verður held- ur annað sagt en að forráðamenn Alþjóða lyftingasambandsins séu fjarlægir í hugsunarhætti því tvö síðustu mót hafa verið haldin í Kanada og Bandaríkjunum. Konráð Jóhannsson sem ný- lega hefur hafið keppni í kraft- lyftingum og náð mjög góðum ár- angri, hefði átt fullt erindi á þetta mót en Konráð er orðinn 41 árs þótt ótrúlegt megi virðast. - ESE. leikinn kl. 21, en þeim hefði ver- ið í lófa lagið að láta flauta leik- inn á og af kl. 20.15. Síðan gerð- ist það að fyrri vélin með 5 leik- menn og þjálfara liðsins lenti á Akureyri um kl. 20.45 en síðari vélin gat ekki lent vegna snjó- komu. Þjálfarinn neitaði að hefja leikinn með 5 leikmenn þótt hon- um bæri skylda til þess og hefði svo verið þótt aðeins 4 leikmenn hefðu verið til staðar. Var leikur- inn því flautaður á og af á tíma- bilinu 21.30-22.00 og Þór sigraði 2:0. Það hefur skýrt verið tekið fram að lið sem ekki mætir til leiks skuli vísað úr viðkomandi móti. Framkoma Framara í þessu máli er þvílík að ekki verður við hana unað, og mun^Þórsarar krefjast þess að Fram verði vikið úr keppninni í 1. deild, og það hlýtur að þýða að liðið mun leika í 2. deild næsta keppnistímabil. Er ekki um neitt annað að ræða fyrir Þórsara, sem gætu sparað sér 3 útileiki sem eftir eru ef slíkri refsingu verður ekki beitt. Málið mun strax í dag verða kært til Körfuknattleikssambandsins. 1-X-2 1-x-2 Jæju, þá liggur það Ijóst fyrir hvaða fjórir spekingar komast í úrslita- kcppnina. Það erti þcir Tryggvi Gíslason skólameistari sent var með 7 rétta, sr. Pálrni Matthiasson sem var með 6 rétta, Einar Pálmi Árnason auglýsingateiknari með 5 rétta í síðustu viku, og síðan voru fjórir kappar með 4 leiki rétta. Við drógurn úr nöfnum þcirra, og „innanhússmaðurinn“ Eiríkur S. Eiríksson blaðamaður hafði heppnina með sér og verður því „fjórða hjól undir vagninum". Þessir kappar keppa því til úrslita og munu þeir spá fyrir okkur í næstu 10 vikur. Sá þeirra sem þá hefur ilesta leiki rétta samanlagt telst vcra sigurvegarinn í „Gctraunaleik Dags" að þessu sinni. Tryggvi Gíslason. A.-Villa-Man.Utd Coventry-Biriningham Everton-Liverpool Ipswieh-W.Ham Leicester-Watford Luton-QPR Notts C.-WBA Southampton-Norwich Sunderland-Arsenal Wolves-Nott.Forest Barnsley-Sheff.Wed Fulham-Newcastle Pálmi Matthíasson. A.-Villa-Man.Utd Coventry-Birmingham Everton-Liverpool Ipswich-W.Ham Leicester-Watford Luton-QPR Notts C.-WBA Southampton-Norwich Sunderland-Arsenal WoIves-Nott.Forest Barnsley-Sheff.Wed Fulham-Newcastle Einar Pálmi Árnason. A.-Villa-Man.Utd Coventry-Birmingham Everton-Liverpool Ipswich-W.Ham Leicester-W atford Luton-QPR Notts C.-WBA Southampton-Norwich Sunderland-Arsenal Wolves-Nott.Forest Barnsley-Sheff.Wed Fulham-Newcastle Eiríkur Eiríksson. A.VilIa-Man.Utd Coventry-Birmingham Everton-Liverpool Ipswich-West Ham Leicester-Watford Luton-QPR Notts C.-WBA Southampton-Norwich Sunderland-Arsenal Wolves-Nott.Forest Barnsley-Sheff.Wed. Fulham-Newcastle 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.