Dagur - 29.02.1984, Síða 7

Dagur - 29.02.1984, Síða 7
6 - DAGUR - 29. febrúar 1984 29. febrúar 1984 - DAGUR - 7 um með að ná ekki tökum á kara- te á augabragði og eru vonsviknir yfir að við brjótum enga planka, en sem betur fer þá fer þeim fækkandi sem koma á byrjenda- námskeið með slíkar ranghug- myndir. Það sem er erfiðast er að fá fólk til þess að-gefa íþróttinni Ein af þeim íþróttagreinum sem hafa haslað sér völl hérlendis á undanförnum árum, er sjálfsvarnaríþróttin karate. Að vísu eru iðkendur ekki margir að tölu miðað við margar aðrar íþrótta- greinar en þeir eru þó æ fleiri sem snúa sér að karate, sér til ánægju og heilsubótar. Á Akureyri á karate sér um átta ára langa sögu en upphafið má rekja aftur til þess tíma er Magnús Sigþórs- son og fleiri sneru sér til japansks karatekennara sem þá starfaði í Reykjavík og báðu hann að segja sér til í íþróttinni. Það varð úr að kennarinn kom til Akureyrar einu sinni í hverjum mánuði og með þessu var því fræi sáð sem vaxið hefur og dafnað síðan. Magnús Sigþórsson starfar nú sjálfur sem leiðbeinandi í karate og í tilefni af byrjendanámskeiðum sem hann er að byrja með nú á næstunni þá tókum við hann tali og spurðum fyrst um áhugann fyrir íþróttinni hér á Akureyri. Fyrst eftir að tilsögn í karate hófst hér þá var áhuginn mjög mikiil og flestir voru iðkendur líklega um 60 talsins. Aðstöðu- leysi háði okkur hins vegar veru- lega og skortur á hæfum leiðbein- endum þannig að hópurinn týndi fljótlega tölunni. Nú átta árum síðar er hins vegar að myndast góður kjarni á ný og ég vona að fólk haldi áfram í íþróttinni enda öll aðstaða mikið betri en hér fyrr á árum. - Hver er afstaða almennings til karate? - Hún er misjöfn. Almennt séð þá er skilningsleysið gegnum- gangandi og ég hef í sjálfu sér ekki hirt um að leiðrétta missagn- ir og sleggjudóma hjá fólki. Fólk verður að kynnast íþróttinni til þess að það geti dæmt karate af einhverri þekkingu og þá er ég ekki að tala um eina viku eða einn mánuð. Þrír til fjórir mán- uðir er lágmark. Þá fyrst er fólk farið að vita um hvað karate snýst. - Hvað er karate? - Karate er upphaflega sjálfs- varnaríþrótt, byggð á höggum, spörkum og köstum. Karate er auðvitað meira en bara sjálfs- varnaríþrótt því það lærir enginn að verjast nema að sækja líka. Auk þess er karate andleg íþrótt - lífsstíll sem enginn verður ósnortinn af. Karate byggir upp persónuleikann. Það er mikil áhersla lögð á aga og virðingu fyrir því sem verið er að gera og það er ekki síst þessi mótun pers- ónuleikans sem ég tel vera helsta kost íþróttarinnar. - Hvað með keppni í karate? - Það er útbreiddur misskiln- ingur að karate-menn geri ekkert annað en að brjóta þykka planka og múrsteina og allt snúist um keppni. Keppnin er fyrir þá sem eru komnir langt í íþróttinni og æfa reglubundið en ekki forsenda þess að menn æfi. - Hvað lærir fólk á byrjenda- námskeiði í karate? - Það lærir alla undirstöðu sem kennd er í karate. Teygju- æfingar og hugleiðslu og svo fær það innsýn í hvað karate virki- lega er. Þessi undirbúningur mið- ar í sjálfu sér að því að fólk geti farið að æfa karate. - Veldur þetta ekki vonbrigð- um? - Sumir verða fyrir vonbrigð- Rætt viö Magnús Sigþórsson þjálfara tækifæri. Viðkomandi verður að vera með í a.m.k. þrjá til fjóra mánuði til þess að skilja út á hvað þetta gengur en það er því miður allt of algengt að þolinmæðin bresti og fólk hætti eftir nokkrar æfingar. Þess má geta að þau byrjenda- námskeið sem nú eru að hefjast standa í þrjá til fjóra mánuði og er kennt þrisvar í viku. Á mánu- dögum og miðvikudögum frá kl. 19-20 og á föstudögum frá kl. 20.30-21.30. Þátttökugjald er kr. 1500 og þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu sem hefst nk. föstu- dag geta haft samband við Sigga í síma 24594 frá kl. 9-18 og Heimi í síma 22684 á milli kl. 17 og 19. Óhætt er að mæla með byrjendanámskeiðinu við fólk á öllum aldri og þegar fordómun- um sleppir á fólk eftir að komast að raun um að karate er hin ágæt- asta leikfimi sem miðar að því að ná upp þoli, styrk og einbeitingu eða eins Magnús orðaði það: - Sveigja líkamann undir stjórn viljans. - ESE. Athugasemd jánsdóttur í viðtali, sem birtist í Degi 15'. febrúar sl. við Önnu Ragnars- dóttur formann Leikfélags Húsa- víkur og undirritaða, var ekki alltaf farið rétt með upplýsingar og vil ég gjarnan leiðrétta það. í fyrsta lagi er það ranghermt „að við munum styðjast við leik- gerð Iðnó að einhverju leyti“. Rétt er, að við munum nota leik- gerð þeirra Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar, og höfum fengið leyfi þeirra til þess. Blaðamaðurinn hefur misskilið þau orð mín, að við fengjum búninga að láni frá Iðnó, en að öðru leyti ætluðum við ekki að styðjast við þá leiksýningu. Leiksýning og leikgerð eru tveir ólíkir hlutir. Þá hafa orðið brengl í upptaln- ingu í hlutverkaskipan. Salka Valka er leikin af Björgu Árna- dóttur og Guðnýju Þorgeirsdótt- ur, Arnaldur er leikinn af Finni Ingimarssyni og Sveini Rúnari Haukssyni. í þriðja lagi voru Garðveisla og Súkkulaði handa Silju sýnd á síð- asta leikári í Þjóðleikhúsinu en ekki fyrir tveim árum. Blaðamenn eiga um tvennt að velja í viðtölum við fólk. Að taka viðtalið upp á segulband, eða punkta niður hjá sér aðalatriði samtalsins. Báðir kostirnir eru slæmir. Segulbandið skilar að vísu orðrétt því sem mönnum hefur farið á milli, en hindrar oft eðlileg samtöl, þar sem fólki stendur stuggur af þvílíkum apparötum. En sé síðari kostur- inn valinn, eins og gert var í okk- ar tilfelli, þá verður blaðamaður- inn alfarið að treysta á minni sitt og athyglisgáfu, sem sjaldnast er óbrigðul. Enda eru mér nokkrum sinnum lögð orð í munn, sem mér eru alls ekki töm, eins og t.d. að Samkomuhúsið á Húsavík „hafi sál“ og ég treysti'„mínu fólki“. Misvirði ég það engan veginn, þar sem það brýtur varla í bág við lífsskoðanir mínar, en gefur viðtalinu lfflegan blæ. Hins vegar verð ég að leiðrétta þá full- yrðingu sem höfð er eftir mér, að Leikfélag Húsavíkur muni valda sýningunni á „Sölku Völku“ full- komlcga. Þannig tók ég ekki til orða, og þannig tekur enginn leikhúsmaður til orða. Eitt af því, sem við vitum frá upphafi æfinga er það, að við munum aldrei valda verkefninu fullkom- lega. Það er alltaf hægt að gera betur, finna aðrar og betri leiðir. Einmitt þess vegna er leikhús- vinna heillandi. Eg tel hins vegar, að Leikfélag Húsavíkur geti þó áhugaleikfélag sé, valdið sýningu á „Sölku Völku“. Annars hefð- um við ekki lagt út í þessa tví- Maríu Krist- leikstjóra sýnu glímu við verk, sem fyrir mörg okkar er ekki bara skáld- skapur, heldur nánast áþreifan- legur hluti af þroskaferli okkar. Um leið og ég þakka blaða- manninum annars hressilegt og lipurlega skrifað viðtal, og Degi þann sóma að helga Leikfélagi Húsavíkur heila opnu þessa blaðs, vil ég taka það fram, að ég óskaði eftir, að viðtalið yrði lesið yfir fyrir mig, áður en það færi i prentun. Þegar blaðamaðurinn ætlaði að efna það loforð, var ég stödd í Reykjavík, og ber því endanlega einnig ábyrgð á því að ekki var hægt að leiðrétta ofan- greindar missagnir fyrir prentun. Húsavík, 17. febr. 1984 María Kristjánsdóttir, leikstjóri. Athugasemd blaðamanns Ágæta María. Við Gylfi Kristjánsson, blaða- maður erum ekki leiklistarfróðari en það að vel er líklegt að við höfum ruglast á hugtökunum leiksýning og leikgerð. Búninga heyrðum við hins vegar aldrei minnst á. Um hlutverkaskipanina er það að segja að hún er fengin frá formanni leikfélagsins og þótti undirrituðum það fullgóð heimild. Það er hvergi sagt að Garð- veisla og Súkkulaði handa Silju hafi verið sýnd fyrir tveim árum. í viðtalinu stendur fyrir um tveim árum og þá er átt við haustið 1982. Varðandi setningarnar að sam- komuhúsið hafi sál og að þú treystir þínu fólki, er rétt að taka það fram að þú varst spurð að hvoru tveggja og jánkaðir í bæði skiptin. Virtist m.a.s. þekkja ágætlega til sálarlífs hússins. Með bestu kveðjum og ósk um góða sýningu. Eiríkur St. Eiríksson blaðamaður. Akureyringar - Eyfirðingar Sýnum gamanleikinn HARVEY í Freyvangi föstudaginn 2. mars kl. 21.00. Leikstjóri er Einar Þorbergsson. Komið og njótið með okkur kvöldstundar í Freyvangi. Ungmennafélagið Geisli, Aðaldal. Fjölskyldunámskeið 5. mars til 28. mars nk. veröur haldiö fjölskyldu- námskeiö um áfengisvandamál, einkum miöaö við aöstandendur alkoholista. Námskeiöið stend- ur 12 kvöld kl. 20-23 og verður haldið í Brekku- götu 8. Gjald kr. 500,- Nánari upplýsingar gefur Félagsmálastofnun s. 25880 aö deginum og Albert Valdimarsson, s. 25880 kl. 16-18. Þátttaka skal og tilkynnt í þenn- an síma. Samstarfshopurinn. Reykj avíkurkvöld í Sjallanum ifggr"z """ Kl. 19.30 Húsióopnaö. Lystauki Lystauki í Mánasal. Veislustjóri Hermann Ragnar Stefáns- son býðurgesti velkomna. Matur Ógleymanleg rjómaspergilsúpa meö ofnbrauði. Sinnepsristað lambalærí meö bökuðum kartöflum, gratineruðu blómkáli og púrtvínssósu. Borgarís. Skemmtiatriði Tískusýning Atriði úr Islensku óperunni: Þuríður Pálsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Viðar Eggertsson, Þorsteinn Gauti Sigurðs- son. Atriði úr Gísl og ýmsum revíum: Jóhann Siguröarson, Guöbjörg Thoroddsen. Karl Ágúsl Úlfsson. Danssýning: Ástrós Gunnarsdóttir sem var I verölauna- sæti í síðustu heimsmeistarakeppni diskó- dansara. Ferðabingó Ein utanlandsferö og tvær helgarferöir til Reykjavíkur frá Flugleiöum. Gestur kvöldsins Ávarp Davíð Oddsson borgarstjóri. Dinnertónlist Ingimar Eydal leikur við boröhald. Hljómsveit Stiginn dans til kl. 03.00. Hljómsveit Ingimars Eydal. Forsala á aðgöngumiðum er í Sjallanum hjá yfirþjóni - fimmtud. - föstud. og laugardag frá kl. 17 - 19. SAMSTARFSNEFND UM FERÐAMAL í REYKJAVÍK Verð aðgöngumiða kr. 550 til kl. 22.30 Eftir kl. 22.30 kr. 200. Húsið opnað kl. 19.30.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.