Dagur - 21.03.1984, Side 2
2 - DAGUR - 21. mars 1984
Dagur
Ætlarðu að fylgjast með
beinni sjónvarpssendingu
frá úrslitaleik ensku
mjólkurbikarkeppninnar
á sunnudag?
Sigfús Óttarsson:
Nei, ætli ég verði ekki í rúm
inu á þeim tíma.
N
m
M?
Brynjólfur Olafsson:
Já, ég hef gaman af því að
horfa á knattspyrnu, bæði inn-
lenda og erlenda. Nei, ég á
mér ekkert uppáhaldslið í
Englandi
'J
m',
/ , J
i
Ásmundur Aðalsteinsson:
Ég geri ráð fyrir því, ég hef
gaman af knattspyrnu.
Snjólaug Helgadóttir:
Já, það hef ég hugsað mér. Og
ég vona að Everton vinni.
Sigurður Aðils:
Já, ég er mikill Liverpoolað-
dáandi og ég er harður á því
að mínir menn vinna 3:1.
Að tryggja sér íbúðar-
33
rétt án eignarréttar
á steinsteypu‘
- segir Jón Arnþórsson
um húsnæðissamvinnufélög
Jón Arnþórsson, fulltrúi fram-
kvæmdastjóra Iðnaðardeildar
Sambandsins, er 52ja ára Ak-
ureyringur og þekktur eða allt
að því alræmdur, fyrir störf sín
að félagsmálum. Hann er í við-
tali dagsins að þessu sinni. Jón
er fæddur á Akureyri en eftir
nokkra fjarveru kom hann
aftur norður 1976. Störf hans
að félagsmálum eru fjölmörg
og meðal þess helsta má nefna
að hann var eitt sinn formaður
FUF í Reykjavík, annar
tveggja landsforseta JC á Is-
landi, formaður KA í 4 ár og
Tónlistarfélags Akureyrar í 2
ár og hann verður forseti Rot-
ary á Akureyri í sumar. Nýj-
asta áhugamálið er stofnun
húsnæðissamvinnufélags á Ak-
ureyri.
Við spyrjum Jón að því
hvers vegna hann vasist í svona
mörgu, hvort þetta sé af ein-
hverri óviðráðanlegri þörf?
„Ég hef alltaf haft fjölbreytt
áhugamái og runnið blóðið til
skyldunnar að taka á með þeim
sem sinna svipuðum hugðarefn-
um. Svo kemur líka til að gjarnan
er leitað aftur og aftur til þeirra
sem vitað er að gefa sig að félags-
málum, því fólk er almennt tregt
til að taka að sér stjórnunarstörf
í félögum.“
„Geturðu aldrei neitað?“
„Ég get það en er ekki nógu
duglegur við það, en ég hef samt
aldrei séð eftir þeim tíma sem fer
í félagsmál, enda áldrei að sinna
Jón Arnþórsson með cintak af ritinu
öðru en því sem ég hef brennandi
áhuga á hverju sinni.“
„Hvað með nýjasta áhugamál-
ið?“
„Sem samvinnumaður hef ég
mikinn áhuga á þessu nýja fyrir-
komulagi í húsnæðismálum sem
nefnt hefur verið húsnæðissam-
vinna. Samvinnustarfsmenn á
Akureyri og forystumenn þeirra
hafa sýnt þessu sérstakan áhuga,
umfram marga aðra vegna þess
að þarna er samvinnuformið lagt
Búseta. Mynd: HS.
til grundvallar og samvinnu-
mönnum er ljósara en mörgum
öðrum hvað máttur sameiginlegs
átaks getur ráðið miklu um ár-
angur.“
„Hvað er húsnæðissamvinnu-
félag?“
„Með því að gerast aðili að
húsnæðissamvinnufélagi, eða
með því að gerast búseti, eins og
það hefur verið nefnt, er maður
að tryggja sér íbúðarrétt eins
lengi og hann kærir sig um, án
þess þó að fá eignarrétt á stein-
steypu. Til skamms tíma hafa
aðeins verið tveir kostir, að
kaupa eða leigja. Búseturéttur-
inn sameinar það besta úr báðum
kerfunum. Búseturétturinn er
tryggður með greiðslum sem eru
svipaðar og meðal húsaleiga og
ekki þarf að taka á sig erfiðar og
jafnvel óviðráðanlegar lánabyrð-
ar til þess að koma sér upp þaki
yfir höfuðið. Upphaflega greiða
menn um 5% af kostnaði við
íbúðina, en gert er ráð fyrir að
byggingasjóðir og lífeyrissjóðir
fjármagni restina. Annars eru að
mótast um þetta reglur um þessar
mundir.
Menn hafa rétt til hvers kyns
ráðstafana í íbúðunum eftir eigin
höfði. Sé um endurbætur eða við-
bætur að ræða fá menn það metið
og endurgreitt ef þeir ganga úr
félaginu.
Enginn getur hrakið búsetann
úr félaginu ef hann stendur við
sín gjöld, sem eru eins og meðal-
leiga, eins og ég gat um áður. Ég
tel að með þessu formi sé fyrst og
fremst verið að tryggja rétt ungs
fólks til mannsæmandi húsnæðis,
án þess að það verði að leggja sig
í, ég vil segja óviðráðanlegar
fjárfestingar, eins og málum er
nú háttað í þjóðfélaginu."
„Hvenær verður félagið stofn-
að á Akureyri?“
„Það verður í byrjun næstu
viku og verður auglýst sérstak-
lega og ég vil eindregið hvetja
alla til að kynna sér málið.“ HS
Nokkur orð frá brott-
fluttum Eyfirðingi
Mikið er ég þakklát þeim konum
og körlum sem hafa undanfarið
látið heyra frá sér og varað við
hættunni sem vofði yfir eyfirskri
byggð ef bygging álvers næði
fram að ganga. Síðast í dag las ég
í „Degi“ velvalin orð skrifuð af
þeim ágæta manni Bjarna E.
Guðleifssyni. Orðrétt segir hann:
í þriðja lagi er það misskilningur
að álver eigi meiri rétt á sér nú en
áður vegna þess að nú er atvinnu-
leysi meira. Ef við ætlum að bæta
úr atvinnuieysi þá eigum við
margra fljótvirkari, manneskju-
legri og betri kosta völ einkum ef
fjármagnið væri sambærilegt.
Það er ekkert annað en gjaldeyr-
isöflun, sem réttlætir byggingu
álvers. Er það þess virði að leggja
Eyjafjörð og Eyfirðinga að
óþörfu að veði fyrir dollara og
sterlingspund?“ Þetta eru þó
sannarlega orð í tíma skrifuð.
Það er betra að byrgja brunninn
áður en barnið er dottið ofan í
hann.
Fyrir stuttu las ég í blöðum hér
syðra hryggilegar frásagnir um
eyðileggingu skóga í Svíþjóð og
Þýskalandi. Var lítill vafi talinn
á að skemmdirnar stöfuðu af
mengun. Þetta orð er leiðinlegt
en þó eru áhrifin ömurlegri.
Það sem kom mér til að skrifa
þessar línur nú var meðal annars
fyrirsögn með stórum stöfum í
Degi sama tölublaði og fyrri til-
vitnunin er í „Ræktun nytja-
skóga“. Þetta er fagnaðarboð-
skapur; 40 bændur í Eyjafirði eru
reiðubúnir að láta af hendi 900
hektara lands til skógræktar.
Gott innlegg til viðvörunar; skóg-
rækt í staðinn fyrir álver. Hinn
fagri Eyjafjörður á heimtingu á
varðveislu hins fjölbreytta
gróðurs, og viðbótarinnleggi í
þann akur. Hann á einnig skilið
að fá að halda sínu hreina and-
rúmslofti án eiturmengunar frá
óþarfa skuldum vöfðu stóriðju-
veri. Hvert ætti að veita frá-
rennslinu nema beint í sjóinn?
Það er þá ekki að spyrja um af-
leiðingarnar. Þær eru fyrirsjáan-
legar. Ég sé fyrir mér höfuðstað
Norðurlands hulinn mistri frá
verinu. Blómlegan gróður hníp-
inn og vaxtarlausan. Okkur
þykir vænt um landið okkar. Sú
þjóð sem lánar annarri þjóð
stórfé með rentum og renturent-
um til mannvirkja á orðið hlut í
því landi. Vísvitandi viljum við
ekki selja landið okkar. Ennþá er
neyðin ekki svo stór, þótt skuld-
irnar séu miklar.
Filippía Kristjánsdóttir.