Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR GJAFIR í MIKLU GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 67. árgangur Akureyrl, miðvikudagur 11. aprfl 1984 44. tölublað Vélsleðamennirnir sem hröpuðu í Þvergili: Hröpuðu 40 metra með snjóflóðinu! — Annar missti allar neglur við að grafa sig upp - Það var vitlaus bylur þarna er ég hrapaði. Ég sá ekki gil- brúnina fyrr en um seinan en náði þó að beygja. Það dugði þó ekki til því snjóbrúnin lét undan og ég hrapaði niður með snjóflóðinu. Þetta sagði Ingvar Ketilsson, vélsleðamaður frá Halldórs- stöðum II í Bárðardal er blaða- maður Dags náði tali af honum á sjúkrahúsinu á Húsavík. Ingvar var einn vélsleðamannanna sem lentu í hrakningum á hálendinu og líklega sá sem verst varð úti því hann hrapaði á sleða sínum niður í Þvergii á Sprengisandi seint á sunnudagskvöld. Talið er að þetta sé um 40 metra fall. Auk Ingvars féll Sveinn Rúnar Arason frá Húsavík niður í gilið og þriðji maður missti sleða sinn á eftir þeim. Ingvar Ketilsson og Sveinn Rúnar Arason sluppu merkilega lítið meiddir frá þessum hildar- leik. Sveinn Rúnar nánast ómeiddur en Ingvar var illa far- inn á höndum eftir að hafa þurft að grafa sig upp úr snjónum. Tók hann ekki eftir því fyrr en daginn eftir að hann hafði misst neglur af öllum fingrum. Sjá nánar í opnu. - ESE. „Verið að bjóða hættunni heim“ ~ segir Hannes Hafstein hjá Slysavamarfélagi íslands um ferð velsleöamannanna Mars: 3.911 atvinnu- leysis- dagar Um síðustu mánaðamót voru 245 skráðir atvinnulausir á Ak- ureyri samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunarskrifstofunnar í bænum. Skipting var þannig að um var að ræða 143 karla og 102 konur. í marsmánuði voru skráðir 3911 heilir atvinnuleysisdagar sem svarar til þess að 178 hafi verið án atvinnu allan mánuðinn. Gefin voru út 497 atvinnuleysisbóta- vottorð í mars með samtals 3696 heilum bótadögum. Bygginganefnd Akureyrarbæj- ar hefur samþykkt fyrir sitt leyti - með fyrirvara um sam- þykki Flugmálastjórnar ríkis- ins - að byggður verði þyrlu- flugvöllur á lóð Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Erindi varðandi þetta mál frá Ásgeiri Höskuldssyni f.h. sjúkra- hússins var tekið fyrir á fundi bygginganefndarinnar 28. mars og samþykkt sem fyrr sagði. Það er Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen h.f. sem hefur teiknað umræddan þyrluflugvöll. Sveinn Rúnar Arason og Ingvar Kctilsson á sjúkrahúsinu á Húsavík í gær. Mynd: Arnar Björnsson. „Mitt álit á þessari ferð vél- sleðamanna upp á hálendið um síðustu helgi er að þeir hafl beinlínis boðið heim hættunni á atburðum eins og áttu sér stað,“ sagði Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarna- félags íslands er Dagur ræddi við hann í gær. „Það er ekkert vit í því að stefna hundruðum manna upp á hálendið á þessum tíma þegar allra veðra er von, og raunar má segja að það sé engin vitglóra í slíku. Ég tel einnig að þessir menn sem að þessari ferð stóðu hefðu átt að vita betur því þeir eru vanir menn og margir þeirra starfandi í björgunarsveitum. “ - Var umfangsmikil leit hafin á mánudaginn? „Já það má segja að hún hafi verið ansi umfangsmikil. Þegar í ljós kom að aðeins einn vélsleða- maður af 21 sem lagt höfðu af stað til byggða skilaði sér þá stóð mönnum auðvitað ekki á sama. Veður var ekki gott til leitar, t.d. gat flugvél frá Flugfélagi Norðurlands sem var við leit ekki leitað á þeim slóðum þar sem við hefðum helst kosið að leitað væri. En allt fór þetta vel að iok- um og verður mönnum vonandi þörf iexía,“ sagði Hannes Haf- stein. gk-. Samtök áhugamanna um jafnrétti milli landshluta: Kæra fréttastofu sjónvarpsins! Samtök áhugamanna um jafn- rétti milli landshluta hafa kært fréttastofu sjónvarps fyrir hlut- drægni ■ fréttaflutningi. Kæran var send formanni útvarps- ráðs. í kæru samtakanna segir eftir- farandi: „Við undirritaðir full- trúar 660 Vestur-Húnvetninga sem mótmæltum fjölgun alþing- ismanna, kærum hér með frétta-' stofu sjónvarps fyrir útvarpsráði E'rir hlutdrægni í fréttaflutningi. Olafur Sigurðsson, fréttamaður hafði lofað Erni Björnssyni, bónda Gauksmýri, A.-Húna- vatnssýslu, samkvæmt símtali að fréttamaður frá sjónvarpinu yrði við er við afhentum Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra áðurnefnd mótmæli í anddyri Al- þingishússins þann 6. febrúar sl. og hefði fréttamaður viðtal við fulltrúa úr okkar hópi þar sem málstaður okkar yrði kynntur. Við þetta var ekki staðið. Hins vegar er áhugamenn um jafnan kosningarétt afhentu for- sætisráðherra og forseta samein- aðs Alþingis það sem kallað hef- ur verið skoðanakönnun, þann 23. mars sl. voru fréttamenn sjónvarps mættir á staðnum. Fréttin fékk rúman og vel valinn tíma í fréttatíma sjónvarpsins og var ítarlega fjallað um málið. Hér er greinilega viðhöfð gróf mismunun eftir því hverjir í hlut eiga og samrýmist ekki þeim hlutleysisreglum sem við teljum að Ríkisútvarpinu hafi verið settar. Við krefjumst þess að fá við- hlítandi umfjöllun í sjónvarpi á málstað okkar. Skoðun okkar er að sjónvarpið sé fjölmiðill allra landsmanna, þar sem skoðanir manna eigi að vera jafn rétthá- ar.“ Undir þetta bréf rita Björn Sig- urvaidason, Aðalbjörn Bene- diktsson, Sveinn Benónýsson, Hólmfríður Bjarnadóttir og Öm Björnsson fyrir hönd fyrr- greindra samtaka. Að sögn Aðalbjörns Bene- diktssonar þá hafa samtökin ekki heyrt um viðbrögð útvarpsráðs ennþá en formaður þess ætti að hafa fengið bréfið í byrjun vik- unnar. - ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.