Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -11. apríl 1984
33
ók
besta
íc
vormn
- Rætt við Gylfa Þórhallsson
nýbakaðan skákmeistara
Norðlendinga
Vonastu eftir
páskahreti?
Maríanna Traustadóttir:
Já endilega, ég þarf að vinna
ritgerð og þá er betra að hafa
vont veður.
Elías Björnsson:
Nei, ég hef engan áhuga á
páskahreti.
Hinrik Þórhallsson:
Já, það þarf endilega að ljúka
vonda veðrinu af.
Kristján Óskarsson:
Nei, tíðin hefur verið góð og
mætti halda áfram þannig.
Guðmundur Jökulsson:
Alls ekki.
- Ég býst nú við því að minn
toppur sem skákmaður sé nú
liðinn og ég er því meira á því
að helga mig félagsmálunum
innan skákhreyfingarinnar og
unglingastarfinu, sagði Gylfi
Þórhallsson nýbakaður skák-
meistari Norðurlands er blaða-
maður Dags ræddi við hann að
afloknu Skákþingi Norðlend-
inga á dögunum. Gylfi sem
jafnframt er formaður Skákfé-
lags Akureyrar og Skáksam-
bands Norðurlands vann ör-
uggan sigur á mótinu, hlaut 6
vinninga af 7 mögulegum og
það var ekki að sjá á tafl-
mennsku hans að tekið væri að
halla undan fæti.
- Ég var ekki nema fimm eða
sex ára þegar ég lærði manngang-
inn en framan af tefldi ég mest
við strákana í Innbænum þar sem
ég bjó. Ég tefldi síðan nokkuð í
skóla og þar varð ég m.a. skóla-
meistari í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar tvö ár í röð. Eftir það var
lagt hart að mér af mörgum, þar
á meðal Júlíusi heitnum Boga-
syni, sem leiðbeindi okkur, að
ganga í skákfélagið. Júlíus var
mjög góður leiðbeinandi og við
fengum mjög góða tilsögn frá
hans hendi sem við búum að enn
þann dag í dag.
- Hvenær tefldir þú fyrst á
móti?
- Það mun hafa verið á haust-
móti Skákfélags Akureyrar 1970.
Ég var þá 16 ára og tefldi strax í
fullorðinsflokki þar sem enginn
unglingaflokkur var til þá. Ég
tefldi síðan fljótlega á Akureyr-
armótum og á fyrsta mótinu varð
ég efstur í 2. flokki og síðan efst-
ur í 1. flokki árið eftir.
- Hvaða mót er þér eftirminni-
legast?
- Þær eru nú orðnar ansi
margar skákirnar um ævina en
líklega er mér minnisstæðast
mótið þegar ég vann minn fyrsta
Akureyrartitil. Það var á Skák-
þingi Akureyrar 1976 en síðan
hef ég orðið Akureyrarmeistari
tvisvar sinnum til viðbótar og
Norðurlandsmeistari hef ég orðið
tvívegis. Skákþing Norðurlands
1976 var líka mjög eftirminnilegt
en þar varð ég í öðru sæti. Sigur-
vegarinn gat síðan ekki tekið sæti
í landsliðsflokki á Skákþingi ís-
lands þannig að ég fékk rétt til
þátttöku þar.
- Hvernig gekk?
- Það gekk ekki enda við
ramman reip að draga. Ég varð
12. og síðastur en reynsluleysi
háði mér mjög á þessu fyrsta
stórmóti mínu.
- Nú tefldir þú á Alþjóða-
Reykjavíkurskákmótinu. Hvern-
ig var það?
- Það var mjög skemmtilegt
og ánægjulegt mót. Við Pálmi R.
Pétursson tefldum þar fyrir hönd
Skákfélags Akureyrar en þetta
var í annað sinn sem Akureyring-
Já það er út af þessum kjarn-
orkusprengjum og öllu því leið-
inda dóti. Fyrri partinn í vetur
var alltaf verið að sýna okkur í
sjónvarpinu hópa af fólki úti í
löndum sem safnaðist saman á
ýmsum stöðum. Sagt var að þetta
fólk væri að mótmæla uppsetn-
ingu á sprengjum. Sumt af þessu
ar taka þátt í þessu móti. Pálmi
stóð sig með mikilli prýði á mót-
inu. Náði 5,5 vinningum af 11
mögulegum og skaut mörgum
sterkum skákmeisturum ref fyrir
rass. Þetta er langsterkasta mót
sem ég hef teflt á en ég fann mig
ekki á þessu móti og árangurinn
því ekkert sérstakur.
- Hvernig hefur þér gengið á
íslandsmótunum?
- Það hefur gengið upp og
ofan en ég stóð mig þó með ágæt-
um á mótinu í fyrra. Var þá í
toppbaráttu út allt mótið en
slæmur endasprettur varð þess
valdandi að ég hafnaði í sjötta
sæti í landsliðsflokki.
- Hver er erfiðasti andstæð-
ingurinn sem þú hefur mætt?
- Ég hef tekið þátt í öllum
deildakeppnum Skáksambands-
ins síðan 1974 og hef því fengið
fólki lét bera sig burt af götum og
mannvirkjum, einnig var sagt að
þessir hópar kenndu sig við frið
og væru þess vegna að þessu sam-
komuhaldi.
Á nýbyrjuðu ári komu fréttir
utan úr heimi um að nokkru aust-
ar við áðurnefndar sprengjur
tækifæri til að keppa við flesta af
sterkustu skákmönnum þjóðar-
innar. Alþjóðameistararnir
ungu, s.s. Helgi Ólafsson, Jón
L., Margeir og Jóhann eru mjög
erfiðir en ég hef þó alltaf fengið
punkta gegn þeim og eitt skiptið
vann ég Helga. Af skákmönnum
hér á Akureyri hefur mér gengið
einna verst með Áskel Örn Kára-
son og það eru alltaf miklar bar-
áttuskákir þegar við teflum
saman.
- Hvernig skákmaður ert þú?
- Ég verð að teljast sóknar-
skákmaður. Það á ekki við mig
að leggjast í vörn en ég get hins
vegar tekið heils hugar undir það
að sókn sé besta vörnin. Það á
svo sannarlega vel við um skák-
ina.
- Hvaða mót eru nú framund-
an hjá þér?
væri verið að raða upp svipuðu
sprengjurusli yfir mörg lönd. En
nú kveður svo við að það virðast
engin mótmæli vera viðhöfð um
sprengjur eða aðrar óskir um frið
a.m.k. engar myndir í sjónvarp-
inu um það.
Nú langar mig að spyrja hvort
- Skákþing íslands átti að vera
nú um páskana en vegna utanfar-
ar alþjóðameistaranna þá var
keppni í landsliðsflokki frestað
fram til hausts. Alþjóðameistar-
arnir ætla sér að taka þátt f skák-
móti í New York á sama tíma og
hafa fengið íslandsmótinu frestað
vegna þess. Skákmenn á
Norðurlandi og skákmenn al-
mennt eru mjög óánægðir með
þessi málalok og t.a.m. sam-
þykktum við formenn skákfélag-
anna á Norðurlandi ályktun á
síðasta Skákþingi Norðlendinga,
þar sem þessari ákvörðun er
harðlega mótmælt. Við lítum svo
á að með ákvörðun sinni sé stjórn
Skáksambands íslands að brjóta
eigin lög því það er skýrt tekið
fram í lögum sambandsins að
ekki sé hægt að breyta dagsetn-
ingum skákþingsins nema á aðal-
fundi. Það var ekki gert heldur
var þetta einhliða ákvörðun
stjórnarinnar. Þá erum við líka
mjög ósáttir við að alþjóðameist-
ararnir skuli hunsa skákþingið á
þennan hátt. Það er nóg af
mótum erlendis sem þeir geta
tekið þátt í og okkur finnst það
virðingarleysi við Skákþing ís-
lands að taka erlend skákmót
fram yfir það.
- Hvað er á döfinni hjá skák-
mönnum á Norðurlandi?
- Það er helst að nefna að við
höfum ákveðið að halda sérstök
landsfjórðungshelgarskákmót og
verður hið fyrsta þeirra haldið á
Húsavík á næsta ári. Við erum
óánægðir með það hvernig Jó-
hann Þórir hefur staðið að helg-
armótum sínum en þessi mót
hafa haft það í för með sér að
skákfélög á Norðurlandi og lfk-
lega víðar hafa beðið fjárhagslegt
tjón af. Við ætlum því að halda
okkar eigin mót og bjóða til
þeirra skákmönnum af öllu land-
inu utan Reykjavíkursvæðisins og
snúa þannig við þeirri þróun sem
átt hefur sér stað að aðeins skák-
mönnum frá Reykjavík sé boðið
til helgarskákmóta, auk heima-
manna.
- Hvernig líst þér á framtíð
skáklistarinnar á Norðurlandi?
- Mér líst nokkuð vel á hana.
Skákáhugi hefur vaxið mikið og
sterkir ungir skákmenn eru að
koma upp t.d. hér á Akureyri.
Þar veldur kannski mestu að öll
aðstaða hefur batnað mikið og
við getum t.a.m. boðið upp á eig-
ið húsnæði til æfinga. Þetta er
skákheimilið við Strandgötu sem
við missum þó í sumar vegna
skipulagsbreytinga í Glerárgötu
en við höfum hins vegar góða von
um að fá annað húsnæði í haust.
Það er annars full ástæða til að
hvetja skákáhugamenn í bænum
til að koma í skákheimilið og
taka nokkrar skákir. Það er alltaf
opið hús á fimmtudagskvöldum
og nýir félagar eru alltaf vel-
komnir, sagði Gylfi Þórhallsson.
- ESE.
Dagur getur frætt mig um það
hvort öll friðarhugsjón sé fokin
út í veður og vind hjá sjónvarp-
inu og öðrum svokölluðum frið-
arsinnum, eða hvort ekki sé sama
á hvaða hól sprengjur standa eða
hverjir setja þær upp. Hvað
veldur?
S.
Kjarnorkusprengjur og
allt það leiðindadót