Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 3
11. apríM 984 - DAGUR - 3
Hörð barátta
er framundan
Ólafur sigraði
stórmeistara-
kandidatinn!
ill
íÍÍ'Í'XvlvX
llllilÍÍÉÍÍÍilÉÍlll«
iiiliÍÍiíMiÍÍÍKVS buxiír tin sfttot • (ídtdfoufcapttór tti&figrf
liÍÍÍÍÍIilÍilÍIÍÍÍIðÍi
í|Í|Í|Í$Í^^:
iitililii^jíii^^ipiiiii^gíiiiiifiiii
AKUREÝRI - SÍMI (sé) 21.00
skrHTljnrð á fráþæru verði
í Hrísalundi 5
fermingargjafa
Seiko og 1 1 1| ii 'lálil f
eru sambyggð
og segulbönd
HLJOM %
DfiLD M
Ólafur Kristjánsson frá Akur-
eyri kom mjög á óvart á skák-
móti á Sauðárkróki um síðustu
helgi. Ólafur bar sigur úr být-
um á mótinu en meðal and-
stæðinga hans voru þeir Jó-
hann Hjartarson, Sævar
Bjarnason og Halldór G. Ein-
arsson.
Um síðustu helgi hélt Skákfé-
lag Sauðárkróks skákmót í
tengslum við Sæluvikuna. Var
mót þetta nefnt Grohe-skákmót-
ið. 26 keppendur tóku þátt í mót-
inu og voru þar af sjö keppendur
úr Reykjavík með Jóhann Hjart-
arson, alþjóðameistara og sigur-
vegara á tveim alþjóðaskák-
mótum og Sævar Bjarnason ís-
landsmeistara í broddi fylkingar.
Fimm keppendur voru frá Akur-
eyri og það var einmitt einn
þeirra, Ólafur Kristjánsson sem
vann frækinn sigur.
Ólafur fékk 5.5 v. af 7 mögu-
legum eða jafn marga vinninga
og Jóhann Hjartarson en Ólafur
sigraði hins vegar á stigum. í
þriðja sæti varð Pálmi R. Péturs-
son frá Akureyri, í fjórða sæti
Bragi Halldórsson frá Sauðár-
króki og fimmti varð Jakob Krist-
insson frá Akureyri, Sævar
Bjarnason varð sjötti til sjöundi
ásamt Pálma Sighvatssyni frá
Sauðárkróki.
Vegleg verðlaun voru veitt fyr-
ir bestu afrekin á mótinu. Fimm
efstu menn fengu peningaverð-
laun og Þýsk-íslenska verslunar-
félagið gaf þrem efstu mönnum
úr auk bikars til sigurvegarans.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir
besta árangur heimamanns en
þau féllu Braga Halldórssyni í
skaut.
- Aðalfundur LVBH lýsir yfir stuðningi við
baráttu umhverfisverndunarfólks í Eyjafirði
Húnavaka
5P O Æ - hefst á Blönduósi
nk. föstudag
Húnavaka ’84, menningar- og
skemmtivaka Ungmenna-
sambands A.-Húnvetninga
hefst 13. apríl eða nk. föstu-
dag. Mikið verður um að vera
á Blönduósi þá daga sem
Húnavaka stendur yfir og
leggja margir hönd á plóginn
til þess að gera Húnavöku sem
fjölbreyttasta og mörg félög
taka þátt í dagskráratriðum.
Sýning verður á teikningum
eftir Sigmund úr Vestmannaeyj-
um og verður hún í Félagsheimil-
inu á Blönduósi en þetta mun
vera 3. einkasýning Sigmunds. í
Héraðsbókasafninu á Blönduósi
verður ljósmyndasýning en þar
sýna tveir Blönduósingar þeir
Unnar Agnarsson og Skarphéð-
inn Ragnarsson.
Leikfélag Biönduóss verður
með þrjár sýningar á Húnavöku
og sýnir gamanleikinn „Spansk-
fluguna“ eftir Arnold og Bach.
Leikstjóri er ungur Skagfirðing-
ur, Eyþór Árnason. Á laugardag
fyrir pálmasunnudag verður
skemmtun grunnskólanema á
Blönduósi, en þar koma fram um
150 nemendur á aldrinum 6-12
ára. Boðið verður upp á mjög
fjölbreytta dagskrá.
Á pálmasunnudag verður
söngskemmtun þar sem koma
fram tveir kórar, Samkórinn
Björk flytur atriði úr „Gloríu“
eftir Antonio Vivaldi og fleiri lög
og Grunnskólakórinn á Blöndu-
ósi kemur einnig fram en stjórn-
andi beggja kóranna er Sveinn
Arne Korshamnen undirleikari
Guðjón Pálsson frá Hvamms-
tanga.
Ungmennafélagið Hvöt á
Blönduósi verður með skemmti-
dagskrá - fjölskyldudagskrá -
mánudagskvöldið 16. apríl.
Verður heimatilbúið skemmti-
efni á boðstólum og mikið um
söng, en þetta er eitt af verkefn-
um félagsins á 60. starfsári.
Að kvöldi síðasta vetrardags
verður „Húsbændavaka“ en þar
verður boðið upp á mjög vand-
aða dagskrá. Þar mun Ómar
Ragnarsson, hinn landskunni
skemmtikraftur koma. fram,
Helgi Seljan alþingismaður mun
rabba við samkomugesti, þeir
bræður Jóhann Már og Svavar
Jóhannssynir munu syngja við
undirleik Guðjóns Pálssonar og
einnig koma fram tveir ágætir
söngvarar frá Skagaströnd og
fluttur verður annáll. Kynnir á
„Húsbændavöku“ verður Sveinn
Kjartansson.
Á sumardaginn fyrsta verður
„Glens og gaman“ en það er
barnaskemmtun og fjölbreytt
dagskrá s.s. teiknimyndir og
fleira. Á laugardag fyrir páska
verður fjölbreytt söngdagskrá á
vegum karlakórsins Heimis úr
Skagafirði, stjórnandi kórsins er
Jiri Hlavack.
Dansleikir verða fimm á Húna-
vöku, þar af einn unglingadans-
leikur. Hljómsveitin Toppmenn
frá Reykjavík leikur á fjórum
þeirra en Miðaldamenn frá Siglu-
firði leika á lokadansleik Húna-
vöku ’84 að kvöldi 2. páskadags.
Hinn síkáti kántrísöngvari
Hallbjörn Hjartarson frá Skaga-
strönd kemur fram á dansleik
sem haldinn verður 13. apríl. Að
venju verða góðar kvikmyndir á
Húnavöku, myndirnar Hrafninn
flýgur, ET og Svarti folinn. í
tengslum við Húnavökuna kemur
út ritið „Húnavaka". - GS.
Aðalfundur Landverndarsam-
taka vatnasvæða Blöndu og
Héraðsvatna, haldinn í
Yarmahlíðarskóla þ. 30. mars
1984, lýsir fullum stuðningi við
baráttu umhverfisverndarfólks
í Eyjafirði, gegn byggingu ál-
vers við fjörðinn. Öll rök heil-
brigðar skynsemi og rannsókn-
ir sýna, að slík verksmiðja yrði
öllu lífríki þar hættuleg, sökum
staðhátta og loftstrauma.
í ályktuninni segir ennfremur
að álver myndi skapa tiltölulega
fáum atvinnu, miðað við stofn-
kostnað og draga fjármagn frá
annarri heppilegri uppbyggingu.
Eyjafjörður á ótæmandi mögu-
leika til landbúnaðar, skógrækt-
ar, fiskeldis, lífefnaiðnaðar og
úrvinnslu margs konar afurða,
auk annars iðnaðar, sem fyrir
hendi er og efla mætti, og félli
betur að landi, lífríki og lifnaðar-
háttum fólks. Því væri það algjör-
lega óverjandi, að velja þann
kostinn, sem áhættusamastur er
fjárhagslega, og sökum óæski-
legra áhrifa, óþjóðhollur á allan
hátt. Fundurinn skorar á ráða-
menn að láta af álversáætlunum
og snúa sér að öðrum ákjósan-
legri valkostum. Ályktunin var
samþykkt samhljóða með öllum
gréiddum atkvæðum.
Fundurinn var fjölmennur,
umræður líflegar og málefnaleg-
ar. Ellefu nýir félagar létu skrá
sig og 4 konur frá Kvennafram-
boðinu á Akureyri þáðu boð
fundarins um heimsókn og inn-
legg í umræðuna. Fluttu þær mál
sitt af rökfestu og skörungsskap
og unnu allra hylli, enda talað
fyrir góðan málstað.
Milli Bakkasels og Sesselju-
búðar á vesturleið, lentu þær í
rokstrengnum illræmda, þar sem
bílar sátu fastir og útaf og seink-
uðu för. En yfir brutust konurn-
ar, með sinn kvenbílstjóra og
mættu í tæka tíð. Til baka fylgdu
þeim góðar óskir um að öll þeirra
störf færu svo farsællega, þó á
móti blési í bili.
Væntum vér að Húnvetningar,
Skagfirðingar og Eyfirðingar, láti
ekki merki þjóðarstolts Þingey-
inga niður falla, í þeirri hörðu
baráttu sem framundan er, fyrir
mannhelgi, mannréttindum og
manneskjulegra umhverfi.
Undir ályktunina ritar fyrir hönd
Landverndarsamtaka vatna-
svæða Blöndu og Héraðsvatna,
Guðríður B. Helgadóttir.