Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR r r b m HÁÞRYSTISLONGUR OLlUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA a s co Halkan setti strik í reikn- ■ ■ inginn Kostnaður við snjómokstur hjá Akureyrarbæ fyrstu þrjá mánuði ársins var heimingi meiri í krónum talið en á sama tíma í fyrra eða alls um 2.1 milljónir króna. í fljótu bragði séð virðist hér um algjört öfugmæli að ræða þar sem veturinn nú hefur verið með snjóléttasta móti en samkvæmt upplýsingum Guðmundar Guð- laugssonar, verkfræðings hjá Ak- ureyrarbæ þá er skýringin á þessu sú að mikið hefur verið um hálku og kostnaður við sandburð og aðrar hálkueyðingaraðgerðir því mun meiri en í meðalári. Kostn- aður við snjómokstur og sand- burð í janúar var um 1.090.000 krónur eða meiri en þrjá fyrstu mánuðina 1983 samanlagt. í febrúar 720.000 kr. og í mars var kostnaðurinn um 290.000 kr. Sambærilegar tölur fyrir 1983 eru 540.000 kr. í janúar, 220.000 í febrúar og 290.000 kr. í mars en hafa verður í huga að útseld vinna, eldsneyti og fleira hefur hækkað talsvert á þessu eina ári. Að sögn Guðmundar Guð- laugssonar er gert ráð fyrir'því á áætlun, að verja megi 3.170.000 krónum í snjómokstur og hálku- varnir á þessu ári. Apríl var einn versti mánuðurinn í fyrra en þá kostaði snjómoksturinn um 750.000 krónur en ef svo heldur sem horfir þá ætti kostnaður við mokstur það sem eftir lifir árs að vera með minna móti, þrátt fyrir háar tölur fyrstu tvo mánuðina. Undanfarin ár hefur það nefni- lega verið svo að um tveir þriðju hlutar þess fjár sem farið hafa í snjómokstur, hafa verið notaðir fyrri hluta ársins. En það er eins með snjóinn eins og svo margt annað. Hann gerir sjaldan boð á undan sér. - ESE. Aðalbreytingin á veðrinu fram að helginni er sú að vindur mun ganga niður þótt hann verði norðan- stæður áfram, og því mun verða betra veður þótt éljagangur verði. Þessar upplýsingar gaf Veðurstofan í morgun og sagði Knútur Knudsen sem þar varð fyrir svörum að veðrið færi í fyrsta lagi að batna verulega um helgina. Vegagerð yfir Oxnadalsheiði lýkur ekki fyrr en 1994: Þingmannaákvörðun! - Helmingur þjóðvegarins í Húnavatnssýslu er með klæðningu en aðeins um 16% þjóðvegarins um Skagafjarðarsýslu - Það er þvl miður nokkuð langt í að hægt verði að Ijúka uppbyggingu vegarins yfir Öxnadalsheiði. Sá vegarkafli sem um ræðir er ekki á áætlun fyrr en á árunum 1991-1994, sagði Jónas Snæbjörnsson, umdæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar á Norðurlandi vestra þegar hann var spurður að því hvað liði vegagerð yfir Öxnadalsheiði vestan sýslu- marka. Sá kafli sem hér um ræðir er frá sýslumörkum við Grjótá að Kjálkavegamótum, alls um 20,7 km leið. Eúið er að byggja upp veginn yfir Öxnadalsheiði allt að sýslumörkum austan megin frá og mönnum hefur því fundist eðlilegt að þessi vegagerð héldist í hendur. Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar þá er það þingmanna- ákvörðun hvar og hvenær er ráð- ist í ákveðin verkefni og sam- kvæmt áætlun er Vatnsskarð nú fyrst í röðinni, eða á áætlun 1983-1986. Síðan kemur Blöndu- hlíðin á tímabilinu 1987-1990 og loks Öxnadalsheiðin vestan meg- in og Bólstaðarhlíðarbrekkan á árunum 1991-1994. - Við erum hér með gamla og ónýta vegi bæði yfir Vatnsskarð og í Blönduhlíðinni og það þótti eðlilegt að ráöasi í þessi verkefni fyrst. Það verður lögð klæðning á þessa vegarkafla þegar búið er að byggja þá upp og um leið ætti ástand veganna að batna stór- kostlega, sagði Jónas Snæbjörns- son. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem ekið hefur um Skagafjarðarsýslu og Húna- vatnssýslur sem allar heyra undir sömu yfirstjórn, að vegamál í Húnavatnssýslum eru komin í gott horf en Skagafjarðarsýsla er nánast á fornaldarstigi hvað þessi mál varðar. Jónas Snæbjörnsson var spurður hver væri ástæðan fyrir þessum mikla mun. - Áðalástæðan fyrir þessu er sú að þegar ráðist var í Norður- landsáætlun þá lágu vegir í Húna- vatnssýslum mikið betur við en vegir í Skagafjarðarsýslu. Það voru uppbyggðir vegir í Húna- vatnssýslum og því hæg heima- tökin að leggja þar klæðningu, sagði Jónas en samkvæmt upplýs- ingum hans þá er um helmingur þjóðvegarins um Húnavatnssýsl- um með klæðningu, alls rúmur 61 km af um 121 km alls, en í Skaga- fjarðarsýslu eru aðeins um 7 km þjóðvegarins af um 51 km alls með slíkri klæðningu. - Það má einnig nefna að veg- urinn til Siglufjarðar og leiðin milli Sauðárkróks og Varmahlíð- ar hafa haft forgang undanfarin ár og við stefnum t.a.m. að því að ljúka við lagningu klæðningar á milli Sauðárkróks og Varma- hlíðar árið 1986, sagði Jónas Snæbjörnsson. - ESE. Reiðhjólaskoðun stendur nú yfír og hafa margir stálfákar verið merktir í .fullkomnu ástandi. Hér hefur Vörður Traustason lögregluþjónn skoðað einn fákinn og límir á hann viðurkenningarmerki. Og ekki sjáum við betur en hjóleiðagarpurinn sé töiuvert stoltur. Mynd: KGA. Bridge: Bræðumir komu á óvart! Sveit Ásgríms Sigurbjörnsson- ar frá Siglufirði kom verulega á óvart þegar undanúrslit Is- landsmótsins í sveitakeppni í bridge voru háð í Reykjavík um helgina. Þar mættu 24 sveitir víðs vegar af landinu til leiks og var þeim skipt í 4 riðla, 6 sveitir í hverjum riðli. Sveit Ásgríms var í riðli með sveit frá Selfossi og fjórum sveitum frá Reykjavík og höfðu ýmsir „spámenn“ lýst því yfir í blöðunum að þær tvær sveitir sem kæmust áfram úr þessum riðli yrðu sveit Gests Jónssonar og Ólafs Lárussonar frá Reykja- vík. En svo fór ekki. Ásgrímur og bræður hans þrír sem skipa sveit- ina með honum, Bogi, Anton og Jón gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur í þessum riðli glæsilega og Selfyssingarnir urðu í 2. sæti. Önnur sveit af Norðurlandi tók þátt í keppninni. Það var sveit Páls Pálssonar frá Akureyri og hafnaði hún í 4 sæti í sínum riðli og komst ekki áfram. gk-. # Læra að tala........ „Egill rauði“ sem sér um sér- stakan þátt í blaðinu Austur- land- sem gefið er út í Nes- kaupstað sendir Árna John- sen alþingismanni með meiru kveðju í nýlegu tölu- blaði. Er kveikjan að grein- inni sá atburður er Árni þing- maður sýndi sinn sjálfvirka sleppibúnað á dögunum og sló Karl Ólsen jr. frá Suður- nesjum. Egill rauði segir: „Árni Johnsen reynir af van- mætti að setja sig inn í hið erfiða starf þingmannsins og fjalla um málin frá ýmsum sjónarhornum, gerir sér tið- rætt um konubrjóst (sjónar- mið barnsins?) biblíuna og nú síðast sagðist hann vera að svara að sjómannasiö er hann réðst að Karli Olsen og sló hann hnefahögg i andlitið en Ólsen framleiðir sjálfvirk- an sleppibúnað annan en þann sem Vestmanneying- urinn Sigmund fann upp. Eg- ill rauði bendir Árna vinsam- legast á, að hingað til hafa sjómenn getað svarað fyrir sig með öðru en hnefum og finnst slík ummæli lítilsvirð- ing við sjómenn. Bendir Egill rauði Árna á að fara á sjóinn og læra að tala.“ - Og á með- an berst Morgunblaðinu að eigin sögn bunki af bréfum víðs vegar af iandinu þar sem lýst er yfir stuðningi við manninn með sjálfvirka sleppibúnaðinn. # Nefndar- afmæli Brátt verður nefnd ein á veg- um Akureyrarbæjar hálfs annars árs gömul. Nefnd þessi átti að fjalla um friðlýsingu efri hluta Glerár og Glerár- gils, hvernig það skyldi varð- veitt og leita samkomulags við landeigendur um það. En þó nefndin sé komin þetta vel á legg, þá hefur hún ekki enn verið kölluð saman. Þó fól bæjarstjórn bæjarstjóra að sjá um þetta verk þegar nefndin átti eíns árs afmæli. Þetta kemur fram í skýrslu Náttúruverndarnefndar Akur- eyrar, sem birtist í opnu blaðsins (dag. # Æ, spurðu mömmu þína... Karlinn hafði verið i veislu- höldum kvöldið áður og nú lá hann með kaldan bakstur á enninu uppi í sófa og var að safna sér saman. Sonur hans sem var inni i sinu herbergi að lesa landafræði kom þá inn i stofu til hans og spurði: „Pabbi, hvar er Kína? - Æ, strákur, spurðu mömmu þína. Það er hún sem ryksug- ar hérna, vinur minn,“ var svarið sem strákurinn fékk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.