Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 9
11. apríl 1984 - DAGUR - 9 Æfinga- ferð KA til Ipswich 1. deildarlið KA í knattspyrnu heldur á morgun til Englands, nánar tiltekið til Ipswich þar sem liðið mun dvelja við æfingar og keppni í 10 daga. Nokkuð er síðan þessi ferð var ákveðin og er hún liður í undir- búningi liðsins fyrir átökin í 1. deild í sumar. I ferðinni verða einar 10 æfingar og þá er fyrir- hugað að leika 4 æfingaleiki en ekki er vitað hverjir verða mót- herjar KA-manna í þeim leikjum. \ á 'ÆBr-■ i Wm'' Sigur- sveit ÍBA Um helgina voru afhent verð- laun fyrir keppni félagsliða í kraftlyftingum. Keppnin fór fram fyrir nokkru en sveit ÍBA vann þar öruggan sigur. í sigursveit IB A voru þeir Flosi Jónsson, Kári Elíson, Víkingur Traustason, Freyr Aðalsteinsson og Jóhannes Hjálmarsson. í öðru sæti í keppninni varð B- lið KR en A-lið félagsins féll úr keppni þar sem Halldór Sigur- björnsson lyfti ekki byrjunar- þyngd sinni í hnébeygju. Setti þetta að sjálfsögðu strik í reikn- inginn en breytti því þó ekki að sveit ÍBA hefði unnið þó Halldór hefði ekki fallið úr keppni. Mynd: ESE. „Fékk nýjar hugmynd- ir varðandi æfingar" - segir Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs sem dvaldi hjá West Ham ásamt 4 leikmönnum Þórs „Það gagn sem ég hafði af þessari ferð var að ég sá hvern- ig þessir menn æfa, hvernig þeir byggja sig upp fyrir leiki, og svo fékk ég auðvitað nýjar hugmyndir varðandi æfingar, en ég get ekki sagt að ég hafi lært neitt varðandi knattspyrn- una sjálfa,“ sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu en hann dvaldist á dögunum hjá enska liðinu West Ham og fylgdist með því sem þar fór fram. Þorsteinn fór utan ásamt þeim Jónasi Róbertssyni og Bjarna Sveinbjörnssyni leikmönnum Þórs. Þeir Jónas og Bjarni fóru síðan heim eftir 10 daga og þá fóru tveir aðrir leikmenn út, þeir Nói Björnsson fyrirliði Þórs og Óli Þór Magnússon. Þessir leikmenn æfðu allir með félaginu og var „blandað lið“ á æfingum, bæði leikmenn úr a- og b-liði félagsins og eitthvað af unglingum. „Það var einhver misskilningur varðandi móttöku á okkur þegar við komum fyrst út, en þegar við höfðum komist í samband við framkvæmdastjóra félagsins leystist það og hann vildi allt fyrir okkur gera. „Strákarnir fengu að kynnast því hvernig þessir atvinnumenn æfa, hvað þeir leggja hart að sér og mikið í sölurnar til þess að ná árangri,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að undirbún- ingur Þórsara fyrir keppnina í 1. deild stæði nú yfir af fullum krafti. „Við erum þó lítið farnir að binda leikinn í ákveðið form og skipuleggja hann en það kem- ur allt á næstunni. KRA-mótið mun gefa góða möguleika á að prófa það sem við ætlum okkur að setja upp. Þá förum við suður til Reykjavíkur í æfinga- og keppnisferð undir lok þessa mán- aðar og leikum sennilega 3 leiki, og svo förum við aftur í sams konar ferð rétt áður en íslands- mótið hefst. Það er mjög nauð- synlegt að menn verði komnir í leikæfingu þegar baráttan í 1. deildinni byrjar,“ sagði Þorsteinn Ólafsson. Rlsalr- Úrslit í 2. deild Úrslitakeppni 2. deildar karla í blaki verður háð í íþróttahöll- inni á Akureyri og mæta þar fjögur lið til leiks, KA, Reyni- vík, Þróttur frá Neskaupstað og Samhygð úr Hveragerði. Keppnin hefst kl. 19.30 á föstudagskvöld með leik KA og Samhygðar og strax á eftir eða kl. 21 leika svo Reynivík og Þróttur N. Á laugardag hefst keppni kl. 10.30 með viðureign KA og Þróttar og síðan leika Reynivík óg Samhygð. Þá verður gert hlé til kl. 16.30 en þá hefjast síðustu leikir úrslitanna sem eru á milli KA og Reynivíkur og Þróttar og Samhygðar hins vegar. Eftir þessa leiki ætti að liggja ljóst fyrir hvaða félag tryggir sér sigur og flyst í 1. deild næsta keppnistímabil. Enn er óútkljáð hvaða félag fellur úr 1. deild í 2. deild því Fram og Víkingur eiga eftir að leika úrslitaleik um það. 1-X-2 1-X-2 Heldur jafnaðist leikurínn um siðustu helgi því Pálmi Mutthíasson gerði sér lítið fyrir og var með 9 leiki rétta og Tryggvi Gíslason hafði 8 rétta. Einar Pálmi sem enn hefur forustu varð að gera sér 6 leiki rétta að góðu og Eiríkur S. Eiríksson sem virðist vera heldur dapur spámaður þessar vikumar var einungis með 4 rétta. Enn ciga spekingamir eftir að spá í nokkrar vikur svo allt getur gerst í keppninni um titilinn „Getraunakóngur Dags" en þcim titli fylgir einnig 2000 króna vömúttekt í Sporthúsinu. Einar Pálmi hefur náð í atls 37 rétta, Tryggvi Gíslason 31, Pálmi Matthíasson 29 og Ei- ríkur rekur lestina með 24. Tryggvi Gíslason. 31 Birmingham-QPR Coventry-Wolves Ipswich-Nott.For. Leicester-A.Villa Stoke-Liverpool Tottenham-Luton WBA-Norwich West Ham-Sunderland C.Palace-Chelsea Fulham-Huddersfleld Portsmouth-Blackburn Schrewsbury-Brighton 1 1 2 X 2 1 2 1 2 1 1 1 Pálmi Matthíasson. 29 Birmingham-QPR Coventry-Wolves Ipswich-Nott.For. Leicester-A.Villa Stoke-Liverpool Tottenham-Luton WBA-Norwich West Ham-Sunderland C.Palace-Chelsea Fulham-Huddersfleld Portsmouth-Blackburn Schrewsbury-Brighton 2 1 2 2 2 1 1 1 2 1 1 1 Einar Pálmi Árnason. 37 Birmingham-QPR Coventry-Wolves Ipswich-Nott.For. Leicester-A.VilIa Stoke-Liverpool Tottenham-Luton WBA-Norwich .West Ham-Sunderland C.Palace-Chelsea Fulham-Huddersfleld Portsmouth-Blackburn Schrewsbury-Bríghton 1 1 1 2 2 1 1 1 X 1 X X Eiríkur Eiríksson. 24 Birmingham-QPR Coventry-Wolves Ipswich-Nott.For. Leicester-A.Villa Stoke-Liverpool Tottenham-Luton WBA-Norwich West Ham-Sunderland C.Palace-Chelsea Fulham-Huddersfleld Portsmouth-Blackburn Schrewsbury-Brighton X 1 2 2 2 1 1 1 X 1 1 2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.