Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -11. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRfKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fólksflutningar af landsbyggðinni í nýútkominni ársskýrslu Fram- kvæmdastofnunar ríkisins kem- ur fram að á síðustu fjórum árum hafi orðið geigvænleg byggðaröskun á landsbyggð- inni. Frá 1980—1983 að báðum árunum meðtöldum tapaði landsbyggðin 2.419 manns til suðvesturhorns landsins, sem samsvarar því að 2,9% íbúa landsbyggðarinnar í upphafi þessa tímabils hafi flutt á brott. Eftir áratuga byggðaröskun náðist loks jafnvægi í fólks- flutningum milli landsbyggðar og Suðvesturlands á árunum 1975-1979. Þetta var á svo- kölluðum Framsóknaráratug, þegar mikil atvinnuuppbygg- ing var um allt land. Á árinu 1980 má segja að þessu ör- stutta jafnvægistímabili lyki og síðan hafa fólksflutningar frá landsbyggðinni aukist ár frá ári. Vart verður annað séð en þessi fólksstraumur sé í örum vexti og verði óviðráðanlegur, ef ekki verður gripið í taumana strax. í ársskýrslu Framkvæmda- stofnunar segir Bjarni Einars- son, framkvæmdastjóri byggðadeildar, að ástæður fyrir því að nú halli svo mjög undan fæti á landsbyggðinni séu hversu miðsækin öll þjónustu- starfsemi sé til höfuðborgar- svæðisins. Hann bendir á að á árinu 1982 hafi t.d. aðeins 15% starfa í þjónustugreinum orðið til úti á landi, en 85% á suðvest- urhorninu. Bjarni segir í skýrslu sinni: „Sú þróunarstefna sem lesa má út úr þessum tölum er ugg- vænleg. Haldi svo áfram virðist ný flóðbylgja flutninga af landsbyggðinni til Suðvestur- lands vera að rísa, í líkingu við þá sem skall á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum á sjötta áratugnum. Slíkt er hvor- ugs hagur, Suðvesturlands né landsbyggðar, og er síst af öllu hagkvæmt fyrir þjóðarheildina. Slík þróun getur komið upp víta- hring sem erfitt getur verið að rjúfa og kann að leiða til þess að sífellt verði erfiðara að manna hinar þýðingarmiklu fiskvinnslustöðvar úti á landi og öllu mannlífi á landsbyggð- inni hraki. Hins vegar leiðir slík þróun til vaxandi þenslu suðvestan- lands og aukins tilkostnaðar á fjölmörgum sviðum. Líklegt er að mikil byggðaröskun drægi verulega úr hagvexti. Á Suð- vesturlandi búa nú yfir 142 þús. manns sem eru tæp 60% þjóð- arinnar. Hagkvæmast er fyrir þetta fólk að búa nokkurn veg- inn við eigin fólksfjölgun. Hin ýmsu kerfi svo sem skólakerfi, umferðarkerfi o.s.frv. geta þá þróast átakalaust og á hag- kvæman hátt. Flóðbylgja inn- flytjenda af landsbyggðinni mun raska þessari uppbygg- ingu jafnframt því sem nýting dýrra mannvirkja á lands- byggðinni minnkar." Bjarni bendir á að fyrst og fremst þurfi að byggja upp iðn- aðar- og þjónustugreinar á landsbyggðinni, til að hamla gegn þessari óheillavænlegu þróun. , ,Hinn rauði dagur er aö láta lit Það er langt síðan ég þóttist sjá að hugsjónir hins 1. maí, hátíðar- dags verkalýðsins, væru farnar að upplitast. Dagurinn er ekki leng- ur sérstök hátíð verkamanna heldur almennur frídagur. Hug- takið „verkamaður" er einnig nokkuð óljóst orðið enda fullt eins oft talað um „launþega" og „launþegahreyfingu". Og hver er ekki launþegi á landi hér? T.d. eru ráðherrar þar á lista; og for- stjórar eru á launum hjá fyrir- tækjum sínum sem bæjarfélög og ríki eiga að meirihluta og reka núorðið (ef ekki beint þá óbeint, með því að koma í veg fyrir að þau geti nokkurn tíma farið á hausinn). Þessi útvíkkun hugtaksins „verkamaður" hefur slævt öll skil milli stétta og sáttahyggjan er svo rík að sumir aðilar hátíðardags- ins lýsa því yfir að hluti ávarps hans, er þeir undirrita, sé í al- gjörri mótsögn við vilja þeirra sjálfra og meirihluta þjóðarinnar (sbr. viðtal við Magnús L. Sveinsson í „Síðdegisvöku" út- varpsins). Og þeir undirrita að- eins til að varðveita friðinn og halda samstöðuna! Þetta hefði nú fremur verið kallað geðleysi en félagshyggja í gamla daga með- an 1. maí var baráttu- og hátíðar- dagur verkalýðs, þ.e. þeirra sem unnu erfiðisvinnu við hin aum- ustu skilyrði á sultarlaunum en vissu hug sinn. Þá var hvorki verslunar- né BSRB-fólk með; og síðan hætt var að hrækja á göngumenn 1. maí úr dyrum broddborgaranna hefur dregið úr göngugleðinni - enda erum við nú öll á sama báti, orðnir góð- borgarar og hvítflibbamenn í dyrum dýrra húsa. Og um þetta er ekkert nema allt gott að segja. Fyrir þessu var verið að berjast. En er þá forsenda dagsins brostin? Ég svara því neitandi - en hún er breytt. M.a. þyrftu launþegar að Iáta pólitíska flokksforystu, þá er þykist eiga þá, vita að þeir eru ekki eign neinna nema sjálfra sín, að þeir styðja aðeins þá frambjóðendur sem sinna hag þeirra jafnt, hvort þeir eru í stjórn eða stjórnar- andstöðu. En reynslan hefur sýnt að meirihlutinn gerir það ekki. Stjórnmálamenn eru einskis megnugir nema í krafti þess valds sem fólkið ljær þeim og það vald vinna þeir ekki með úreltum slag- orðum frá 3. og 4. áratugnum heldur þeim trúnaði er þeir sýna í verkum sínum, dagsins í dag. En því miður hefur mikilleik- inn slaknað við áreynsluskort í velsæld þeirri er feður okkar og mæður skópu okkur með berum höndum á fyrstu áratugum aldar- innar. Það er þeirra dagur sem er að láta lit í höndum okkar. Saga í tveim köflum Skyldi eftirstríðskynslóðin gera sér ljós afrek foreldra sinna? Veit hún hve furðulega stutt er síðan t.d. elli- og örorkubætur komu til, barnameðlög, ókeypis læknis- þjónusta og lífvænleg laun - ell- egar orlof og sumarfrí? Nei, ekk- ert af þessu bauðst fyrir stríðs- fólkið. Allt er það árangur óþrot- iegrar baráttu einnar kynslóðar er alheimti sjaldnast laun sín að kveldi. En mikilvægastur af öllu þykir þó mörgum fyrirstríðsmanni sá möguleiki sem opnaðist öllum til menntunar. Skólaganga var að- eins möguleg efnamannabörnum áður; en menntaþráin brann jafnt í brjóstum öreigabarnanna. En það var enginn útvegur. Nú er það skylda að menntast, ljúf skylda, skyldi maður ætla. Og allt þetta er vert að virða og meta á degi launþeganna. En því miður: Nú eru þeir sem lögðu hornstein velferðarinnar þeir al- snauðustu í þjóðfélaginu, gamal- menni og öryrkjar sem oft urðu það vegna þrældómsins. Kannski má segja að út í nokkrar öfgar sé nú komið með félagsmálapakkana. Kannski er jafnaðarmennskan um of þegar jafnt ríkir og snauðir fá sömu lýðhjálp. En það er ættararfur hreppsómaganna gömlu að telja snauðum manni minnkun í að þiggja félagslega hjálp nema milljónamaðurinn fái hana líka. Enn má nefna mikilsvert mál er fylgdi jöfnuði og bættum efna- hag almennt - en það er fjörun stéttamunar. Hann á sér ekki lengur rætur í efnahag fyrst og fremst, eins og áður, kannski fremur í mun menntunar. Enn tóra nefnilega nokkrir meðal okkar sem ekki nutu nema stop- ullar farkennslu og máttu þakka fyrir. Þeir kunna að hafa minni- máttarkennd gagnvart langskóla- fólki nútímans. En arfur fortíðar í hugsun er ríkur: Enn þráast margir við að játa gildi menntun- ar, einkum sérfræðináms og velja ekki fremur sérmenntaða menn í starf sem heyrir þeirra grein. Og til hvers var þá verið að kosta þá til slíks? Það brennur undrun og gremja í hugum gamla fólksins sem hlustar á eymdarsón og sultarvæl þeirra er hafa allt til alls. Saga þessarar aldar er í tveim kapítul- um og gæti sá fyrri heitið skortur, hinn síðari allsnægtir. Kaldir fingur og langir Þeir voru að ræða um lág laun og veisæld að kvöldi 1. maí. Fólk á vinnustöðum var spurt. Margir sögðu að launin væru of lág því jllt væri að láta þau endast fyrir nauðsynjum (teygjanlegt hugtak). En það spurði enginn hvers vegna vara hefði ekki lækk- að þar eð bæði laun og vextir hefðu lækkað. Og enginn minnt- ist á það versta, sem nálgast þó reimleika í þjóðfélaginu: Það var algengt hér áður, með- an menn tóku almennt í nefið að fyrir þeim urðu kaldir fingur í tóbakspungnum. Það voru, að sögn, fingur framliðinna tóbaks- manna er hungraði dauða í nefdrátt. Nú eru menn því miður hættir að taka í nefið og finna því enga fingur í þeim ílátum. Aftur á móti verður þeirra dag- lega vart í seðlaveskjunum okkar - hinna köldu og löngu fingra „stóra bróður", ríkisins. Aldrei greiðum við svo krónu að stóri bróðir gómi ekki helm- inginn. Og hætt er við að mölur og ryð séu óvenju áleitin í ríkis- kassanum. Þegar fé þrýtur þar er aðeins ein leið sem lykilhafar kassans þekkja og hún er í veskin okkar. Þó er talið að til séu þeir er búa yfir þeim dulrænu hæfileikum að geta gert aurana sína ósýnilega, geta villt um fyrir hinum löngu og köldu fingrum stóra bróður. Mér hefði fundist að þetta hefði mátt vera hluti umræðunnar 1. maí. Eins hefði mátt minnast ráðherr- anna er gerðu 20 þús. kr. skuld- ina okkar 1979 að 120 þús. kr. skuld 1983. Það hefði mátt nefna uppvakning þann er kallast tíska og einkum er att á konur og ungl- inga - og ærslanda þá er kallast auglýsendur, þ.á m. ferðaskrif- stofur og flugfélög sem helst vilja æra alla út úr landinu. Það eru nefnilega ótrúlega margir aðilar sem renna hýru auga til auranna okkar. En hvort aurarnir okkar eru margir eða fáir segir minnst, fengjum við varið þá fyrir hinum köldu og löngu fingrum drauga nútímans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.