Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 11
11. maí 1984 — DAGUR — 11 Fullur Sjalli af kvenfólki og komust færri en vUdu. Veisluborðið var óhemju kræsilegt. Myndir: KGA. ..K-nv.*'" fY\$& kvöldin“ tvö sem haldin voru í Sjallanum um síðustu helgi. „Það var troðfullt hjá okkur bæði kvöldin og þess vegna hefði verið grundvöllur fyrir fleiri slíkum samkomum,“ sagði Herdís Ingvadóttir „yfirkrúttmagi“ er við rædd- um við hana um „krúttmaga- Herdís sagði að fjölmörg heimtilbúin skemmtiatriði hefðu verið á dagskránni, tískusýning- ar, leikfimi, leikþættir og fleira og hefðu þessi atriði ekkert gefið eftir bestu skemmtiatriðum sem á boðstólum eru við önnur tæki- færi. Að skemmtiatriðunum loknum eða um kl. 23 stigu kon- urnar dans af miklum móð, en á miðnætti var „hleypt til“. Þá fengu karlmennirnir sem höfðu beðið með nefið klesst við útdyrahurð Sjallans allt kvöldið loksins að koma inn í dýrðina, og var tekið á móti þeim fyrstu með glæsibrag, þeir fengu koss á kinn- ina, blóm og hver veit nema eitthvað fleira hafi fylgt í kjölfar- ið? Ágóði af þessum skemmtunum mun vera eitthvað á fjórða tug þúsunda, og verður honum varið til kaupa á leitartæki á krabba- meini í leghálsi fyrir sjúkrahúsið á Akureyri. KGA, ljósmyndari Dags fékk að stinga inn fæti á aðra skemmt- unina og fylgja hér á síðunni nokkrar af myndum sem hann tók þar. gk-. Þegar konurnar tóku völdin á skurðstofunni kom ýmislegt upp úr kafinu. Þeir urðu fyrstir inn í kvennafansinn þcgar hlcypt var til klukkan tólf, og var að sjálfsögðu tekið með kostum og kynjum. * BraHllpift 7 V'íö'- 0 0 © Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Föstudagur 11. maí Spoogie boogie diskó á efri hæðinni, Tommi hefur diskóiö á hreinu. Thunderdiskó á neðri hæðinni, „Þrumi“ kýlir á fjörið. Top 10 listinn valinn. Laugardagur 12. maí Það er betra að missa ekki af neinu því loksins kemur Islandsmeistarinn í Free style disco, Stefán Baxter og sýnir dans ásamt flokknum sínum. Tvö diskótek, Balli og Arnar róta upp stuðinu. Bjórinn freyðir á Bauknum ki. 12.00-14.00 um helgar og alla daga frá kl. 18.00. Láttu þig ekki vanta í H-100. Q © Q © © Q © Q © © JQ ©QQQQ© Q © Q Q Q, Aðvörun frá Sjúkrasamlagi Akureyrar í auglýsingu frá sérfræðingi í barnalækningum, í Degi 9. maí sl. segir m.a.: „Tilvísanir frá heimilis- læknum óþarfar." Samkvæmt lögum um al- mannatryggingar nr. 67/1971,43. gr. b-lið, sem í gildi eru í dag, greiðir sjúkrasamlag nauðsynlegar aðgerðir og rannsóknir hjá sérfræðingum eftir til- vísun heimilislæknis. Samlagsmaður, sem leitar til sérfræðings án til- vísunar á ekki rétt á því, að samlag greiði reikn- ing sérfræðingsins, nema í algjörum undantekn- ingartilfellum, sem samkomulag hefur verið um. Sjúkrasamlag Akureyrar. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borö og stólar í öllum stærðum og gerðum Hrísalundi 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.