Dagur - 16.05.1984, Síða 2
2- DAGUR-16. maí 1984
Kemst Hvöt í
þriðju deild
(spurt á Blönduósi)
Bjarni Gaukur Sigurðsson:
- Kannski. Ég vona það að
minnsta kosti.
Lárus Gunnar Sigurðsson:
- Ég veit það ekki en þeir
eru samt með ágætt lið.
Þormóður Orri Baldursson:
- Þeir eiga möguieika.
Jóhann Páll Sigurðsson:
- Ég hugsa það. Þeir eru
ágætir.
Zophonías Ari Lárusson:
- Eg held þeir eigi góða
möguleika.
- Það er mjög
erfítt að reka versl-
un á stað sem þess-
um og það hefur
orðið erfíðara eftir
því sem árin líða.
Nú erum við t.a.m.
í samkeppni við
stórmarkaðina á
Akureyri, þrátt fyrir
fjarlægðina hér á
milli og það er stað-
reynd að þeir hafa
tekið talsverða
verslun frá okkur,
sagði Pétur Axels-
son, útibússtjóri
KEA á Grenivík er
við ræddum við
hann nú í vikunni.
Útibú kaupfélagsins er til húsa í
tveggja ára glæsilegri byggingu
<11 t lUI
Pétur Axelsson, útibússtjóri KEA á Grenivík,
„Við eigum í aukinni
samkeppni við stór-
markaðina á Akureyri“
— Rætt við Pétur Axelsson, útibússtjóra KEA á Grenivík
sem er alls um 500 fermetrar að
stærð. Auk verslunarinnar er þar
söluskáli og bensínafgreiðsla auk
rúmgóðs lagerrýmis.
- Það var mikill munur að
komast í þetta húsnæði, segir
Pétur eftir að við höfðum skoðað
okkur um í byggingunni.
- Það er einkum frysti- og
kæliaðstaðan hér sem er ómetan-
leg fyrir okkur og lagerplássið
hefur einnig gjörbreytt aðstöð-
unni. Við erum hér með alhliða
verslunarrekstur og okkar svæði
er Grýtubakkahreppur. Mann-
fæðin, 470 íbúar gerir það að
verkum að við eigum erfitt með
að liggja með vörur á lager. Petta
á einkum við um sérvörurnar,
fatnaö og ýmiss konar sérstök
tæki. Fólk fer eftir þessum vörum
til Akureyrar og verslar þá í stór-
mörkuðunum um leið og eins
hafa íbúar í Grýtubakkahreppi
verslað talsvert við Kaupfélag
Svalbarðseyrar.
- Fólk gerir sér þá ekki sér-
stakar ferðir eftir nauðsynjavarn-
ingi til Akureyrar?
- Ég hef ekki trú á því að fólk
fari tæplega 100 km leið fram og
til baka eftir matvöru en við vit-
um að það sækir í sérvörurnar.
Pað væri vonlaust fyrir okkur að
koma upp þeirri aðstöðu sem
þyrfti til þess að versla með sér-
hæfðari vörur en þess í stað
höfum við gert talsvert af því að
panta fyrir fólk, t.d. heimilistæki
o.fl. og eins reynum við að hafa
sem mest af varahlutum í land-
búnaðarvélar fyrirliggjandi.
- Hvað með atvinnumál hér á
Grenivík?
- Það varð mjög mikil breyt-
ing á atvinnulífinu hér upp úr
1960 eftir að höfnin var byggð og
svo í kringum 1966 þegar við
fengum frystihúsið en því er ekki
að neita að atvinnulíf hér er ekki
nægilega fjölbreytilegt. Þegar
frystihúsið og landbúnaðurinn er
upptalinn þá er lítið annað hér af
atvinnutækifærum.
- Eru einhver áform uppi um
að auka fjölbreytnina?
- Pað er starfandi atvinnu-
málanefnd hér á staðnum og
menn hafa hugleitt ýmsa mögu-
leika. Það var rætt um að setja á
stofn rækjuverksmiðju en því
máli hefur nú verið slegið á frest,
bæði vegna vandræða við fjár-
mögnun og eins vegna stöðunnar
á rækjumörkuðum. Mín skoðun
er sú að við þurfum fleiri atvinnu-
fyrirtæki hér í plássið og þá á ég
ekki við fyrirtæki tengd sjávarút-
vegi. Við þurfum að fá léttan iðn-
að hingað en því miður hefur
ástand mála verið þannig að
undanförnu að það hefur verið
erfitt fyrir menn að ráðast í stofn-
un fyrirtækja.
- Hvað með framtíðina og þá
einkum og sér í lagi framtíðina í
sjávarútvegi hér á staðnum?
- Menn eru auðvitað talsvert
uggandi vegna þeirra aflatak-
markana og svo aflaleysisins sem
verið hefur. Það hafa einnig verið
okkar vandræði að við höfum
misst bátana suður á vetrarver-
tíð, en hins vegar þá er því ekki
að leyna að menn vona að það sé
bjartara framundan. - ESE.
Gott er
að hafa
bamtil
blóra
Ég vil koma á framfæri smá leið-
réttingu á frétt sem skrifuð var í
Degi 7. maí sl. Par var sagt að
unglingar hefðu fjölmennt í bæ-
inn unt helgina og mikið verið um
ölvun og nokkrar rúður hefðu
verið brotnar. Þetta er ekki rétt
því ég og vinir mínir urðum vitni
að einu af þessum rúðubrotum og
var þar fullorðinn maður að
verki. Þess vegna vii ég vinsam-
lega biðja þann sem skrifar svona
greinar að hugsa mál sitt tvisvar
áður en skuldinni er skellt á ungl-
ingana. Fullorðnir eru oftast ekk-
ert betri en eiga þó að vera fyrir-
mynd yngri kynslóðarinnar.
Asta Birgisdóttir.
Skólafolk
hefur vinnuna
af atvinnu-
lausum
Sólveig hringdi:
Mér finnst það ansi hart að fólk
sem er búið að vera atvinnulaust
um lengri eða skemmri tíma skuli
ekki geta fengið vinnu vegna þess
að búið er að ráða skólafólk til
starfa.
Ég er sjálf fyrirvinna fjölskyldu
og hef verið að leita mér að vinnu
á mörgum stöðum og svörin sem
ég fæ eru undantekningarlaust
þau að búið sé að ráða skólafólk
í allar stöður. Er þetta hægt?