Dagur - 16.05.1984, Page 4

Dagur - 16.05.1984, Page 4
4-DAGUR-16. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Áherslurnar verða að breytast Vegna ráðstafana núverandi ríkisstjórnar bendir flest til að íslenska þjóðin sé nú stödd á tímamótum sem reynst geta örlagarík. Fyrst og fremst á þetta við um þann árangur og stöðugleika sem skapast hefur í efnahags- málum. Nauðsynlegt er að halda þessu efna- hagslega jafnvægi og nýta það til nýrra og skipulegra átaka. Sókn í atvinnumálum er nauðsynleg nú, þegar skilyrði hafa skapast í þjóðfélaginu. íslenskt þjóðfélag verður að breytast úr sveiflukenndu veiðimannaþjóðfélagi í stöð- ugt iðnaðarþjóðfélag. Mikil aukning í þjóðar- framleiðslu og bætt lífskjör undanfarinna ára hefur fyrst og fremst byggst á sjávarútvegin- um, en á því sviði eru einnig tímamót. Þó ef- laust megi enn auka verulega framleiðslu- verðmæti í sjávarútvegi með betri nýtingu og betri meðferð, er útlit fyrir að ekki verði um aflaaukningu að ræða, þótt undantekningar kunni að verða á einstökum takmörkuðum sviðum. Sjávarútvegurinn mun hins vegar ekki verða sú uppspretta aukinna þjóðar- tekna og bættra lífskjara, sem hann hefur ver- ið undanfarna áratugi. Þá má nefna að íslendingar eiga góðar orkulindir lítt nýttar, bæði vatnsafl og jarð- varma. Gera má ráð fyrir að þær muni jafnt og þétt vaxa að verðmætum og verða grund- völlur ýmiss orkufreks iðnaðar. Jarðvarminn mun væntanlega á allra næstu árum leiða til ört vaxandi fiskeldis. Á sviði háþróaðs iðnað- ar eru möguleikarnir einnig miklir, hér er nóg hráefni fyrir lífefnaiðnað, sem er hraðvaxandi atvinnugrein víða um heim með mikla mögu- leika, og menntunar- og þekkingarstig þjóð- arinnar er hátt, sem þegar eru farin að sjást merki í háþróuðum rafeindaiðnaði. Áherslurnar í íslensku atvinnulífi verða að breytast og þær breytingar þurfa helst að gerast á tiltölulega fáum árum. Vart verður hjá því komist að ríkisvaldið hafi verulega hönd í bagga og að hlutverk þess verði til- tölulega stórt á næstu árum, þó það geti ef- laust minnkað þegar frá líður. Ríkisvaldið verður að marka ákveðna leið og hlynna að nýgræðingi og vaxtarbroddum atvinnulífsins. Það verður auk þess ekki fram hjá því litið að atvinnulífið í heild verður að vaxa hlutfalls- lega meira úti á landi en á suðvesturhorninu, vegna þeirrar öfugþróunar sem verið hefur undanfarið, sem valda mun gífurlegum fólks- flutningum innanlands, verði ekki rétt haldið á málum. Arðmiðarnir kaupfélagslegu t>að er ekki ný bóla, að vikublað- ið íslendingur stundi hnútukast í garð Kaupfélags Eyfirðinga og þyki um flest á annan veg haldið á málum þar en vera ætti. Blað þetta fær afar slæmar hviður af og til, einkum þegar vel gengur hjá kaupfélaginu. Það þarf því eng- um að koma á óvart, þótt illa standi í bólið blaðsins nú að ný- loknum aðalfundi KEA, enda er KEA víða getið í því eina blaði, sem út hefur komið eftir aðal- fundinn og flest haft á hornum sér. Orsök þessa er augljós. Af- koman á rekstri kaupfélagsins var það góð á árinu, að unnt reyndist að endurgreiða nokkrar milljónir í stofnsjóði félags- manna og auk þess styðja lítillega við Menningarsjóð félagsins og lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta var glæpurinn hjá KEA að þessu sinni. Er óspart látið að því liggja, að með þessu sé aðeins verið að leika á skattayfirvöldin og komast hjá því að greiða tekjuskatt. Er augljóst, að blaðið íslendingur telur æskilegra, að KEA-arðurinn lendi í fjárlaga- gatinu hans Alberts fremur en hjá félagsmönnum í kaupfélag- inu, út úr héraði á endilega að koma honum. Hitt er svo annað mál, og kemur sennilega ekki þeim hjá íslendingi við, hvernig verá myndi umhorfs í atvinnu- málum þessa héraðs, ef jafnan hefði verið send til Reykjavíkur hver króna, sem hægt hefði verið að losa út úr rekstri kaupfélags- ins. Þær eru orðnar býsria margar krónurnar, sem KEA hefur lagt til atvinnuuppbyggingar víðs veg- ar við Eyjafjörð. En þess háttar ráðstöfun fjármagns heyrir víst undir það, sem íslendingur kallar „kaupfélagslegt" og segir vera nýyrði niðrandi merkingar. Blaðið reynir á margan hátt að gera arðgreiðslurnar tortryggileg- ar. Réttilega er á það bent, að til þess að færa sönnur á viðskipti sín þurfa félagsmenn að framvísa arðmiðum vegna þeirra. En blað- ið fullyrðir, að „á þessum síðustu og verstu tímum arðgreiðslu- leysisins" hafi enginn „heilvita“ maður haldið þeim saman. ís- lendingur hefur sjálfsagt betri skilgreiningar en ég á því, hverjir eru „heilvita“ og hverjir ekki. Hitt er mér kunnugt, að mikill fjöldi félagsmanna hcldur öllum sfnum arðmiðum saman og skilar þeim reglulega til kaupfélagsins, svo að þeir verði þar saman taldir. Fyrir sjálfan mig get ég sagt, að aldrei hefur hvarflað að mér að fleygja arðmiða frá kaup- félaginu, en það hefur heldur aldrei hvarflað að mér að komast á heilvitaskrá hjá íslendingi. Engu að síður verður það að segjast eins og er, að það eru tals- verð brögð að því, að félagsmenn varðveiti ekki arðmiða sína og komi-þeim til skila. Þetta er mjög miður, og það var aðaltilgangur- inn með þessu greinarkorni, að benda þeim, sem illu heilli hafa vanið sig á þennan ósið, að leggja hann niður, svo að þeir geti í framtíðinni notið þess, sem þeim réttilega ber. Þorsteinn Jónatansson. Rétt er það, að síðustu og verstu verðbólguárin hefur ekki verið mikið um arðgreiðslur, en eins og nú hefur raunar sannast, fjarstæða að láta sér detta í hug að þær væru með öllu úr sögunni. Sannleikurinn er reyndar sá, að á þeim 78 árum, sem liðin eru frá því núgildandi meginreglur kaupfélagsins voru mótaðar, hef- ur arður verið greiddur 70 sinnum, aðeins 8 ár hafa fallið út á öllum þessum tíma. Það er vel sloppið, því að misjafnt hefur ár- ferði verið og viðskiptakjör. En sá er einn munur kaupfélags- verslunar og einkaverslunar, að kaupfélaginu ber að skila til fé- lagsmannanna þeim tekjuaf- gangi, „er stafar að því, sem út- söluverð á keyptum vörum fé- lagsmanna hefur verið ofan við kostnaðarverð, ellegar útborgað verð fyrir seldar vörur þeirra hef- ir reynst neðan við fullnaðar- verð“. Almennt reyna aðilar í verslun (kaupfélög og kaup- menn) að halda verðinu þannig, eftir því sem þeir fá við ráðið, að ekki verði um taprekstur að ræða. Verður því oftar en hitt tekjuafgangur, kaupfélögin skila honum til félagsmannanna, kaupmennirnir stinga honum í eigin vasa, greiða í besta falli ein- hvern hluta í skatt til ríkisins. Það er vafasamt að segja, að kaupfélagi væri rétt stjórnað, ef mikill hluti tekjuafgangs færi í tekjuskatt, þá er líklegast að ver- ið væri að arðræna félagsmennina í þágu ríkiskassans. Því miður er það svo, að ekki fá allir sinn rétta arð nú vegna þess að þeir hafa fleygt arðmið- unum. Þeir læra vonandi af því og halda betur utan um þá á þessu ári og næstu árum. Og ís- lendingi er ljóst, hver afleiðing þessa verður. Þeir, sem arðinn fá, fá meira en ella. Þurfti reynd- ar ekki skarpskyggni til að kom- ast að þeirri niðurstöðu. Og í þeim hópi er stór hluti bænda vegna reikningsviðskipta þeirra. Mikið rétt. Og voðinn er sá, að mati íslendings, að ekki kæmi á óvart, að „bændur og búalið“ ættu mikinn hluta sjóðanna hjá kaupfélaginu. Það er alveg rétt, að margir bændur eiga digrari stofnsjóð en ýmsir þeir, sem á mölinni búa. En af hverju? Þeirra viðskipti eru almennt miklu meiri. Vegna búrekstrarins þurfa þeir margt það að kaupa, sem aðrir þurfa ekki. Auk þess eru þeir yfir höfuð síður ginn- keyptir fyrir dægurflugum í við- skiptaheiminum en aðrir. En ekki þarf.lengi að lesa á milli lín- anna til að sjá hvað blaðið íslend- ingur er að fara: Bændur og búa- lið er af hinu illa og skal einskis góðs maklegt. Hér skulu ekki frekar eltar ólar við rangfærslur og útúrsnúninga íslendings, en á það bent að lokum, að hagsmunir Kaupfélags Eyfirðinga, félagsmanna þess og allra, sem við Eyjafjörð búa, fara saman. Þess vegna skulum við beina öllum okkar viðskiptum til kaupfélagsins, eftir því sem kost- ur er, og varðveita arðmiðana svo að við eigum einnig okkar réttmæta hlut hvert og eitt. Það væri víða „hallærislegt" við Eyjafjörð, ef KEA hefði ekki notið við. Við skulum því áfram leggja áherslu á að vera kaupfé- lagsleg, svo að hér verði áfram hagstæð verslun og blómlegt at- vinnulíf. Akureyri, 11. maí 1984, Þorsteinn Jónatansson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.