Dagur - 16.05.1984, Síða 7

Dagur - 16.05.1984, Síða 7
16. maí 1984 - DAGUR - 7 Ástæðan fyrir því að SVFR tók Blöndu á leigu: „Viljum fylgjast með laxastiganum í Svartá“ - Aðalástæðan fyrir því að við tókum Blöndu á leigu þegar okkur bauðst það, var ekki sú að stunda þar sérstaklega húkkveiði. Við erum með Svartá á Ieigu en sú á rennur sem kunnugt er í Blöndu og við vildum fylgjast með laxa- stiganum sem er rétt fyrir ofan þetta húkkveiðisvæði, sagði Friðrik Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur er blaðamað- ur Dags spurði hann að því Fundur um veiði- og fiskiræktarmál Umræðufundur um veiði og fiskiræktarmál verður haldinn í Mánasal Sjallans, laugardag- inn 19. maí kl. 13.00. Formaður Landssambands stangaveiðifélaga Birgir Jó- hannsson setur fundinn. Ræðumenn verða: 1. Sigurður Pálsson frá Lands- sambandi stangaveiðimanna. 2. Finnur Garðarsson frá Veiði- málastofnun. 3. Hákon Aðalsteinsson vatna- líffræðingur. 4. Jóhannes Kristjánsson frá fiskeldis- og hafbeitarstöðv- um. 5. Vigfús Jónsson frá Lands- sambandi veiðifélaga, Fundarstjóri verður Skúli Jónas- son frá Akureyri. Allir stanga- veiðimenn eru hvattir til að mæta. hvort félagsmenn hyggðust húkka í Blöndu í sumar en fé- lagið hefur tekið ána á leigu. - Við vorum mjög beggja blands þegar okkur bauðst áin en hagsmunir okkar í Svartá gerðu það að verkum að við slógum til og leigðum ána. Við buðum síð- an Stangaveiðifélagi A.-Húna- vatnssýslu á Blönduósi og Stangaveiðifélagi Sauðárkróks að leigja ána á móti okkur, en þessir aðilar hafa verið með ána undan- farin ár en Sauðkrækingar höfðu ekki áhuga. Við höfum því helm- ing stanganna í Blöndu á leigu og við munum veiða þar í sumar þó að margir okkar félagsmanna séu ekki hrifnir af þeim veiðiaðferð- um sem þar hafa tíðkast. Að sögn Friðriks þá hefur fjöldi félagsmanna í SVFR aukist jafnt og þétt hin síðari ár og fé- lagsmenn eru nú rúmlega 2000 talsins. í fyrsta sinn í ár getur fé- lagið ekki útvegað öllum þeim félagsmönnum sem vilja, veiði- leyfi í Elliðaánum og alls eru það um 200 manns sem verða að bíða næsta árs. - Þessi aukning á félags- mönnum hefur gert það að verk- um að við höfum þurft að hafa allar klær úti og það var m.a. þess vegna sem við buðum í Vatns- dalsá þegar við fréttum að áin væri laus næsta ár. Það hefur eng- in ákvörðun verið tekin um hvort við fylgjum tilboði okkar í Vatns- dalsá eftir nú þegar ákveðið hef- ur verið að bjóða ána út en það kemur væntanlega í ljós innan skamms, sagði Friðrik Stefáns- son. - ESE. Bíll ársins í Japan íslenski hafarnar- stofninn í hættu vegna eiturefna í frétt frá stjórn Fuglaverndar- félags íslands segir að undan- farin ár hafi mjög færst í auk- ana notkun svefnlyfs (fene- mals) til þess að deyða veiði- bjöllu og hrafn. Síðan 1969 hefur Lyfjaversl- un ríkisins að boði mennta- málaráðuneytisins og með samþykki eiturefnanefndar, selt í handkaupi yfir 200 kfló af fenemali (en það nægir til að deyða alla íslendinga). Mælt er svo fyrir, að eitrinu sé sprautað inn í egg, en í raun er duftinu dreift yfir grásleppuslor eða sjórekin hræ. Veiðibjallan sofnar og drukknar en haförninn, einkum ungir ernir komast í hræ- in og éta innyflin fyrst, sofna og drukkna eða drepast af völdum eitursins. A undanförnum árum hafa fundist 6-7 sjórekin hræ af ung- um haförnum einmitt á svæðum sem eitri hefur verið dreift. Þótt drepnar séu nokkrar veiðibjöllur á eitri, hefur það ekki hin minnstu áhrif á stofnstærð veiði- bjöllunnar, nema síður sé. Er það von okkar, að áhrifa- menn stuðli að því að hætt verði við þennan ósóma, en hætta er á að slíkt verði látið draslast uns stórslys verður, t.d. á börnum, af þessum völdum. Akureyringar — Eyfirðingar Höfum tekið að okkur sölu og þjónustuumboð á HONDA bifreiðum Komið eða hringið og fáið nánari upplýsingar 4-door Sedan Bifreiðaverkstæðið v/Tryggvabraut 5-7 Sími 96-22700.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.