Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 3
28.maí1984-DAGUR-3 Kröfluvirkjun: Er fullnýting vélanna besti kosturinn? - Svo segir í hagkvæmisathugun sem lítið hefur verið haldið á lofti Ef Kröfluvirkjun yrði kláruð, þannig að báðar vélasamstæð- urnar væru teknar í notkun og framleiðslan yrði 60 MW, væri hægt að greiða niður skuldir virkjunarinnar á tiltölulega mjög skömmum tíma, eða skömmu eftir aldamótin. Verði hins vegar ekki farið í framkvæmdir og afli virkjunar- innar haldið í 20 MW verður ekki hægt að greiða hana niður í nánustu framtíð. Skuldabyrð- in mun þá aukast. Þetta kom m.a. fram í hag- kvæmnisathugun sem Verkfræði- stofan Strengur vann fyrir Rarik. Skýrsla um málið kom út fyrir um ári en henni hefur lítið verið haldið á lofti. Helstu niðurstöður þessarar hagkvæmnisathugunar eru þær, að orkukostnaður við að auka afl virkjunarinnar úr 20 MW í 60 MW virðist svipaður og framleiðslukostnaður frá hag- kvæmustu vatnsaflsvirkjunum landsmanna og er þá miðað við kostnað vegna viðbótarfram- kvæmdanna einna.Ef miðað er aðeins við óloknar framkvæmdir við að stækka virkjunina yrði orkan svipðuð í verði og frá hag- kvæmustu vatnsaflsvirkjunum, en töluvert dýrari ef reiknaðar eru með í dæmið framkvæmdir frá upphafi. í skýrslunni segir að þróun skulda Kröfluvirkjunar í framtíð- inni sé m.a. háð orkusölusamn- ingum og framkvæmdahraða. Ef miðað er við skuldastöðuna eins og hún var þegar skýrslan var gerð og þáverandi orkusölusamn- ing ætti Kröfluvirkjun að geta greitt sjálf niður skuldir sínar skömmu eftir aldamót, eða um 2006 og er þá miðað við að afl yrði aukið í 60 megawött. Einnig er gengið út frá því að orkuöflun gangi með svipuðum hætti og verið hefur upp á síðkastið. Yrði hins vegar ákveðið að halda óbreyttu afli næðist ekki að greiða virkjunina niður. Skuldir virkjunarinnar myndu aukast tímabundið vegna fram- kvæmda við að tengja vél nr. 2, en strax í byrjun næsta áratugar myndi skuldabyrðin léttast og sú þróun yrði mjög hröð. Ef afl virkjunarinnar yrði auk- ið í 30 MW, sem er fullnýting annarrar vélasamstæðunnar, væri hægt að greiða virkjunina niður á nokkru lengri tíma heldur en ef hún yrði stækkuð, eða árið 2012. Áður en raforkuframleiðslu var hætt á þessu vori var framleiðslan komin í 24 MW og reiknað er með því að hægt verði að koma aflinu upp í 30 MW eftir að þær holur sem nýlega hafa verið bor- aðar verða teknar í notkun. „Þannig má líta svo á að fram- haldsframkvæmdir séu nauðsyn- legar ef Kröfluvirkjun á sjálf að geta greitt niður sínar eigin skuldir og ekki þurfi að greiða þær með skattfé landsmanna," segir m.a. í skýrslunni. HS Skuld (Kkr) Hugaanleg þróun skulda miöaö viö núverandi orkusölusamning 200 1 10 15 Timi (árí Fullkominn sprautunar- klefi hjá Þórshamri Nú hefur verið tekinn í notkun mjög fullkominn bflasprautun- arklefi hjá Þórshamri hf. á Ak- ureyri, en klefi þessi er íslensk framleiðsla frá Blikkveri hf. í Kópavogi. Mjög fullkominn lofthreinsi- búnaður er í klefanum sem veld- ur því að loftskipti verða í honum að jafnaði þrisvar sinnum á mín- útu. Því safnast aldrei fyrir máln- ingarmengað loft og menn geta jafnvel unnið við sprautun óvarðir með öllu, þó ekki sé það talið ráðlegt. Hreint loft í klefanum veldur því einnig að mun auð- veldara er að sjá árangur spraut- unarinnar strax. í lofti og góifi eru síur sem taka í sig málningar- mengað loftið jafnóðum. Þessi klefi er ekki hvað síst mikil breyt- ing til betri hollustuhátta fyrir bílamálara, en einnig á árangur- inn að verða mun betri. Þá má geta þess að hægt er að hita loftið í klefanum upp í allt að 60° C og við það verður lakkhúðin mun sterkari. Klefi þessi kostaði án uppsetn- ingar um 400 þúsund krónur, sem er talið ívið ódýrara en sambæri- legir innfluttir sprautunarklefar. Fermingarbarnamót Fermingarbarnamót Eyjafjarðar- prófastsdæmis verður haldið föstudaginn 1. júní nk. og eru öll fermingarbörn 1984 velkomin. Mótið verður sett í Árskógsskóla kl. 10 f.h. og yerður dvalið þar fram eftir degi við biblíulestur, íþróttir og leiki. Síðdegis verður ekið til Dalvíkur og eftir guðs- þjónustu í Dalvíkurkirkju verður farin skoðunarferð um Svarfað- ardal. Eftir viðdvöl á Dalvík og í Árskógsskóla verður mótinu síð- an slitið að kvöldi sama dags. Þátttakendur eru beðnir að hafa með sér nesti til dagsins, Nýja testamentið, föt til útiveru og leikja og sundföt. Þátttöku þarf að tilkynna til sóknarpresta eigi síðar en að kvöldi miðviku- dags 30. maí. Mótsgjald verður kr. 50,00. Fermingarbörn í Akureyrar- prestakalli eru beðin að hafa samband við sóknarpresta sína á viðtalstíma þeirra. Fermingar- börn í Glerárprestakalli tilkynni þátttöku í síma 25962 þriðjudag- inn 29. maí milli kl. 11 og 12 og 20og21. Farið verður frá Akureyrar- kirkju og Glerárskóla að morgni 1. júní kl. 8.30. Fargjald verður um kr. 200,00. Nýsending: Dömublússur, bolir og peysur Þýsku unglingastakkarnir komnir aftur á 8-12 ára Dömu- og herrabuxur margar gerðir. Verð frá kr. 595,00 Jogginggallar á 3-12 ára. Verð frá kr. 595,00 Drengjagallabuxur m kr. 300,00 Handklæði frá kr. 65,00 Sundbolir kr. 495,00 jj BÍkÍní kr. 195,00 KJœbaoerslun Siguröar Guðrrtundssonarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI r* Sumarbúðir þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn auglýsa: Enn eru nokkur pláss laus. Flokkaskipting er sem hér segir: 1. flokkur: 7.-16. júní, 9 dagar, 8-11 ára. Verð kr. 3.350. 2. flokkur: 19.-26. júní, 7 dagar, 7-10 ára. Verð kr. 2.700. 3. flokkur: 26. júní-3. júlí, 7 dagar, 7-10 ára. Verð kr. 2.700. 4. flokkur: 5.-13. júlí, 8 dagar, 9-11 ára. Verð kr. 3.050. 5. f lokkur: 16.-23. júl í, 7 dagar, 10-13 ára. Verð kr. 2.700. 6. flokkur: 23.-30. júlí, 7 dagar, 10-13 ára. Verð kr. 2.700. Upplýsingar og innritun í síma (96) 24873. Frá og með 1. júní er hægt að innrita sig í síma sumarbúðanna, sem er (96) 43553. Þar eru ennfremur veittar upplýsingar og skráð í orlofsdvöl aldraðra, sem að venju verður í sumar. Einnig er boðið upp á unglingaflokk dagana 20.-24. ágúst. í Skemmunni á Akureyri 31. ITiaí Einsöngstónleikar: kl. 20.30 Kristinn Sigmundsson bariton Jónas Ingimundarson píanó. 3. júní Örlagagátan: kl. 20.30 Söngdrápa eftir Björgvin Guðmundsson við texta Stephans G. Stephanssonar. Flytjendur: Passíukórinn á Akureyri ásamt félögum úr Karlakómum Geysi, Söngfélaginu Gígjunni o.fl. Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þuríður Bald- ursdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Michael J. Clarke, Kristinn Sigmundsson. Undirieikur: Nýja strengjasveitin, blásarar úr Tónlistar- skólanum á Akureyri og fleiri. Stjórnandi: Roar Kvam. 7. júní Popptónleikar: kl. 20.30 BARA-Flokkurinn, félagar úr Þursaflokknum o.fl. Forsala aðgöngumiða í Bókabúðinni Huld og Bókabúð Jónasar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.