Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 12
iPaÖKílBIJSi. (oronetPts QMMp^nDDAD Akureyri, mánudagur 28. maí 1984 SMURKOPPAR Mývatnssveit: Sundlaugin öll í svörtum skellum - „Verið að rannsaka málið," segir fulltrúi fyrir- tækisins sem seldi Mývetningum laugina „Þessar skemmdír á smid- lauginni komu strax í ljós þeg- ar laugin hafði verið í notkun í tæpa tvo mánuði og mér vitan- lega veit enginn enn þann dag í dag hvað það er sem veldur þessu," sagði Ingibjörg Gísla- dóttir sem sér um rekstur sundlaugarinnar í Mývatns- sveit. Laugin var tekin í notkun í júní 1982 og þá strax varð vart við þessar skemmdir, en þær lýsa sér sem svartar skellur um alla laugina sem er úr plasti. Gert var við þessar skemmdir af fyrirtæk- inu sem sá um að setja laugina niður en allt kom fyrir ekki og nú er laugin eins aftur. „Það þýðir ekkert að vera að stöðva starfsemina hér á hverju ári til þess að láta gera við þetta ef skemmdirnar koma strax aftur," sagði Ingibjörg. Við ræddum einnig við Ólaf Guð- mundsson hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd en það fyrirtæki seldi Mývetningum laugina og sá um að setja hana niður. "Það er rétt að þarna hafa komið í ljós skemmdir á laug- inni," sagði Ólafur. „Við sendum sýnishorn af plastefninu sem er í lauginni til Danmerkur til rann- sóknar og bíðum nú niðurstöðu úr þeirri rannsókn. Efnið í laug- inni er hitaþolið og á að þola um 100 gráðu heitt vatn og var keypt með hliðsjón af því að nota það í Það var mikið átak hjá Mývetningu að koma sér upp þessari fallegu sund- laug. Því voru það töluverð vonbrigði að skenundir komu fram í lauginni og fleiri laugum sömu tegundar. Reynt hefur verið að mála laugina en án árang- urs enn sem komið er. Mynd: HS. sundlaug. Þá hafa menn einnig látið sér detta í hug að einhver efnasambönd í vatninu hafi vald- ið þessum skemmdum og það er verið að rannsaka það einnig," sagði Ólafur Guðmundsson. gk-. Krakkamir á leiksvæðinu - Eiðsvallagata 28 í baksýn. Mynd: ESE. Styrjaldarástand Styrjaldarástand ríkir nú á opna leiksvæðinu á milli Eiðsvallagötu og Gránufélagsgötu á Akureyri. Harð- ar deilur hafa staðið þar á milli húseigenda og barnanna sem Ieika sér á vellinum í hartnær 20 ár með litlum hvfldum og sl. fimmtudag sauð svo upp úr með þeim afleiðing- um að lögreglan var kvödd á staðinn. - - Þetta er ófært. Ein kona meinar börnunum að leika sér á opinberu leiksvæði. Hún sigar þrítugum syni sínum á börnin og. hann hótar að berja þau. Hún tekur bolta sem fara inn í garðinn og neitar að afhenda þá þó kurteislega sé um beðið og hún vökvar leiksvæðið á nóttinni þar til það breytist í forarsvað bara til þess að börnin geti ekki leikið sér þar, sagði Guðrun Sigurðardóttir sem kom ásamt tveim sonum sínu og 17 öðrum börnum á ritstjórnar- skrifstofur Dags til þess að vekja at- hygli á-þessu máli. Að sögn Guðrúnar og barnanna sauð upp úr í gær er konan tók bolta sem fór inn í garðinn yfir tveggja metra girðingu og neitaði að af- henda hann. Þá var lögreglan til- kvödd og eftir hálftíma þref þá var boltanum skilað. - Ég er búin að standa í þessum slag í 20 ár og þrátt fyrir loforð bæjaryfirvalda um að þarna yrði aldrei fótboltavöllur þá hef ég orðið að þola stöðug skemmdarverk, sagði Kristín Albertsdóttir, eigandi Eiðsvallagötu 28, en hún er konan sem stendur í baráttu við fótbolta- krakkana. Að sögn Kristínar hafa rósarunn- ar og tré verið skemmd og það sama má segja um kartöflugarðinn. - Mitt eina ráð fram að þessu hefur verið að taka boltana og sprauta á völlinn, en ef þessu linnir ekki þá verð ég að selja húsið, sagði Kristín Albertsdóttir. - ESE Stéttarsambandið harðlega gagnrýnt - á aðalfundi Sölufélags Austur-tiúnvetninga Á aðalfundi Sölufélags Aust- ur-Húnvetninga sem haldinn var á Blönduósi fyrr í mánuð- iiiiim var harðlega fordæmd sú ákvörðun stjórnvalda að lækka stórlega niðurgreiðslur búvara þegar ljóst sé að kaup- geta þorra neytenda sé stór- skert sem valdi tvímælalaust samdrætti í neyslu þessara vara. í ályktuninni segir að sá neyslusamdráttur bitni óhjá- kvæmilega á bændastéttinni í formi verðvöntunar og birgða- söfnunar. Jafnframt lýsti fundur- inn furðu sinni á að Stéttarsam- band bænda skuli ekki mótmæla harðlega lækkun niðurgreiðslna við þessar aðstæður. Ennfremur var samþykkt ályktun þar sem segir að aðalfundur S.A. H. víti harðlega þann sofandahátt sem forsvarsmenn Stéttarsambands- ins sýni með því að svara á engan hátt þeim gegndarlausa áróðri í garð bændaséttarinnar, sem sí- fellt glymji í eyrum landsmanna. HS. Nau^lenti með þrja farþega Einkaflugvél frá Akureyrí nauðlenti á Jökuldal í gærdag. Fjórír voru í vélinni og sakaði engan þeirra og talið er að vél- in sé lítið skemmd eða nánast ekkert. Vélin var í æfingaflugi á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og í henni voru 3 farþegar auk flugmanns. Vélarbilun kom í Ijós og var vélinni nauðlent á túninu við Mælivelli á Jökuldal og gekk lendingin að óskum. Flugvirki frá Egilsstöðum mun hafa farið og litið á vélina, en flugmaðurinn og farþegar hans komu með annarri flugvél frá Eg- ilsstöðum til Akureyrar í gærkvöld. Lægð á Grænlandshafi veldur því að á norðvestanverðu landinu verður suðvestanátt og sennilega bjartviðri, eða að minnsta kosti góðviðri á þriðjudag. Það dregur svolítið úr þessu á miðvikudag, þó líklega með þeim afleiðingum að veðrið verður ennþá betra fyrir norðan á mið- vikudag. „Svo er best að ég tyggi í þig tölvuspána frá því í nótt. Á fimmtudag mun hann snúa sér meira í suðaustan en hangir líklega þurr. Á föstudag verður hann orð- inn austhegur með skúraleiðingum, að minnsta kosti út við ströndina," sagði veðurfræðingur í morgun. # „Lands- byggðin getur komið..." Margar tillögur voru lagðar fyrir þing Handknaltleiks- sambands íslands sem hald- ið var um helgina í Reykjavík. En ætli sú furðulegasta hafi ekkl komið frá Jóhanni Óla Guðmundssyni f.h. Hand- knattleiksráðs Reykjavíkur? Við grípum niður í þá tillögu: „.. .Ferðakostnaður yngri flokka vegna „Turneringa" er of hár og ofviða aðildarfé- lögum H.K.R.R. Sumir vilja svæðaskipta landinu þannig að einungis verði um eina úr- IM SÉG5T slitaturneringu að ræða. Aðr- ir vilja skera Stór- Reykjavík- ursvæðið frá öðrum hlutum landsins og halda einungis mót fyrlr það svæði. Enn aðr- ir telja landsbyggðina geta komlð hingað ef þeir vilja vera með..." Þetta eru út- skýringar með tillögu sem gerir ráð fyrir því að yngri flokkar félaga í handknattleik utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins getl hugsanlega fengið að taka þátt f íslands- móti ef þeir hafi mjög mikinn áhuga á því. Við krjúpum hin- um háu snillingum í Reykja- vík. # Opnað með „eiegans" Bílasala „Sótfeðganna" svokölluðu Gunnars og Har- aldar var flutt f nýtt húsnæðf um helglna og var opnað þar með miklum glæsibrag. Opið hús var um daginn og þangað steymdi fólk f stór- um hópum. Boðið var upp á tertu eina hrlkalega stóra og skar „yfírsótarinn" fyrstu sneiðlna við geysileg fagnað- arlæti viðstaddra. Þá var kokteill á boðstólum og ekki má gleyma 2.000 snittum sem pantaðar voru f tilefni dagsins. Ef þetta er ekki að opna með „elegans" hvað er það þá? • „Tollhöfn" á Selfossi Jæja, þá eru þeir búnir að opna „tollhöfn" á Selfossí og er það vel. Væntanlega verð- ur þess ekki langt að bíða að skipin fari að streyma upp Ölfusá með varnlng og hver veit nema næsta „tollhöfn" verði f Mývatnssveit. Þar eru a.m.k. aðilar sem fást við út- gerð eins og fram kemur á bls. 2 f dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.