Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-13. júní 1984 Hvernig líst þér á fyrirhugaðan Leiruveg? Hulda Björg Stefánsdóttir: Ég er mjög hrifin, þaö er alveg sjálfsagt að fá nýjan veg, bara að þeir káli ekki huldufólkinu. Ása Þorvaldsdóttir: Mjög vel, hann styttir leiðina í skóginn. Hanna Sigurðardóttir: Vel, þá lösnar maður við gömlu brýrnar sem eru að hrynja. Dísa Guðjónsdóttir: Voðalega mikið á móti öllum breytingum, ég myndi heldur vilja fá nýjar brýr. Hulda Þorsteinsdóttir: Æ, ætli þetta sé ekki bölvuð ekkisen vitleysa. ^ ap E vii 5 að hætta“ Ég var búinn að eiga efni á stóra plötu í 10- 15 ár og hafði ekkert gert til þess að koma því á framfœri. Um síðustu áramót datt mér hins vegar í hug að koma þessu efni á kass- ettu og hœtta svo þessu öllu saman, “ segir Sig- urður Helgi Jóhanns- son, en hjá Stúdíó Bimbó á Akureyri er nú að koma út plata með lögum Sigurðar Helga. „Ég fékk góða hljóðfæra- leikara með mér til þess að spila með mér inn á kassettuna og þeg- ar hún var komin út fórum við Bimbó (Pálmi Guðmundsson) með hana suður. Þar leist mönnum mjög vel á gripinn og Jóhann Helgason sem er einn okkar þekktasti söngvari og laga- smiður sagði að eitt lagið, „Eigin- kona“ gæti alveg örugglega orðið svokallað „hit“-lag. Því varð það úr að ákveðið var að gera plötu. Hún var skorin í Englandi og verður pressuð í Alfa í Hafnarfirði og er væntan- leg hvað úr hverju." - Hvaðan kemur hann þessi lagasmiður, gítarleikari og söngvari, Sigurður Helgi? „Ég er fæddur í Ólafsfirði og var þar í 6 ár, þá bjó ég önnur 6 ár á Akureyri en síðan lá leiðin til Keflavíkur þar sem maður fór á bólakaf í tónlistina, þar var Kaninn, mikið hljómlistarlíf, sukk og eiturlyf eins og fylgir oft og maður kynntist þessu öllu. Þar kynntist ég mörgum þekktum köppum eins og Magnúsi og Jó- hanni og ég var þarna í þremur hljómsveitum. En síðan lá leiðin til Akureyrar aftur eftir 7 ár, enda ég búinn að fá nóg af flakk- inu.“ - Platan „Feti framar“, hvað hefur hún að geyma? — segir Sigurður Helgi Jóhannsson en Stúdíó Bimbó á Akureyri er að gefa út plötuna „Feti framar“ með honum „Dægurflugur, góðar laglínur og grípandi tónlist. Ég reyni að höfða til sem flestra enda er tón- listin allt frá harmonikutónlist upp í rokk og allt þar á milli.“ - Og þú hættur við að hætta? Já, ég er hættur við það enda hafa undirtektir verið mjög góðar og upplagið af kassettunni seldist alveg upp til agna. Bimbó er far- inn að tala um plötu númer tvö en ég bíð með allar ákvarðanir þar til ég hef séð þessa plötu fara Sigurður Helgi Jóhannsson. af stað. En ég á efni á aðra plötu, það er ekkert vandamál.“ - Hvernig semur þú? „Stundum kemur andinn yfir mig og þá gríp ég í gítarinn. Stundum er maður að spila í partíum og þess háttar og þá kemur laglína allt í einu. Stund- um tek ég upp efni og vinn svo úr því síðar þegar betur stendur á.“ - Og hvernig er að taka upp hjá Bimbó? „Alveg mjög gott, enda er hann að verða stór í þessu, kom- inn með 5-6 plötur frá áramótum og margar í bígerð. Hann er með mjög gott 16 rása stúdíó og „sándið“ þar er sérstaklega gott.“ - Með Sigurði Helga á „Feti framar“ er hópur valinkunnra hljóðfæraleikara. Hverjir eru þeir? „Fúsi í Bara-Flokknum er á trommunum, Kristján Guð- mundsson spilar á hljómborð, Guðmann Jóhannsson á harmon- iku, Fanny Tryggvadóttir á flautu, Ingvar Grétarsson sér um allan rafmagnaðan gítarleik og ég sé um kassagítarinn og bassann. Þá eru tvær stelpur frá Grenivík sem syngja bakraddir, þær Hólmfríður Hermannsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir. Textarnir eru eftir mig, „Tommi“ vinur minn í Keflavík á tvo, Hreinn Laufdal einn, Guðmundur Hreinsson tvo og Ingvar Grétars- son einn.“ gk-. Hver á ekki rétt til að hafa frið í sínu húsi? Kona á Eyrinni hringdi: Mig langar að leggja orð í belg vegna þeirra umræðna sem verið hafa í Degi um ágreining vegna leiksvæðis við Eiðsvallagötu. Þar finnst mér hafa verið hallað nokkuð á annan aðilann, þ.e.a.s. þann sem vill hafa frið í sínu húsi með sinn garð. Upphaflega var umræddur leikvöllur tvískiptur. Annars veg- ar voru leiktæki fyrir yngstu börnin, sem áttu að vera á gras- inu. Hins vegar var malarvöllur ætlaður eldri börnum fyrir knatt- spyrnu. Þróunin hefur hins vegar orðið sú, að eldri börnin hafa bolað þeim yngri yfir á mölina, en þar hafa þau ekki fest yndi, sem vonlegt er. Þau eldri hafa sem sé hertekið grasið og þar hafa þau verið í knattspyrnu síð- an snemma í vor, flesta daga fram á nætur. Nú er svo komið að þessi grasvöllur er orðinn eitt moldarflag. Ekki er það sök íbú- anna, hvorki eins eða annars. Vissulega þurfa börnin að leika sér, en eiga þeir fullorðnu ekki líka rétt til að hafa frið í sínum húsum og til að rækta sinn eigin garð? Hvað segja forráðamann knattspyrnufélaganna okkar; Guðmundur hringdi og sagðist vera með smá tillögu um hjálp til Alberts við að fylla upp í fjár- lagagatið margfræga: „Ég átti leið í eitt af samkomu- húsum bæjarins um síðustu helgi, og eins og allir vita þá eiga þau að greiða skatt af hverjum seldum aðgöngumiða til ríkissjóðs. Þegar ég fékk minn miða var heftur við hann annar og þetta var allt tekið af mér við dyrnar, ekki rifið af eins og á að gera. Ég fylgdist með framvindu hafa þeir áhuga á að fá knatt- spyrnuvöllinn við húsvegginn hjá sér? Ég dreg það í efa. Á þessu leiðindamáli þarf að finna lausn, þannig að allir geti vel við unað. Hefði einhver haft rögg- mála þarna og taldi 67 gesti sem komu inn í húsið og það var að- eins rifið af miðum 14 þeirra. Ég þykist því vita að hér sé verið að Þakkir Það fór ánægjukliður um Glerár- þorp nýlega. Hans varð vart syðst við Byggðaveg og víðar í bænum og náði raunar alla leið út á Siglu- fjörð. Ástæða: K.E.A. hafði komið til móts við óskir viðskiptavina semi í sér til að halda skipulagi leiksvæðisins til streitu, þannig að knattspyrnan hefði verið stunduð á malarsvæðinu, hefðu aldrei orðið nein vandræði. En nú verður að grípa til annarra ráða. stela undan skatti og ég veit með vissu að þetta er gert í a.m.k. tveimur samkomuhúsum hér á Akureyri. tilKEA sinna og tekið að selja vissar vörutegundir með afslætti eins og í Hrísalundi. Þetta kunna menn vel að meta og senda stjórn K.E.A. hlýjar hugsanir og þakkir. Þorpari. Ekki rifið af miðunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.