Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -13. júní 1984 Norðlendingar og landsmenn allir Nú er hafin áframhaldandi bygg- ing við heilsuhæli það er Nátt- úrulækningafélag Akureyrar er að reisa í Kjarnalandi. Verktaki í sumar er byggingafyrirtækið Híbýli hér á Akureyri. Ákveðið er að ljúka uppsteypu á 2 hæðum og er þá þak hússins eftir. Æskilegt er talið að það yrði möguleiki á því að gera hús- ið fokhelt fyrir veturinn. Erum við féiagsmenn því ákaflega fylgjandi að svo megi verða. Sjóður félagsins er nú allstór en skorta mun á að hann komi til með að duga til þess að Ijúka þessum verkáfanga, þannig að húsið geti orðið fokhelt í haust eða vetur. Til þess að minnka þetta fjár- hagsgat hjá félaginu er verið að fara af stað með merkjasölu um þessar mundir. Merkin eru þann- ig úr garði gerð að þeim fylgir Minning: T Kristín Magnúsdóttir F. 15. október 1898 - D. 2. maí 1984 Þann 2. maí sl. andaðist að heimili sonar síns að Norðurgötu 15 hér í bæ Kristín Magnúsdóttir. Útför hennar var gerð frá Akureyrar- kirkju þ. 10. maí sl. Hvílustað sinn hafði hún sjálf valið sér við hlið dóttur sinnar Sigurlínu Hólmfríðar er hún kvaddi hana aðeins 25 ára 1954 og var hún jarðsett hér í kirkjugarði Akureyrar. Kristín fæddist að Gili í Öxnadal 15. okt. 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Magnússon frá Gili í Öxnadal og Jóhanna Þor- steinsdóttir frá Öxnhóli í Hörgár- dal. Hún var fimmta barn í röð 6 systkina. Systkini hennar voru Snæbjörn, Þorsteinn, Magnús, Mar- grét og Jónína. Kristín var síðast kvödd af þeim systkinahópi. Þriggja ára var hún er faðir hennar veiktist af smitandi sjúkdómi og komst ei aftur til heilsu. Hún var þá sett í fóstur. Hún ólst upp í Öxnadal og síðan lá leiðin í Eyjafiörðinn. Alltaf er hún minntist þess fólks er hún hafði dvalið hjá til fullorðinsára skein gleði og þakkarljómi úr svip hennar. Henni fannst allir hafa ver- ið sér svo góðir og aldrei minntist hún á það fólk nema láta orð falla um góðvild þess til sín. Fjögur ár dvaldi hún í vinnu að Hvassafelli í Saurbæjarhreppi hjá hjónunum Júlíusi og Hólmfríði er þar bjuggu. Þar var þá einnig ungur maður til vinnu Stefán Jónsson frá Laugalandi í Öngulsstaðahreppi. Kynni þeirra leiddu til mikillar ham- ingju er þau felldu hugi saman. Þau giftu sig í Saurbæjarkirkju 22. maí 1926. Þess er ég fullviss að það hafi verið hamingjuríkasti dagurinn í lífi hennar. Þau byrjuðu sinn búskap á litlu býli í Sölvadal að bænum Ker- hóli. Samhent ungt dugnaðarfólk horfði björtum augum til framtíðar- innar og stefndu hærra með árun- um. Vorið 1930 fluttu þau svo að Kolgrímastöðum sem var stærri jörð og mikið átti að starfa. Þar bjuggu þau næstu fjögur árin og farnaðist vel. Það var einmitt á bæjarhlaði að Kolgrímastöðum sem ég hljóp fyrst sem barn í fangið á þér hjartkæra móðursystir mín og úr þínum faðmi hefi ég í huganum aldrei farið síðan. Man ég dagana hjá þér eins og þeir hefðu gerst í vor, heimilið var svo undur hlýlegt og þið hjónin sam- rýmd og glaðleg og við bömin vor- um að leik á túnum sem voru í sínu vorsins veldi eins og hugir okkar. Ég fékk að fara til þín með mömmu, þið höfðum misst Margréti systur ykkar nokkrum árum áður og tengdi það ykkur saman meira en nokkru sinni fyrr enda mjög kært með ykkur. Mér fannst fjölskyld- urnar ykkar vera nærri sem ein. All- an veturinn var ég búin að þrá þessa ferð, ég átti líka að sjá ykkur öll. Þar urðum við Fríða strax þær vin- konur sem við urðum síðan alla hennar ævi. Hún var jafnaldra mín og við vorum báðar á sjötta árinu. Mér er það efst í minni að hafa kynnst ykkur meðan þið voruð ung hjón og allir voru frískir og hraustir hjá ykkur. Gleði og göfugleiki lék um yndis- lega heimilið ykkar og barnahópinn, þetta var vorið 1934. Þá voru börnin þín fjögur, Jóhanna, Steinmóður, Sigurlína Hólmfríður og Guðmund- ur, um haustið eignaðist þú svo dreng sem var látinn heita föður- nafni þínu, Magnús. Þetta sama ár fluttuð þið heimili ykkar enn um set og fluttuð að Hólum í Saurbæjar- hreppi. Það var enn stækkað við sig og nú gátu börnin farið að hjálpa til. Næsta haust fluttum við móðursyst- ur þína Kristínu Þorsteinsdóttur til þín í Hóla en hún hafði verið hjá mömmu nokkur ár en hjá ykkur dvaldi hún síðustu árin sín. Kann ég engar nógu góðar þakkir til ykkar fyrir hvað þið voruð henni góð. Það hefir verið haustið 1936 að við Fríða gátum farið að skrifa hvor annarri en fréttir bárust af og til milli heimila bréflega og nú var skrifað um allt eins og það gekk til á heimilum okkar. Um mitt sumar 1937 fékk mamma bréf frá þér og þá hafðir þú eignast sjötta barn þitt, dreng. Mig minnir að jólakort hafi fært okkur nafnið hans Bernharðs litla. Á þessum tíma skrifuðum við Fríða mikið og eignaðist ég það sama haust systur og þurfti að skrifa svo mikið um litlu systkinin okkar. Bréfin heima voru lesin svo allir gætu heyrt fréttirnar frá ykkur og heimilinu ykkar. Það var að koma bréf frá þér, frænka mín. Mamma var að lesa bréfið og við systkinin höfðum safnast saman til að fá frétt- ir frá þér, engar fréttir las hún upp. Ég minnist þess aldrei að hafa séð mömmu jafn sorgmædda og mér fannst þögnin vera svo löng. Loks sagði hún að Bernharð litli hefði verið svo veikur að Guð hefði tekið hann til sín, sjálf vissum við að hann var aðeins níu mánaða gamall. Síð- an sagði hún að Stefán og Steinmóð- ur væru að fara á Kristneshæli. Þú frænka mín stóðst fyrir búi og börn- um ásamt elstu dóttur þinni Jó- hönnu sem var þér ómetanlegur styrkur á þessum mikla raunatíma. Snemma árs 1939 tók Guð til sín elsta soninn þinn, Steinmóð, og síðla sama ár einnig manninn þinn. Þú varst trúföst og trú þín veitti þér styrk til að geta annast börnin þín fjögur sem eftir voru og þau voru þér mikið góð alla þína löngu ævi. Eftir þetta bjóst .þú með börnum þínum að Hólum til ársins 1942. Þá fluttuð þið hingað til Akureyrar og keyptuð ykkur íbúð að Norðurgötu 28. Næsta vor 1943 urðum við Fríða fermingarsystur. Við vorum fermd- ar í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, það var fagur og bjartur vordagur. Nokkrum dögum seinna fluttist ég svo til Akureyrar og síðan hafa leið- ir okkar aldrei skilið nema stuttan tíma. Þegar Kristín fluttist til Akur- eyrar var lítið um vinnu, vinnan var hreingerningar og þvottar og var vinnutíminn ómældur dag hvern því allt var unnið er til féll. Það þurfti líka að annast heimilið og börnin. Mikil góðvild og hlýleiki ríkti á heimilinu þínu og náið sam- band milli þín og barnanna sem hélst alla tíð. Eftir að ég kom hér fyrst í bæinn átti ég alltaf athvarf á heimili þínu sem ég væri eitt af þín- um börnum. Þangað fór ég eins oft og ég gat við komið. Þar var hlýtt innan dyra og þar leið mér vel. Ef mér leið illa kom ég til þín og fór alltaf reynslunni ríkari frá þér aftur endurnærð. Þitt hlýja yfirvegaða viðrhót og góðlátlegt bros þitt verm- ir mig alla tíð frá því ég hljóp lítið barn í faðminn þinn. Þegar ég eign- áðist eigið heimili varstu mér mikii stoð og alltaf gat ég leitað til þín. Síðustu árin dvaldi Kristín á heimili sonar síns og tengdadóttur þrotin að kröftum eftir langa og fórnfúsa ævi. Þau ár varstu vafin góðvild barnanna þinna þriggja. Síðustu sex árin var varla sú vika að ég sæi þig ekki og alltaf brostir þú svo hlýtt þegar við hittumst, og hvert sinn er ég kvaddi þig var kveðjan svo: „Hvenær sér maður þig svo næst?“ Öllum þínum færi ég mínar bestu þakkir fyrir allt það er þau voru þér, hjartkæra móðursystir mín, við hitt- umst aftur og þá tekur þú mig í faðminn eins og áður. Ég vil að síð- ustu færa þér kveðju frá systkinum mínum með hjartans bestu þökkum þeirra. Þeir sem þér unnu geyma minninguna. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Jóa, Maggi, Mundi og fjöl- skyldur, hennar minning sé ykkar ljós um ókominn æviveg. Krístín Sigurðardóttir. Grein um heilsuhæli í Kjarna einn góður vinningur. Það er flugfar frá Akureyri til Reykja- víkur og til baka aftur ásamt 3ja vikna dvöl í Heilsuhælinu í Hveragerði. Von okkar er að nú sem fyrr verði okkur vel tekið er við komum í heimsókn til ykkar. Salan mun aðallega fara fram í nágrannabyggðum að þessu sinni. Framkvæmdahraðinn fer mjög eftir því hversu vel aflast. Við viljum beina þeim tilmælum til bæjar- og sveitarfélaga svo og ríkisins að leggja nú sinn skerf fram. Það mun skila sér marg- faldlega í aukinni heilbrigði þeg- ar starfsemi heilsuhælisins hefst. Fyrirhugað er að vera með veitingasölu á göngugötunni einn föstudag í júlí og einn föstudag í ágúst í sumar. Slíkt er háð veðri en bjartsýnin er ríkjandi þáttur í okkar starfi og vonum við að veðurguðirnir gangi okkur á hönd svo að allt megi vel takast. Á haustdögum er áætlun að vera með mikla hlutaveltu og eru þeir sem vilja gefa muni á hana hvatt- ir til þess að hugsa fyrir því sem fyrst því að hratt flýgur stund. Að lokum sendum við bestu þakkir til allra þeirra sem hafa stutt við bakið á félaginu, fyrr og síðar. Það hefur verið okkur ómetanlegur styrkur sem seint verður fullþakkaður. F.h. stjórnar N.F.L.A. Laufey Tryggvadóttir. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Nýr opnunar- tími í sumar - til að koma til móts við ferðamenn Ferðamenn sem leggja leið sína til Akureyrar að sumarlagi hafa oft kvartað undan því að söfnin í bænum séu flest opin á sama tíma, og kemur það sér illa fyrir þá sem hafa stutta viðdvöl. Til að mæta þessari gagnrýni hefur Náttúrugripasafnið nú ákveðið að taka upp nýjan opn- unartíma í sumar. Verður sýn- ingarsalurinn því opinn frá kl. 11 árdegis til kl. 2 síðdegis, í stað kl. 1-3 sd. áður. Hann lengist því jafnframt um eina klukkustund. Aðgangseyrir verður kr. 20 fyrir fullorðna, en ókeypis fyrir börn og unglinga innan 16 ára aldurs. Hins vegar verður safnið lokað á laugardögum. Skrifstofur safnsins (á 4. hæð- inni) verða eftir sem áður að jafnaði opnar kl. 9-5 og geta menn snúið sér þangað með fyrir- spurnir og önnur erindi. Ferðahópar og skólabekkir geta sem áður fengið að skoða safnið á ýmsum tímum eftir pöntun eða samkomulagi við starfsmenn þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.