Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 12
SMW oronet larts P1 EIRRÖR -TENGI» SMURKOPPAR Nefnd til að leiðrétta ójöfnuð milli landshluta Steingrímur Hermannsson, forsætisráðhcrra, hefur haft frumkvæöi að því að allir þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt þingmenn til þess að fjalla um breytingar til leiðrétt- ingar fyrir dreifbýlið í tengsl- um við samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Einnig hefur hann kvatt nefndina saman, en formaður hennar var kjörinn Lárus Jónsson. Stjórnarskrárnefnd vinnur enn að allsherjar endurskoðun á stjórnarskránni. Hingað til hefur aðeins verið fjallað um breyting- ar i tengslum við breytt kosninga- lög, en ætlun þingflokkanna sem að þeim stóðu var að lagfæringar fyrir dreifbýlið verði gerðar í tengslum við allsherjar endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Mörgum landsbyggðarmanninum hefur hins vegar fundist sem öll áherslan væri á breyttri kosninga- skipan en ekkert væri aðhafst til að leiðrétta það ranglæti sem víða viðgengst gagnvart dreifbýl- isfólki. I greinargerð með frumvarpi um breytingar á stjórnarskránni segir m.a. að þingflokkarnir hafi orðið ásáttir um: Að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýðræði samhliða af- greiðslu nýrrar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsforræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna allra í eigin málum aukin, óháð búsetu þeirra. Jafnframt munu þingflokkarnir beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega að- stöðu manna þar sem mismunun- ar vegna búsetu gætir helst. Og nú hefur sem sagt verið skipuð nefnd í málið. HS Urelding komin á Solbak Búið er að ganga frá „úreld- ingunni“ á togaranum Sólbak og hefur útgerð hans þegar fengið greidd 60% af þeirri upphæð sem Úreldingarsjóður greiðir fyrir skipið en sú upp- hæð nemur 9 milljónum. Nokkuð hefur verið reynt til þess að selja skipið en ekki geng- ið til þessa, og er unnið áfram í því máli. Samkvæmt upplýsing- um Dags er talað um að selja skipið fyrir rúma eina milljón króna. Aðilar í Bretlandi hafa sýnt áhuga á að kaupa skipið og var á tímabili talað um að það færi á vegum þeirra aðila til Níg- eríu en ekkert varð úr því. Laxdalshús var formlega tekið í notkun um helgina eftir gagngerða endurbyggingu hússins og var þar mikið um dýrðir innanhúss sem utan. Mynd: KGA. Fólksbifreið eyðilagðist - „Suddalegt“ fyllirí unglinga í Vaglaskógi um hvítasunnuhelgina Um 2.000 manns, aðal- lega unglingar, heim- sóttu Vaglaskóg um helgina og ástand þeirra var „suddalegt“ vegna feikilegrar ölvunar, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Aðfaranótt sunnudagsins varð það óhapp, að fólksbifreið frá Akureyri lenti í Fnjóská. Bifreið- inni var ekið út í ána af Hróars- staðanesi, sem er skammt innan gömlu brúarinnar á Fnjóská við Vaglaskóg. Á þessum stað þvo menn gjarnan bíla sína á góð- viðrisdögum yfir sumarið, en ekki er vitað um tilgang bílstjór- ans með þessari ökuferð. Fnjóská var í miklum vexti, þannig að straumurinn hreif bíl- inn nær samstundis. Ökumaður og farþegi björguðust til lands við illan leik. Grunur er um ölvun við akstur. Bíllinn, sem er nýleg Mazda 626, er talinn ónýtur eftir óblíð fangbrögð Fnjóskár. - Aðkoman í Vaglaskógi var suddaleg um helgina, ekki síst vegna þess hvað þarna var ungt fólk, allt að barnsaldri, illa á sig komið af áfengisneyslu, sagði heimildarmaður Dags hjá Akur- eyrarlögreglunni. Hann gat þess jafnframt, að vitað hafi verið fyr- ir um ætlun unglinganna að halda hátíð í Vaglaskógi. Þess vegna hefði átt að herða löggæslu og eftirlit á svæðinu enn frekar. - GS Sveitarfélög á Norður- landi vestra sameinast um malbik- unarstöð Þéttbýlissveitarfélögin á Norð- urlandi vestra hafa sameinast um kaup á sameiginlegri mal- bikunarstöð. Stöðin er færan- leg og tekur um 5 daga að færa hana. Blaðið hafði samband við Ótt- ar Proppé bæjarstjóra á Siglu- firði, sem sagði að öll sveitarfélög- in væru búin að samþykkja og aðeins væri eftir að skrifa undir kaupsamning, en það yrði gert nú í vikunni. HJS Hótel Höfn: Ótakmarkað vínveitingaleyfi Bæjarstjórnin á Siglufirði hef- ur samþykkt að Viðar Ottesen Hótel Höfn skuli hafa ótak- markað vínveitingaleyfi. Viðar Ottesen hefur haft vín- veitingaleyfi með takmörkunum, en sótti um að fá ótakmarkað vínveitingaleyfi. Áfengisvarna- nefnd lagðist gegn því að hann fengi leyfið, en bæjarstjórn hefur nú samþykkt. HJS. Spáð er norðvestanáft á morgun, skýjuðu og einhverri úrkomu á annesjum norðan- lands. Á föstudag snýst í suðaustanátt. Ekki er gert ráð fyrir úrkomu og eitthvað mun hlýna. # Um vínvit í 1. tbl. tímaritsins Storðar 1984 er grein eftir Einar Thor- oddsen sem ber heitið „Um vfnvit". Greinilegt er að þar skrifar maður sem veit allt um vín og hann reynir í grein- inni að kenna mönnum að smakka vín. Grípum aðeins niður f greinina: „Þegar prófa á vín er gott að allir viðstadd- ir hafi áhuga á því og séu þá ekki að tala um eftthvað annað. Þvf er ekki heppiiegt að hjón fari saman í vín- smökkun ef annað þeirra hef- ur ekki áhuga. Lýsing er mikilvæg. Herbergið á að vera bjart og Ijós sem eðlileg- ast. Kertaljós eru ágæt f myrk- um herbergjum til að sjá hve tært vfnið er, en gefa oft vlll- GÉ andi hugmyndir um lit þess. Litur verður best dæmdur með því að bera vfnglasið að dúk eða pappír. Ilmvötn, reykelsi og aðrir lyktargjafar trufla. Tannkrem spillir bragðnæmi. Reykingar eru bannaðar...“ Þá vitum við það. • Völlurinn ónýtur? Leikur KA og Akraness á aðalleikvellinum á Akureyri f kvöld er fyrsti leikurinn sem þar fer fram á þessu sumri, ra IÍ3 SÉBS og hefur mörgum fundist það skrýtið hversu seinn völlur- inn hefur verið að taka við sér f hinni góðu tíð sem verið hefur. Þær raddir gerast nú æ háværari sem telja að grasið á vellinum sé ónýtt, og þurfi að taka völlinn upp og tyrfa hann að nýju. Það myndi óneitanlega hafa f för með sér að KA og Þór yrðu að leika mikið á heimavöllum sínum í Lundahverfi og Þorp- inu, en það hefur hingað til ekki þótt jafn gott og að leika á aðalleikvellinum þvf á þann völl koma að jafnaði mun fleiri áhorfendur. # Vantar ferðafélaga Blaðinu hefur borist bréf frá bandarískum hjónum, Betty og Albert Stetton. Albert dvaldi hér á landi í 16 mánuði í sfðari heimsstyrjöldinni, sem kapteinn í bandaríska hernum. Þau ætla að koma til Akureyrar í ágúst og vildu gjarnan ferðast með hjónum sem hefðu áhuga á að koma síðar til Bandarfkjanna og ferðast þar undir þeirra leið- sögn. Að öðrum kosti vilja þau Stetton hjónin fá leið- sögumann til að kynna þeim landið. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við ívar Sigmundsson eða Helga Sergs, bæjarstjóra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.